Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 73
VIÐSKIPTA- OG HflGFRÆÐIDEILD 60 ÁRfl
Guðmundur Magnússon þrófessor
hefur kennt við deildina í áratugi.
Hann var um árabil rektor
Háskólans og hefur setið í stjórn-
um ótal fyrirtœkja og samtaka -
meðal annars verið formaður
Norræna fjárfestingarbankans.
Arni Vilhjálmsson, þrófessor
emeritus, hefur alið uþþ flesta
viðskiþtafræðinga landsins í fjár-
málum. Arni lét af kennslu fyrir
nokkrum árum og er núna for-
maður hollvinafélags Viðskiþta-
og hagfræðideildar.
Stefán Svavarsson, dósent og lög-
giltur enduskoðandi, hefur alið
uþþ flesta endurskoðendur sem
hafa útskrifast frá deildinni í
nærþrjá áratugi.
Þráinn Eggertsson, þrófessor í hag-
fræði, hefur fyrir utan kennsluna
við Háskólann mikla reynslu af
kennslu í bandarískum háskólum.
Þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í upplýsinga-
tæknigeiranum, líftækni og erfðafræði þýða að við getum skap-
að okkur forskot. Við höfum möguleika á því að tengja við-
skiptafræði og hagfræði við hinar nýju atvinnugreinar í hinu
nýja hagkerfi sem byggir á þekkingu þannig að það skili bætt-
um lífskjörum. Þessi tækifæri eru ótalmörg í íslensku þjóðlífi
en það er aðeins eitt aðgangsorð sem er lykillinn að því og það
er menntun. Það er afar mikilvægt að efla Landsbókasafn ís-
lands-Háskólabókasafn, en þar er að eiga sér stað mikil bylting
með rafrænum áskriftum að tímaritum og gagnabönkum á
Netinu. Rafrænar áskriftir eru lykilatriði fyrir nútíma rannsókn-
arháskóla.
Rannsóknarstofnanir deildarinnar eru einnig mjög mikil-
vægar. I Hagfræðistofnun, sem er
hluti af deildinni, eru starfandi á
annan tug sérfræðinga sem eru að
vinna að hagfræðilegum rann-
sóknum en hún er rekin eingöngu
fýrir sjálfsaflafé. Meginmarkmið
Háskóla Islands er að standa undir
kennslu, rannsóknum, fræðslu og
þjónustu við landsmenn og alþjóða-
samfélagið. I samræmi við aðal-
markmið Háskólans sinnir deildin
kennslu og rannsóknum sem
standast alþjóðlegan gæðasaman-
burð. Deildin hefur einnig hug á
því að vera vel sýnileg í opinberri
umræðu hérlendis um efnahags-
mál og hvetur kennara sína og
nemendur til að taka virkan þátt í
umræðu í samfélaginu. Jafnframt
verður fræðsla gagnvart almenn-
ingi aukin með opinberum fyrir-
lestrum.
Kennarar deildarinnar hafa
stundað nám og rannsóknir erlend-
is. Sömuleiðis eiga þeir samstarf við
ijölmarga kollega sína erlendis. Sumir hafa kennt erlendis eða
dvalið langdvölum á erlendum rannsóknarstofnunum við nám
eða í starfi. Þrátt fýrir að notkun tölvunnar greiði nú fyrir öllum
samskiptum verða vísindaráðstefnur áfram vettvangur um-
ræðu og endurnýjunar. Deildin mun styrkja mikilvæg kennslu-
og rannsóknarsvið í framtíðinni með fjölgun kennara og bættri
aðstöðu.
Viðskipta- og hagfræðideild horfir stolt til baka á 60 ára af-
mæli sínu og vongóð til framtíðar en starf hennar byggist á vel-
vilja fólksins í landinu, ekki hvað síst þeirra sem starfa í
ábyrgðarstörfum í atvinnulífinu. Deildin er hluti af atvinnulífi
landsmanna og hún vill hafa sem allra best samskipi við aðra
þætti þess.Sli
Frá 60 ára afmælishátíðinni í hátíðarsal Háskólans í seþtember. Frá vinstri: Guðmundur H. Garð-
arsson, viðskiþtafrœðingur ogfv. alþingismaður, Páll V. Daníelssonjv. forstöðumaður hjá Landssím-
anum, ogArni Vilhjálmsson, þrófessor emeritus og formaður Hollvinafélags Viðskiþta- og hagfrœði-
deildar Háskóla íslands.
73