Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 59
Brœðurnir Björn og Alfreð Árnasynir. Björn er framkvœmdastjóri Sambíóanna og Alfreð stýrir markaðsmálunum. Sambíóin opnuðu nýlega
VlP-sal með rafmagnsstýrðum hœgindastólum, sem kostuðu um 200 púsund krónur. Stykkið!
hafa flottan sal!
gestur eyði 250 krónum í sælgæti. Sælgætissalan gefur um 400
milljónir króna í tekjur í heildina á ári.
„Sælgætissalan skiptir gríðarlega miklu málisegir Björn Sig-
urðsson. „Hún er mjög misjöfn eftir þvi hvaða myndir eru í gangi
og hvaða bíó á í hlut. Við skulum orða þetta þannig að það kost-
aði meira í bíó ef ekki væri hlé í bíóhúsum á Islandi."
Einar S. Valdimarsson, framkvæmdastjóri Háskólabíós,
segir að kvikmyndahúsin hafi svipaða stöðu hjá Islendingum
og kaffihúsin hjá Frökkum. íslendingar fara mikið í bíó og
hafa kannanir sýnt að flestir þeirra vilji komast fram í hléi til
að geta hitt fólk og spjallað við vini. Einnig segir hann að tals-
vert sé um stefnumót í bíó enda eru bíógestirnir flestir á
stefnumótaaldri, ungt fólk upp undir 22-23ja ára aldur. Eftir
það fer bíógestunum snarfækkandi. Þær nýjungar sem
kynntar hafa verið að undanförnu virðast miða að því að ná til
eldra fólksins, fá inn fólk sem sjaldan fer í bíó og er tilbúið til
að borga fyrir þægindi. Þar ber hæst litlu lúxussalirnir með
hægindastólunum sem eru í Smárabíói og Sambíóunum við
Alfabakka. Þessir salir eru sérstaklega ætlaðir eldri gestum
eins og glögglega má sjá á því að aldurstakmark er 18 ára í
lúxussalinn í Smárabíói og 16 ára í VTP-salinn í Sambíóunum.
Önnur nýjung er líka áfengisveitingar í Smárabíói og þær eru
auðvitað eingöngu ætlaðar fullorðnu fólki.
Fjárfestingar fyrir milljarð? VlP-salurinn við Álfabakka er
með 28 rafmagnsstýrða hægindastóla en lúxussalurinn í
Smárabíói býður upp á 70 Lazy Boy-stóla. Dýrast er í lúxussal-
ina, kostar 1.500 krónur í Smárabíó og 1.600 krónur í VlP-sal-
inn í Alfabakka og er sælgæti innifalið - í Sambíóunum Alfa-
bakka er það popp og kók og í Smárabíói er hægt að velja sæl-
gæti fýrir 300 kall eða drykk á barnum. Þetta má segja að sé
liður í því að fá áhorfendur til að sætta sig við hærra miða-
verð. Margir hljóta að velta íyrir sér hvort lúxussalirnir borgi
sig. Björn Arnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir
það ekki vera enda séu þeir fýrst og fremst gæðastimpill.
Einar tekur undir það og telur að það sé fýrst og fremst
„ímyndaratriði“ að hafa lúxussalina. „Það er flott að hafa
þessa sali en viðskiptalega tel ég hæpið að þeir borgi sig.
Hvað gerist líka ef alltaf er uppselt í þessa sali? íslendingar
ákveða með nokkurra mínútna fyrirvara að fara í bíó. Fara
áhorfendur nú að skipuleggja bíóferð tvo til þrjá daga fram í
timann? Það held ég ekki,“ segir hann.
Gríðarlegar framkvæmdir hafa verið hjá kvikmyndahúsun-
um upp á síðkastið og eru fyrirsjáanlegar á næstu árum og
fjárfestingarnar eru eftir því. Vinnan að Smárabíói hefur stað-
ið í íjögur ár frá því fyrstu viðræður áttu sér stað og ljóst er að
ijárfestingin nemur nú þegar hundruðum milljóna króna.
Um 1,6 milljónir áhorfenda koma í kvikmyndahúsin á hverju ári.
Arsveltan nemur ríflega 1,2 milljörðum króna miðað við 800 króna
miðaverð og þar af hafa Sambíóin haft um 50 prósent markaðarins.
Sælgætissalan gefur um 400 milljónir króna í tekjur í heildina á ári.
59