Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 99
Valdts Haraldsdóttir markaðsstjóri Lyjju: „ Við höfum frá upþhafi boð-
ið viðskiþtavinum okkar uþþ á ókeyþis blóðþrýstingsmœlingar. “
Valgeir Sigurðsson, sjúkraþjálfari hjá Gáska. Til að tryggja heilnœmt
vinnuumhverfi á vinnustað gerir Gáski-vinnuvernd úttekt á vinnuað-
stöðu starfsmanna, skráir niðurstöður oggerir tillögur að úrbótum.
Beinþéttnimælingar
Störfhjúkrunafrœðinga í verslunum Lyfju
bjóða upp á fjölbreytta pjónustu og einnig aukið
aðgengi jyrir viðskiptavini að heilbrigðis-
pjónustu og forvarnarstarfi.
Við veitum faglega ráðgjöf hvað snertir vörur og þjónustu
og leggjum okkur í líma við að útvega flestar þær
hjúkrunartengdar vörur sem óskað er eftir,“ segir Valdís
Haraldsdóttir markaðsstjóri Lyfju.
„Frá upphafi höfum við boðið viðskiptavinum upp á ókeypis
blóðþrýstingsmælingar og frá 9. nóvember á síðasta ári gat
almenningur fengið mælingu á beinþéttni í Lyiju Laugavegi,
Smáralind og Smáratorgi og höfum við nú mælt beinþéttni í
um 1800 einstaklingum. Notað er hæltæki sem hefur hlotið
samþykki hjá FDA, Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu.
Hluti af því gjaldi sem tekið er fyrir hverja beinþéttnimælingu
sem er kr. 950, rennur til Beinverndar í gerð bæklinga til for-
varnastarfa. Þessi þjónusta Lyfju er veitt í samvinnu við Bein-
vernd. Frá og með desember á sl. ári buðum við upp á enn
frekari þjónustu við mælingar og ráðgjöf hvað viðkemur
heilsu. Þá tókum við upp mælingar á blóðfitu og blóðsykri. Við
þessar mælingar eru notuð nákvæm tæki frá Cholestech í
Bandaríkjunum. í einni og sömu mælingu er athugað kól-
esteról (vont og gott), þríglýseríð og einnig blóðsykur. Tæki
þessu hafa verið undir ströngu gæðaeftirliti og er hér um að
ræða nákvæmar og áreiðanlegar mælingar.
Allir sem koma í þessar mælingar fá útskrift af niðurstöðum
og ráðgjöf og leiðbeiningar. Með því að auka aðgengi almenn-
ings að mælingum af þessu tagi fáum við fleiri til vitundar um
heilsufar sitt og til að leita lækninga ef með þarf.“S!i
I einni og sömu mælingu er athugað
kólesteról (vont og gott), þríglýseríð og
einnig blóðsykur.
Gáski gætir að
vinnustellingunni
Erstóllinn í lagi? Tölvuskjárinn í réttri hæð?
Líkamsbeitingin rétt?
Starf Gáska miðar að því að koma í veg fyrir hvers kyns
álagseinkenni m.a. vegna rangrar líkamsbeitingar við
vinnu en einnig að aðstoða starfsmenn við að takast á
við þau vandamál sem þegar eru komin fram. Starfsemin
byggist á þremur meginþáttum: greiningu, fræðslu og ráð-
gjöf,“ segir Valgeir Sigurðsson, sjúkraþjálfari hjá Gáska.
ÞÖrl fyrir góðan aðbúnað „Margir þættir kalla á aukna eftir-
spurn eftir þjónustu á sviði vinnuverndar og heilsueflingar
hér á landi. Meðal nýrra reglugerða Evrópusambandsins er
að atvinurekandi skuli láta fara fram sérstakt mat á starfsum-
hverfi þungaðra kvenna. Atvinnurekendur hafa einnig áttað
sig á ávinningi vinnuverndarstarfs og starfsfólk í nútíma um-
hverfi gerir kröfu um góðan aðbúnað á vinnustað. Þessu til
viðbótar má nefna að með tilkomu aukinnar tölvutækni hafa
ijölmargar starfsgreinar fengið hlutverk fyrir framan tölvu-
skjái. Því er stór hópur fólks sem er að fást við mjög líkam-
lega einhæf störf og sá hópur fer stækkandi.“
Hlutverk ráðgjafa Gáska-vinnuverndar Til að tryggja heil-
næmt vinnuumhverfi á vinnustað hefur Gáski-vinnuvernd
gert úttekt á vinnuaðstöðu, skráð niðurstöður og gert tillög-
ur að úrbótum og kynnt yfirmönnum deilda sem og yfir-
mönnum fyrirtækis. Niðurstöðurnar eru mikilvægar bæði
þegar gera á úrbætur og eins til að meta árangur þegar end-
urmat fer fram. Yinnuumhverfi hvers starfsmanns er kort-
lagt á kerfisbundinn hátt en ekki síður mikilvægur þáttur er
fræðsla til starfsmanna og leiðbeiningar um það á hvaða hátt
hann geti fengið það besta út úr sínu vinnuumhverfi. „Avinn-
ingur atvinnurekenda er fólginn í auknum afköstum starfs-
manna, fækkun veikindadaga og minni fjarveru vegna með-
ferðar í vinnutíma og aukinni starfsánægju starfsfólks.“ H3
99