Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 37
Hluthafafundurinn 5. október 2001 í Ránni í Keflavík
Albert B. Hjálmarsson, yfirverkefnastjóri Keflavíkurverk-
taka, Björn H. Guðbjörnsson, hjá Ráðgjöf og tækni, og
Reynir Þ. Ragnarsson, deildarstjóri hjá Keflavíkurverk-
tökum.
Einar Waldorff, verkfræðingur, Bjarni Pálsson stjórnar-
formaður, Kristinn Björnsson lögmaður og Sigurmar K.
Albertsson lögmaður. Þeir Bjarni, Kristinn og Sigurmar
voru kjörnir í stjórn félagsins á fundinum.
vélvirki, Grétar Magnús-
Arngrímsson, yfirverkfræðingur félagsins, og Valur Ket- son rafvirkjameistari, Guðrún S. Jakobsdóttir, fráfarandi
ilsson, skrifstofustjóri þess. stjórnarformaður, og Kristinn Þ. Jakobssson.
eins stöndugt og af var látið við söluna. Þau mál eru ekki frá-
gengin og gætu endað í hörðum málaferlum. Sagt er að arkitek-
inn með Bjarna að báðum yfirtökunum sé mágur hans Stefán
Hilmarsson, endurskoðandi hjá KPMG, og varamaður í stjórn í
Keflavíkurverktaka, þegar þetta er skrifað.
Stórt Ijón á veginum - 200% verktryggingar Það kann að vera
eitt stórt ljón i veginum fyrir Bjarna að taka stórfé út úr fyrirtæk-
inu. Bandaríkjamenn settu í sumar nýjar reglur sem kveða á um
200% tryggingagreiðslur sem verktakar, sem vinna núna fyrir
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, eru krafnir um. Það þýðir á
mæltu máli að leggja þarf fram
2,0 milljarða tryggingu fyrir
verk upp á 1 milljarð. Menn tína
ekki upp slíka tryggingu á
næsta götuhorni, ekki heldur
Bjarni, nema leggja fram veð í
fyrirtækjunum. Nýlega fékk
ístak t.d. stórt verk á Vellinum og þurfti að glima við þetta mál,
þrátt fyrir mikinn ijárhagslegan styrk fyrirtækisins, en Sjóvá-Al-
mennar komu að lausn þess. Því má halda fram að hinar nýju
verktryggingar verði helsti höfuðverkur Bjarna og Keflavíkur-
verktaka á næstunni - sem annarra verktaka á svæðinu. Ljóst er
að viðskiptabanki Keflavíkurverktaka, Sparisjóðurinn í Keflavík,
og tryggingafélag þeirra, VIS, þurfa að leggja höfuðið í bleyti á
næstunni vegna þessara trygginga. Sumir taka svo djúpt í árinni
að utanríkisráðuneytið hafi samið af sér í viðræðum við Banda-
ríkjamenn í vor vegna þessara verktrygginga og að þær muni
smám saman ýta íslenskum félögum út fyrir Vallargirðinguna.
Vitað er að Bandaríkjamenn hyggjast Jjárfesta fyrir um 50 millj-
ónir dollara á ári á Vellinum til 2017, eða um 5 milljarða á ári
næstu sextán árin. Það jafngildir um 80 milljörðum króna á tíma-
bilinu sem núvirt gæti verið í kringum 100 milljarða. Þannig að
það er verið að ræða um ótrúlegar tryggingaíjárhæðir á næstu
árum.
Vanmetið félag - „rétt gengi“? Þótt flestir hluthafa hafi selt
Bjarna bréfin sín á genginu 4,6 hafa þeir auðvitað allir spurt sig
að því hvort félagið væri ekki meira virði fyrst Bjarni var svona
áfjáður í að eignast það allt. Gat verið að „rétt gengi“ væri ef til
vill 6,0 eða 7,0 þannig að virði fyrirtækisins lægi á bilinu frá 1,9
milljörðum til 2,2 milljarða, en ekki í kringum 1,450 milljónir. Og
fyrst Kaupþing var tilbúið lána honum stórfé til að yfirtaka félag-
ið hlyti Kaupþing sjáift að meta stöðuna á þá leið að það væri að
lána honum út á mjög veðhæfa eign sem væri fyrir vikið mun
verðmeiri, Kaupþing þyrfti jú að hafa borð fyrir báru í lánveiting-
unum? Enn fremur hvort bréfin eigi ekki eftír að hækka í verði
Sumir þeirra segjast hafa selt honum vegna þess að þeir
treystu sér ekki til „að vera farþegar án öryggisbelta í aftur-
sætinu hjá honum þegar hann hefji æfingar sínar með félagið“.
37