Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 48
LAUNAKJÖR FORSTJÓRfl í skýrslu PriceWaterhouseCoopers er haft eftir stórum fjárfesti að einfaldasta viðmið- unin fyrir launasamninga forstjóra sé sú að ef nokkurra mínútna lestur dugi ekki til að komast til botns í samningnum þá sé ástæða til að vera tortrygginn á innihald hans. þá forsendurnar að vera fyrir samhengi launa og afkomu á samdráttartímum? Hér vantar nánast alltaf skýrar forsendur í launasamningum. Fara hagsmunir (orstjóra og hluthafa saman? Það er ýmislegt sem bendir til þess að launasamningar forstjóra séu í raun engin ávísun á framúrskarandi árangur, þó það sé annars til- gangurinn með háu tölunum. En hvað þá með að afkomutengd- ir launasamningar setji hagsmuni forstjóra og hlutahafa undir einn hatt? Afkomuþróun fyrirtækja undanfarna mánuði bendir ekki til þess. Hluthafarnir hafa misst spón úr aski sínum. Ekki forstjórarnir. Þó launasamningar forstjóra séu afkomutengdir innihalda þeir nánast alltaf ákvæði um uppbót ef afkomutölur eru nei- kvæðar. Hagstæð lán eða önnur góð tilboð fylgja með. Það eru því varnaglar í launasamningum forstjóranna, en þessara varnagla njóta hluthafarnir auðvitað ekki. Því er tæplega hægt að halda því fram að afkomutengdir launasamningar felli saman hagsmuni forstjóra og hluthafa. Ymislegt bendir reyndar til þess að afkomutengd laun hafi ýmsar hliðarverkanir, sem ekki koma hluthöfum til góða. I grein eftir Scott Klinger á www.responsiblewealth.org frá 6. april hefur hann athugað afkomuspár þeirra tíu bandarísku fyrirtækja sem hafa greitt hæstu forstjóralaunin undanfarinn áratug. Þá kemur í ljós að öll þessi fyrirtæki hafa verið með of bjartsýnar afkomuspár, beitt umdeildri bókhaldstækni og afkoman síðan verið mun verri en spáð var. Einnig er bent á að um öll þessi fyrirtæki gildi að innan þriggja ára eftir að forstjórar þeirra komust á listann yfir tíu hæstlaunuðu forstjórana gripu fyrirtækin til víðtækra upp- sagna. Niðurstaðan er því, með sárafáum undantekningum, að ofurkaup forstjóranna hafi ekki tryggt góða afkomu. I Business Week 16. apríl var skemmtileg úttekt á samhengi forstjóralauna og afkomu fyrirtækjanna, sem þeir stýrðu yfir þijú ár, 1998-2000. Niðurstaðan hnígur í sömu átt. Árslaun þeirra fimm bandarísku forstjóra, sem gáfu hluthöfum mest fyrir sinn snúð, eru á bilinu 1,1-5,5 milljónir Bandaríkjadala, samtals 13,8 milljónir dala. Þeir fimm forstjórar, sem gáfú hlut- höfum minnst fyrir sinn snúð höfðu á bilinu 113-670 milljónir dala, eða samtals um 2,2 milljarða. Þeir fimm forstjórar sem á umræddu tímabili stýrðu fyrirtækjum með bestu afkomuna fengu árslaun á bilinu 1,9-3,2 milljónir dala, samtals 10,3 millj- ónir dala. Þeir fimm er leiddu þau fyrirtæki er verst stóðu sig höfðu 5,8-670 milljónir dala í laun, samtals 1,5 milljarða dala. Þessar sláandi tölur renna því engum stoðum undir að hæstu forstjóralaunin tryggi bestu afkomuna. í bresku viðskiptalífi hefúr forstjórakaupþrýstingurinn upp á við komið frá bandarísku viðskiptalifi, þar sem forstjóralaun eru þau hæstu í heimi. Viðkvæðið í bresku viðskiptalífi hefur jafnan verið að bjóði bresk fyrirtæki ekki upp á laun í þessa átt þá missi þau besta fólkið til bandarískra fyrirtækja. Það er þó ekki úr vegi að velta fyrir sér áhrifum ofurkaups, sem ekki er í neinum takti við aðrar launagreiðslur í landinu. Slíkt kaup vekur oft sterkar tilfinningar meðal hluthafa og starfsmanna, sem getur orsakað óheppilegan þrýsting á for- stjórann og eitrað andrúmsloftið í kringum hann. Og það er enn óskemmtilegri reynsla fyrir forstjórann, ef launin verða um- ræðuefni Jjölmiðla, auk þess sem slík umijöllun svertir nafn fyrirtækisins. I leit að Súperman Launasamningur forstjóra er ekki aðeins samkomulag milli hans og stjórnar fyrirtækisins, heldur einnig skilaboð til starfsmanna, hluthafa og annarra um stöðu forstjór- ans í fyrirtækinu. Þessi skilaboð þurfa helst að falla að almennri sýn fyrirtækisins og starfsmannastefnu þess. I umljöllun í Business Week Online 9. apríl er bent á að á undanförnum áratug hafi laun forstjóra hækkað um 434 pró- sent meðan laun almennra starfsmanna hækkuðu um 34 pró- sent. „Við erum að komast á sama stig ójafnaðar og var milli undirsáta og kónga á miðöldum," er ályktað. Þetta veki upp spurningar um hvert réttlætið sé í þessum tölum og þessum gífúrlega mun. Það má álykta sem svo að með þvi að bjóða ofurlaun sé fyrir- tæki greinilega að leita að Súperman. Allir vita að Súperman kemur fljúgandi á örlagastundu, leysir vandann, en slæst ekki í hópinn. Og það er enn frekari ábending um að það sé verið að leita að Súperman þegar launasamningurinn er þannig saman settur að Súperman geti flogið í burtu heill á húfi með stuttum fýrirvara. En gerir Súperman gagn í nútíma fyrirtækjum? Súperman er ekki kunnur fyrir leiðtogahæfileika. Hann hefur vissulega einstaka hæfileika til að leysa erfið mál, en hann hefur enga sannaða kunnáttu í að reka eitt né neitt og heldur ekki í því að byggja upp góðan hóp, eða leika með öðrum í liðinu. Þegar fyrirtæki heldur því fram að það meti starfsfólk sitt mikils, leit- ist við að gera alla starfsmennina hluta af hópnum og meti frumkvæði og frumlega hugsun þá stangast það gjörsamlega á við að leita svo eftir að fá Súperman sem forstjóra. Áherslan á að fá Súperman sem forstjóra og greiða honum ofurlaun er líkleg til að draga úr góðum anda í fyrirtækinu. Það er ekki eflandi fyrir aðra starfsmenn að sjá að forstjóranum sé skotið upp í stjörnurnar launalega séð og tengist í engu kjör- Hávær óánægja hluthafa hefur víða verið viðruð þegar allar kúrvur í fyrirtækjunum vísa norður og niður nema launakúrvur forstjóranna, sem stefna stöðugt upp til stjarnanna. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.