Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 92
Keilsa og pollíðan
Hvernig skipta þær um gír?
Við báðum nokkrar konur í viðskiþtalífinu að segja okkur hvernig þær skiptu um gír, hvernigþær
tœkust á við streitu daglegs lifs og ekki sist, hvað það væri sem ylli þeim streitu.
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
Liv Bergþórsdóttir, markaðsstjóri Tals: „Mér finnst gott ad skipta al-
veg um umhverfi en það geri ég stundum um helgar þegar fiölskyldan
fer saman í sveitina að Efri Brú í Grímsnesi þar sem tengdafiölskylda
mín býr.“
fgo f&eiHjhéi'silóttii', Sni/i:
Skiþti um umhverfi
r
Eg get orðið mjög stressuð yfir litlu hafi ég ekki fengið
nægan svefn,“ segir Liv Bergþórsdóttir, markaðsstjóri
Tals hf. „Ég fer því oft snemma að sofa til að forðast
þreytu. Það er mikið að gera hjá okkur og ég hef mikla
ánægju af starfi mínu en vissulega getur álagið valdið streitu
sem ég í raun tekst lítið sem ekkert á við dags daglega. Ég
reyni frekar að slappa af um helgar og gera eitthvað
skemmtilegt með fjölskyldunni og/eða vinum mínum. Þá
finnst mér mjög gott að skipta alveg um umhverfi en það
geri ég stundum um helgar þegar ijölskyldan fer saman í
sveitina að Efri Brú í Grímsnesi þar sem tengdaijölskylda
mín býr. Enn fremur tekst ég aldrei betur á við streitu en
þegar ég er í fríi í útlöndum. Ég vildi að ég gæti sagt að lík-
amsræktin hjálpaði til en ég er ekki svo dugleg að stunda
hana að ég geti státað af því!“ 35
Eydís Hilmarsdóttir, eigandi Deu í Smáralindinni: „Eftir langan
vinnudag og ég kem heim útkeyrð finnst mér gott að fara í langan
göngutúr um Þingholtin, en ég bý í miðbænum. “
oudis f/dimui'.sdóttii', ihett:
Gönguferðir um Þingholtin
Hvernig ég slaka ég á?“ spyr Eydis Hilmarsdóttir eigandi Deu
í Smáralind. „Ég nota nudd, gönguferðir og likamsrækt Þeg-
ar ég kem heim útkeyrð eflir langan vinnudag finnst mér
gott að fara í langan göngutúr. Ég bý í miðbænum og finnst nota-
legt að ganga eftír litlum skrýtnum stígum sem maður er sífellt að
uppgötva á göngu um Þingholtin. Ef ég sýni meiri týrirhyggju
panta ég nuddtíma, en ég reyni að fara reglulega í nudd. Það er
lfábært dekur og mjög afstressandi og nærandi. Og týrir konu
eins og mig sem sest ekki mikið alla daga er einnig mikið dekur
að fara í fótsnyrtingu. Síðan er ég einnig að æfa í Baðhúsinu og ég
held að það að stunda likamsrækt sé mjög „afstressandi" í heild.
Þú ert betur í stakk búin til að takast á við hið daglega líf og þau
verkefni sem koma inn á borð til þín ef þú ert að hugsa um heils-
una og leggja rækt við likamann. Það sem stressar mig helst er
þegar fólk segist ætla að gera hluti en gerir þá ekki.“ QJl
92