Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 93
Hoilsa og pollíðan Margrét Kr. Sigurðardóttir, markaðsstjóri Morgunblaðsins: „Eg mæti tvisvar í viku í Rœktina á Seltjarnarnesinu og kem út úr þeim tímum endurnærð á sál og líkama. “ • ffarqrét .'/!/•. Jmwkfai'dóttir, • ífbl: Lestur blaða uppi í sófa Ef ég ætla að gera virkilega vel við mig og reyna að flarlægj- ast amstur dagsins byija ég á því að fara í bókabúð þar sem ég birgi mig upp af erlendum tímaritum og blöðum eða finn einhveija góða bók,“ segir Margrét Kr. Sigurðardóttir, markaðsstjóri Morgunblaðsins. „Svo kem ég mér heim og upp í sófa með bunkann af blöðunum og eitthvað góðgæti sem ég hef náð í á leiðinni heim. Við þessar aðstæður get ég auðveld- lega týnt mér og gleymt stund og stað. Það fer síðan eftir því skapi sem ég er í hveiju sinni hvaða tímarit og blöð verða fyrir valinu í bókabúðinni en úrvalið hefur stóraukist síðustu árin þannig að það getur stundum verið erfitt að velja. Einnig er ég byijuð að feta veginn í jóga þar sem eru marg- ar leiðir til að láta líkama og huga slaka á. Eg mæti tvisvar í viku í Ræktina á Seltjarnarnesinu og kem út úr þeim tímum endur- nærð á sál og líkama. Eg get óhikað mælt með þessari leið til að slaka vel á og ná tökum á streitu. Eg hef verið að lesa mér til um jóga til að flétta það enn betur inn í lífsmynstrið þar sem ég finn að það hefur góð áhrif. Eg tel mig nú enn í hópi byijenda á þess- um vettvangi en æfingin skapar meistarann! En annars er eitt al- veg óbrigðult ráð til að losa sig frá hugsunum um vinnuna. Það er að fara í „Barbie" með 5 ára dóttur minni þar sem maður er á örskotsstundu kominn inn í ævintýraheim hennar þar sem prinsar og prinsessur fara í kaffiboð, á dansiball og fást við alls konar verkefni, stór og smá. í þessum leik er auðvelt að slaka á, það eina sem þarf að huga að er hvað „þíns“ og „míns“ eru að segja þá stundina og hvaða fatnaður er viðeigandi!“ 25 Þórunn Pálsdóttir, jjármálastjóri ístaks: „Það sem stressar mig uþþ eins og eflaust flesta aðra er sú tilfinning að sjá ekki fram úr að klára öll verkefni á réttum tíma. “ J'órtum faí/sc/óttir, f/sta/ti; Hlusta á tónlist í bílnum r IMBA- náminu í San Francisco á sínum tíma var talsverð áhersla lögð á að hreinlega kenna fólki hvernig það ætti að haga lifinu til að koma í veg fýrir of mikla streitu," segir Þór- unn Pálsdóttir, fjármálasljóri Istaks. „Þar var talað um mikilvægi þess að jafnvægi ríkti á milli vinnu, einkalifs og félagslífs. Eg hef reynt að hafa þetta að leiðarljósi og trúi þvi að þannig afkasti mað- ur meira til langs tíma. Auðvitað koma alltaf dagar þegar of mik- ið er að gera og maður stressast upp. A svoleiðis dögum og rejmdar alla daga, er algert lykilatriði að hafa góða geisladiska í bílnum. Eg hlusta að sjálfsögðu á fréttir, en þess á milli hlusta ég á hressa tónlist og syng gjarnan með. Eg á alltaf eitthvert uppá- haldslag, venjulega eitthvað sem er ofarlega á vinsældarlistum hveiju sinni, en hlusta svo á klassíska tónlist og óperur í bland. Þannig næ ég aðeins að endurhlaða batteríin jafhvel bara meðan ég keyri á milli funda. Við höfúm búið í nokkur ár neðst í Grafar- voginum, en bjuggum áður í miðbænum. Eg finn mikinn mun á þvi hvað ég er miklu fljótari að skipta um gir og fara að slaka á eft- ir vinnu núna. Það gerist eitthvað þegar ég keyri yfir Gullinbrúna. Mitt iýrsta verk þegar ég kem heim úr vinnunni er að fara úr vinnufötunum og í eitthvað sportlegra. Ef aðstæður leyfa finnst mér mjög afslappandi að setjast síðan niður með dagblöðin áður en lengra er haldið. Við eigum tvö börn, fimm og tíu ára og við reynum náttúrlega að gera eitthvað skemmtilegt saman. A sumrin förum við stundum í sund, en á veturna reynum við að fara reglulega á skíði. Síðan eru hæg heimatökin að ganga eða hjóla í kringum Grafarvoginn. Auk þess reyni ég að fara í eróbikk a.m.k. þrisvar sinnum í viku. Mér finnst það vera frábær afþrey- ing sem skilar sér margfalt í dagsins önn. Eins finnst mér mikil- vægt að gæta hófs í mataræði og passa sig á þvi að freistast ekki oft til að borða draslfæði þó að mikið sé að gera. Það sem stressar mig upp eins og eflaust flesta aðra er sú til- finning að sjá ekki fram úr að klára öll verkefni á réttum tíma. Þá kemur að góðum notum sú þekkta tímasljórnunartækni að skrifa allt niður og forgangsraða verkefnum og taka svo fýrir eitt í einu. Annars tel ég að besta streituvörnin felist í því að einbeita sér að því sem maður er að gera hverju sinni og hafa gaman af því.“ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.