Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 106

Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 106
„Mér er alveg sama hvernig veðrið er, maður bara klœðir sig í samrœmi við það. Jóhanna Marta Ólafsdóttir, Spv Eg kom frá Frakklandi fyrir tveimur árum og tók þá við þessu starfi," segir Jóhanna Marta Olafs- dóttir markaðsstjóri, í Spari- sjóði vélstjóra. „Starf mitt felst fyrst og fremst í því að kynna bankann út á við, sjá um markaðsmálin og auglýs- ingaherferðir, en það er þó einnig fólgið í sölustjórn, að kynna fyrir starfsfólkinu hvernig það eigi að selja vör- una sem bankinn býður og hvenær á að selja hvað.“ Jóhanna Marta bjó í 10 ár í Frakklandi, en hún stundaði þar háskólanám og tók masterspróf í alþjóðlegum viðskiptum. „Eg vann síðustu árin hjá stóru frönsku fyrir- tæki í Marseille, sem fram- leiddi og flutti inn vefnaðar- vöru í stórum stíl, litaði og seldi aftur. Það voru síðan stórir fataframleiðendur sem keyptu vörurnar og sáum við um að flytja þær í verk- smiðjur þeirra, sem flestar voru erlendis, eins og t.d. í Túnis, þar sem vinnuafl er mun ódýrara. Meðal við- skiptavina fyrirtækisins voru þekktir aðilar á borð við Lee Cooper og Zara. Eg var þarna sölustjóri." Öll uppvaxtarárin var Jó- hanna Marta í Hafnarfirðin- um þar sem hún er fædd. Hún hafði þó útþrá í blóðinu og fór til Frakklands í skóla og þar kynntist hún eigin- manni sínum, Jean-Michel Paoli. „Við bjuggum fyrst í stað hér á landi en ákváðum að fara út aftur og vorum þar næstu 10 árin og bjuggum í smáborg um það bil 30 km norður af Marseille. Komum svo hingað heim fyrir tveimur árum með strákana okkar tvo, sem nú eru 7 og 13 ára og kunnum vel við okkur,“ segir Jóhanna Marta. „Mér fmnst talsverður munur hér á skólunum og einnig almennt hvernig tekið er á málum varðandi börn. I Frakklandi byrjar skólinn við þriggja ára aldur og er að vísu ekki mjög alvarlegur fyrst í stað, en skóli þó. Yngri sonur minn sem var fimm ára þegar við komum heim, var tíma að venjast þessum breyttu að- stæðum og mikla frelsi, því aginn er talsverður úti og miklu meiri en hér tíðkast. Það eru auðvitað bæði kostir og gallar við báða staðina." Islensk náttúra er það sem helst vekur áhuga Jóhönnu Mörtu. Hún nýtur þess að vera úti, hvernig sem viðrar og anda að sér íslensku lofti og vera til. „Mér er alveg sama hvernig veðrið er, maður bara klæðir sig í sam- ræmi við það,“ segir hún. „Og ef veðrið er gott, fer ég út og læt annað sitja á hakanum. Það fer hvort sem er ekkert frá manni. Eg hef farið nokkuð með strákana með mér í gönguferðir en eigin- maðurinn er minna fyrir þær. Annars er ijölskyldan efst á baugi og það sem mestan tímann tekur. Börnin eru svo stuttan tlma með manni að mér finnst nauðsynlegt að eyða með þeim tíma og njóta þeirra á meðan þau hafa áhuga á því sjálf. “ Fjölskyldan hefur ferðast nokkuð um Suður-Frakkland þar sem ættingjar eigin- mannsins búa. Einnig til Spánar og nærliggjandi landa en Jóhanna segist forðast ferðamannastaði og fara til að kynna sér menningu hvers staðar fyrir sig á dýpri máta en hægt er á ferðamannastöð- um og sólarströndum. „Kannski má segja að bækur séu það áhugamálið sem ég tek næst fjölskyldu og gönguferðum, en mér þykir mjög gott að fá frið til að lesa góðar bækur,“ segir Jóhanna Marta að lokum.SH 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.