Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 32
Könnun Gallup á lestri
íslendinga á Fijálsri verslun á
þessu ári sýnir að liðlega
þriðjungur landsmanna hefur lesið
blaðið. Könnunin var gerð á
tímabilinu 29. ágúst til 18.
september og var úrtakið 1.800
manns á aldrinum 16 til 75 ára af
landinu öllu. Svarhlutfall var um
70%.
Nýleg könnun Gallups sýnir að 35%
landsmanna, liðlega einn afhverjum
þremur, lesa Frjálsa verslun. Eins og
vœnta mátti er blaðið afar mikið lesið
af stjórnendum og sérfræðingum, en
um helmingur þeirra lesa blaðið.
Háskólamenntað fólk á aldrinum 25
til 54 ára er sterkasti lesendahópurinn
sem og hátekjufólk, en um 61% þeirra,
sem hafa 550 þúsund eða meira í
tekjur á mánuði, lesa blaðið.
35% lesa Frjálsa verslun Hefur þú
lesið eða flett tímaritinu Frjálsri
verslun einhvern tíma á þessu ári?
svöruðu 35% játandi. Blaðið á sér
heldur meiri hljómgrunn meðal
karla en kvenna, því 39% karla
kváðust hafa lesið blaðið en 31% kvenna.
Um 37 til 40% landsmanna á aldrinum 25 til 54 ára lesa blaðið
eða um tveir af hverjum fimm. Heldur færri lesa blaðið af
yngri og eldri landsmönnum.
Myndir: Geir Ólafsson
Mikil menntun Sterk fýlgni er á milli
náms og lesturs á blaðinu. Aðeins 19%
þeirra sem aðeins hafa lokið
grunnskólaprófi lesa blaðið en með
vaxandi menntun vex lesturinn þannig
að um 54% þeirra sem hafa lokið
háskólaprófi eru lesendur.
Háar tekjur Svipað er uppi á teningnum
þegar litið er til tekna. Hjá þeim sem hafa
flölskyldutekjur undir 250 þúsund eru
um 21% sem lesa Fijálsa verslun, 35%
þeirra sem hafa tekjur ffá 250 til 400
þúsund, 40% fólks með ijölskyldutekjur
frá 400 til 550 þúsund og loks 61% þeirra
sem hafa tekjur yfir 550 krónur á
mánuði.
Mikil ábyrgð Þegar kannaður er lestur meðal einstakra stétta
sést að 40% skrifstofumanna og tæplega 50% stjórnenda og
sérfræðinga lesa Frjálsa verslun. S!j
Með háar tekjur! Um 61% þeirra, sem hafa 550 þúsund eða
meira í tekjur á mánuði, lesa blaðið.
32