Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 65
VIÐTflL STEINÞÓR BJflRNflSON í CISCO
með 100-200 þúsund starfsmenn er Cisco Systems með að-
eins 39 þúsund starfsmenn. Fyrirtækið hefur það markmið
að ráða til starfa þá sem teljast í hópi þeirra 10 prósenta sem
eru hæfastir í sínum geira í heiminum og gengur stefnan út á
það að leyfa starfsmönnunum að vinna mjög sjálfstætt, þeir
bera ábyrgð á sjálfum sér, verkefnum sínum og árangri og
hafa því mikið svigrúm og vald til ákvarðanatöku um eigin
málefni. „Öllu valdi fylgir ábyrgð," segir Steinþór og líkir
þessu við að ráða alla helstu stjórnendur í fyrirtækjum, gera
miklar kröfur til þeirra og gefa þeim svo frjálsar hendur til að
ná árangri.
„Mesta verðmæti fyrirtækisins er þekking starfsmann-
anna. Ef einhverjum fmnst hann skorta þekkingu þá verður
hann að sjá sjálfur um það að finna námskeið við hæfi, bóka
sig og fara á það. Ef starfsmaður fer ekki á nógu mörg nám-
skeið á ári þá minnkar bónusinn hjá yfirmanni hans. í tækni-
geiranum þurfum við að hafa gífurlega mikla þekkingu,“
segir Steinþór. SU
Cisco með ráðstefnu
Eiríkur Bragason, framkvœmdastjóri Línu.Nets, Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmda-
stjóri kjarnasviðs hjá Aco-Tæknivali, og Stefán Snorrí Stefánsson, framkvœmdastjóri
tæknisviðs hjá Línu.Neti. Myndir: Geir Olafsson
Cisco Systems stóð nýlega fyrir ráðstefnu
hér á landi fyrir viðskiptavini fyrirtækisins og
komu af því tilefni til landsins nokkrir helstu
yfirmenn fyrirtækisins í Norður-Evrópu og
Noregi. Ráðstefnan var haldin á Hótel Loft-
leiðum og var m.a. ijallað um viðskiptalausn-
ir á Netinu og 1P símtæknina auk þess sem
hún var sérstaklega tekin fyrir út frá sjónar-
hóli sjúkrahúsa. Eftir ráðstefnuna gerðu
menn sér glaðan dag með málsverði í
Perlunni og voru þá meðfylgjandi myndir
teknar. B3
Steinþór Bjarnason og Torfi Ólafur Sverrisson, gagnagrunnssérfræðingur hjá
Islandsbanka.
Yfirmenn Cisco komu til landsins vegna ráðstefn-
unnar. Hér má sjá þá Andy Lockhart, varaforseta
Cisco í Norður-Evróþu, og Kjell-Erik Tenold,
framkvæmdastjóra Cisco í Noregi.
Knut Odegárd, tæknisérfræbingur Cisco í Norður-Evróþu,
Bjorn Jensen, tœknisérfræðingur Cisco í Noregi, og Steinþór
Bjarnason, tæknisérfrœðingur hjá Cisco í Noregi.
65