Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 27
HRINGBORÐSUIVIRÆÐUR KVENRflÐHERRflRNlR ÞRÍR - En svo við víkjum að öðru. Er kominn tími til að ræða betur við hefðum ekki verið með og orðið aðilar að EES-samningn- aðild að ESB og taka kannski upp aðildarviðræður? um,“ svarar Valgerður. < ió/oeú/ „Það er auðvitað alveg ljóst að ísland er kom- ið inn í alþjóðlegt umhverfi að öllu leyti. Við erum aðilar að mörgum alþjóðlegum samningum sem veita okkur sömu rétt- indi og skyldur og önnur ríki. Það er sama hvort við lítum á lagaleg rök, viðskiptaleg eða önnur. En þessir samningar setja okkur líka ákveðnar skorður. A landsfundi Sjálfstæðis- flokksins lýstu menn yfir ánægju sinni með EES-samninginn, telja að hann virki eins og honum var ætlað og að afrakstur- inn hafi reynst heilladrjúgur iýrir íslenskt efnahagslíf og stöðu landsins í evrópsku samstarfi. Þó að sá samningur tryggi ekki beinan aðgang að pólitískri ákvarðanatöku þá vilja menn að það komi skýrt fram með afdráttarlausum hætti hverju þeir telji að verði fórnað og hvað geti áunnist við aðild að ESB og þá eru menn auðvitað mikið að hugsa um sjávar- útvegsmálin. Við höfum líka ákveðinn aðgang að Evrópusam- bandinu í gegnum Schengen samninginn þar sem Island og Noregur eiga aðild að samsettu nefndinni svonefndu og við förum reyndar með formennsku í þeirri nefnd núna. Þar hafa íslendingar bæði málfrelsi og tillögurétt og ég hef stýrt slík- um fundum. Það er auðvitað mjög mikilvægt að geta hitt ráð- herra Evrópusambandsins og tekið þátt í alls kyns samstarfi. Vegna legu landsins og margvíslegra hagsmuna þurfum við að vera opin iýrir öllum nýjum straumum og virk í alþjóðlegu samstarfi. Eg held að við séum það.“ cPa/(/e/HÍufl „Þetta er náttúrlega hápólitískt mál. Við í Framsóknarflokknum teljum Evrópumálin vera mjög mikilvæg og við þurfum að íýlgjast vel með hvernig málin þróast. Við höf- um verið í ákveðinni vinnu í sambandi við Evrópumálin og höf- um orðið sammála um ákveðnar áherslur. Við viljum í iýrsta lagi vinna þau mál á grundvelli EES-samningsins, í öðru lagi tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í sambandi við aðildarumsókn og í þriðja lagi á grundvelli tvíhliða samnings við Evrópusambandið. Þetta tel ég vera mjög skynsamlega niðurstöðu. Við verðum að hafa í huga í sambandi við evruna að kannski er hægt að búa við stöð- una eins og hún er í dag. En ef bæði Danir og Bretar gerðust að- ilar að evrunni, sem tekur gildi um næstu áramót, þá er staða okkar breytt og þá þurfum við að taka málið upp aftur og reyna að átta okkur á því hvernig hagsmunum Is- lands er best borgið. I mínu starfi verð ég vör við mikinn þrýsting í þessa átt. Eg skal ekki segja hvernig málin þróast en eitt er víst að þetta er stórmál." - Jafhvel bara tímaspursmál? „Það er of snemmt að tala um það því að auðvitað hefur EES-samningurinn þjónað okkur mjög vel. Eitt erfiðasta verkefnið sem ég hef gengið í gegnum sem þing- maður var umræðan um EES-samninginn og afstaða Framsóknarflokksins þar sem við skiptumst í hópa og ég var í þeim hópi sem sat hjá. í raun þýddi sú hjáseta stuðn- ing við samninginn þó að ég vildi ekki taka ábyrgð á honum. En ég held að það sjái það flestallir í dag að það hefði orðið glapræði ef J/a „Það er alveg ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur bein og styrk til að taka þessa umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Framsóknarflokkurinn hefur lagt mikla vinnu í að skoða Evrópumálin. Formaður flokksins, Halldór Asgrímsson, hefur leitt þessa umræðu hér á innanlandsvettvangi síðustu misserin og framsóknarmenn vilja skoða þessi mál með jákvæð- ari hætti en þeir hafa oft áður viljað. Það er enginn sem segir að við séum að leggja til aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessari stundu. En það er alveg ljóst að við erum að upplifa nýja tíma. Framsóknarflokkurinn hefur skynsemi til þess að horfa fram á veginn og spá í það hvernig okkar hagsmunum verður best borgið í framtíðinni. Við upplifum meiri alþjóðavæðingu en nokkru sinni áður og meiri samkeppni. Fjármagnið flæðir frjálst á rnilli landa. Hér eru vextir of háir miðað við önnur svæði. Menn hafa áhyggjur af tiltrú á krónunni, gengismálum o.s.frv. og auðvitað verða þessar spurningar æ áleitnari: Hvar verður okkur best borgið með okkar framtíðarhagsmuni í huga?“ - Og hvert er þitt svar við því? „Við erum í dag hluti af EES-samningnum, sem sumir segja að sé 80% af því að vera inni í Evrópusambandinu, og erum að taka yfir tilskipanir þess. Þetta hefur stuðlað að miklum fram- förum hér á landi. í dag leggur enginn til að við förum út úr EES-samningnum. Hann hefur verið okkur til góðs. Innan- lands verður sú spurning stöðugt áleitnari hvort okkar sjálf- stæði felist í því að vera meiri þátttakendur í ákvarðanatöku um þróunina í Evrópu, þar sem við erum vissulega hluti af þessum innri markaði. Hér verður örugglega meiri umræða um nánara samstarf við Evrópu í framtíðinni en við höfum séð áður en hvar hún endar getur maður illa séð fyrir í dag. Ef ég ætti að spá þá byggist ég við því að Islendingar verði í framtíðinni ekki jafntortryggnir gagnvart Evrópusamband- inu og þeir hafa hingað til verið,“ segir Siv. - Hvað með evruna? „Ég tel að við þurfum að skoða alla kosti sem eru í stöðunni Jíewd£d^ -setur brag á sérhvern dag! 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.