Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 42
Stöðug endurnýjun er í raftækjum, líftími þeirra minnkar í árum talið, t.d. í sjónvörþum og öðrum afþreyingartækjum með aukinni notkun.
Þó að alltafséu einhverjar sveiflur er eftirsþurnin nokkuð stöðug.
Sniðugt herbragð?
Ný verslun, Euronics, hefur hafið
göngu sína í Smáralindinni og
hrist upp í markaðinum og aukið
samkeppnina, sérstaklega meðal
þeirra fýrirtækja sem eru staðsett í
Kópavogi. Það eru hin gamalkunnu
Heimilistæki í eigu eignarhaldsfélags-
ins Esjubergs, sem einnig eiga og reka
ýmis systurfélög Heimilistækja, t.d.
HT&T, sem hafa opnað þessa verslun.
Heimilistæki eiga og reka samnefnda
verslun við Sætún í Reykjavík,
Heimskringluna og Kalíber. Euronics
er stærsta innkaupakeðjan í Evrópu,
að sögn Sigurðar Björnssonar, fram-
kvæmdastjóra Heimilistækja. Hún er starfandi í 18 þjóðlöndum
og í henni eru 8.000 verslanir, sem flestar eru reknar undir öðru
heiti en Euronics, en sumar þeirra bera þó heiti innkaupakeðj-
unnar og ein þeirra er Euronics á Islandi. Segja má að Euronics
sé tilraun til sóknar á markaði unga
fólksins og telja nokkrir viðmælendur
að þar sé verið að tefla fram erlendu
vörumerki gegn Elko, sem er hluti af
norrænu innkaupakeðjunni Elköp.
Sniðugt herbragð að mati sumra þó að
ekki sé víst að Elko-menn séu sammála
þvf.
„I Norður-Evrópu hafa verið að
myndast innkaupakeðjur og það er þró-
un sem hefur verið að gerast mjög
hratt, sérstaklega í Skandinaviu. Með
þessu erum við að taka okkur stöðu
með hliðsjón af framtiðinni. Við erum
að koma okkur inn í þetta samstarf á
æskilegum timapunkti. Þarna fáum við innkaup, samstarf og
ráðgjöf í sambandi við rekstur og sölu svona fyrirtækja. Við
leggjum einnig mikla áherslu á þjálfun starfsfólks og fengum
m.a. flesta erlendu birgjana til landsins til að halda námskeið
Raftækjaverslun höfiiMorgarbúa hefur
safnast í fáar en stórar verslanir á
síöustu árum. Búast má við að sam-
keppni aukist og að tilkoma Euronics
geri raftækjaverslunum lífið leitt á næst-
unni, sérstaklega þeim litlu. Stjórnendur
BT velta um þessar mundirfyrir sér stað-
setningu fyrir nýja verslun í Kópavogi.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson
Þrjár raftækjaverslanir eru nú starfræktar á litlum bletti í
Kópavogi, Elko, Euronics og svo er raftækjadeild Hagkaupa.
Hugsanlegt er að mesta samkeppnin verði innbyrðis milli þeirra.
42