Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 100
Gott er ab hafa með gráðostinum sellerí og valhnetur. Með pessum ostarétti má mæla með t.d.
Chateau Lafaurie-Peyraguey sem er frá Sauternes og kostar 2.440 krónur, 1/2 flaska. Þetta er
kraftmikið, öflugt vín, vel sœtt með hunangs- og ananasbragði og Ijúfum kryddkeim.
Eftír Sigmar B. Hauksson
W
Ilöndunum í kringum Miðjarðarhafið hefur það tíðkast frá
alda öðli að fólk komi saman og fái sér glas af góðu víni og
nokkra smárétti, tíni það til sem í eldhúsinu finnst í það og
það skiptið, eigi saman góða samverustund og slaki á. Þessir
smáréttir kallast mezz í Grikklandi, tapas á Spáni, kemia í
Norður-Afríku og antipasti á Ítalíu. Við Islendingar ættum
óhikað að taka upp þennan skemmtilega sið, ekki síst nú þeg-
ar daginn fer að stytta og sólin sést æ sjaldnar á lofti.
Ostur 09 VÍI1 Ostur og vín er eins og hönd í hanska, passar
sérlega vel saman. Tilvalið er að blanda saman gráðosti og
ögn af smjöri, fjarlægja steinana úr döðlum og fylla þær með
blöndunni. Þá er góð hugmynd að blanda saman í skál rjóma-
osti, söxuðum graslauk og fínt söxuðum, sólþurrkuðum
tómötum. Með þessum bragðmikla rjómaosti er hafður þunnt
skorinn lax og gróft brauð. Þá er gott að hafa með gráðost-
inum sellerí og valhnetur, gráðostur og jarðarber fara einnig
100