Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 64
VlDTjfrSTEINÞÓR BJARNASON í CISCO_ Isfirðingurinn hjá Cisco Systems Steinþór Bjarnason, tœknisérfrœðingur hjá Cisco Systems, hefur sérhœft sig íþráðlausum netsímum og öryggismálum. Hann hefurstarfað í rúmlega eitt ár hjá Cisco og hefur þegar verið kjörinn tæknimaður ársins í Noregi og tæknimaður ársins i Norður-Evróþu. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Olafsson W Isfirðmgurinn Steinþór Bjarnason hefur starf- að hjá alþjóðlega stórfyrirtækinu Cisco Systems í Noregi í rúmlega eitt ár. Stein- þór er tölvunarfræðingur að mennt frá Háskóla Islands og starfar sem tæknisér- fræðingur, sérhæfir sig í þráðlausum net- símum og öryggi netkerfa í fyrirtækjadeild Cisco. Starf hans snýst fyrst og fremst um að sinna meðalstórum og stórum fyrir- tækjum auk þess sem hann hefur verið tengiliður við Island. Með hans aðstoð náðist samkomulag við Landspítala háskólasjúkrahús í sumar um kaup á netsímkerfi sem byggir á Vollj „Voice over IP‘-tækni. A þeim tíma var þessi samningur sá stærsti sem Cisco hafði náð innan heilbrigðisgeirans í öllum heiminum. Upp- setning kerfisins er hafin og stefnt er að því að taka það í notkun 1. desember. Þessi samn- ingur varð m.a. tíl þess að Steinþór var kjörinn tæknimaður ársins í Noregi og tæknimaður ársins í Norður-Evrópu á þessu ári hjá fyrir- tækinu. Cisco er stærsta fyrirtæki í heiminum í símkerfum sem byggja á netsíma- tækninni eða svokall- aðri „Voice over IP“- tækni. Fyrirtækið hélt ráðstefnu hér á landi um miðjan októ- ber þar sem þessi tækni var kynnt auk þess sem Steinþór hefur komið nokkrum sinnum til landsins til að tjalla um þessi mál. Þessi tækni gerir fyrirtækjum kleift að nýta sér kosti þess að tvinna saman gagna- og talheiminn og ná með því fram bæði vinnu- hagræðingu og sparnaði við rekstur beggja kerfanna. Úryggið er viðkvaemt Eitt af þeim atriðum sem mikið er rætt um þessa dagana er öryggi þráðlausra netkerfa. Eins og stað- an er í dag fara allar upplýsingar opið á milli og segir Stein- þór mögulegt að komast að innihaldinu þó að sending- arnar hafi verið læstar. Ef upplýsingarnar eru brenglaðar á hefðbundinn hátt getur það tekið aðeins eina og hálfa klukkustund að bijóta upp öryggislyklana og því þarf að fmna aðrar öryggisleiðir. Steinþór telur eina af mögulegum lausnum geta legið í búnaði sem notaður er til að þekkja notendur þegar þeir tengjast þráðlaus- um netkerfum. Þessi búnaður mun sjálfkrafa breyta öryggislyklunum reglulega þannig að ekki sé hægt að brjóta upp fyklana. Önnur leið er að nota svokallað VPN, „Virtual Private Network“-tækni, sem brenglar sendinguna milli sendanda og móttakanda. Móttakarinn þarf svo að hafa búnað til að taka við þessum brengluðu upplýsingum, afbrengla þær og með- höndla. Þessar tvær lausnir eru helst taldar koma til greina til að ráða bót á þess- um öryggisvanda. Vald og svigrúm Cisco Systems vinnur eftir mjög óvenju- legri hug- myndafræði á alþjóðlegum mælikvarða. Yfirbyggingin er í lágmarki og ekki er hægt að segja að starfsmanna- fjöldinn sé að sliga fyrirtækið. Meðan sambæri- leg fyrirtæki eru Steinþór Bjarnason, tceknisérfræðingur hjá Cisco Systems íNoregi. Hann hefur sérhæft sig í netsímum og öryggismálum netkerfa og sinnt vel sambandinu við Island. Hann var kjörinn tæknimaður ársins í Noregi og tœknimaður ársins í Norður-Evrópu hjá Cisco á síðasta starfsári. Myndir: Geir Ólajsson 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.