Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 72
Ágúst Einarsson þrófessor ásamt Gudmundi Ólafssyni lektor á árs-
hátíð Félags viðskipta- og hagfræðinema.
Félagsstarfhefur œtíð verið gróskumikið í deildinni. Hér er lagið tek-
ið á árshátíð Félags viðskipta- og hagfræðinema.
Atburðir í tilefni afmælisins Viðskipta- og hagfræðideildin
hefur haldið sérstaklega upp á afmælið, m.a. með hátíðarsam-
komu í hátíðarsal Háskólans og þar voru ýmsir velunnarar
deildarinnar heiðraðir. Það eru tveir á lífi af þeim sem útskrif-
uðust fyrir sextíu árum, þeir Hjálmar Finnsson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Aburðarverksmiðjunnar, og Sigurður Hafstað,
fyrrum sendiherra. Fyrsta konan sem útskrifaðist frá deildinni,
María Sigurðardóttur, var einnig heiðruð ásamt fleiri velunn-
urum deildarinnar.
Ráðstefna verður haldin 31. október um Nýja heimsmynd!
Hvert verður hlutverk okkar? Þar halda kennarar og framá-
menn í samfélaginu fyrirlestra. Síðan verður alþjóðleg ráð-
stefna 2. nóvember sem ijallar um alþjóðleg skattamál.
Alþjóðleg ráðstefna verður um áhættustjórnun í lok nóvem-
ber og þar verður hinn heimsfrægi bandaríski hagfræðingur
Joseph Stíglitz, sem nýlega fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði,
meðal ræðumanna.
í sumar voru stofnuð hollvinasamtök Viðskipta- og hag-
fræðideildar og þar er einvalalið í stjórn sem deildin væntir sér
mikils af. Það er líka stefnan að gera deildina sýnilegri í þjóðfé-
laginu þannig að það verði meira um gagnkvæm skoðanaskiptí
milli deildarinnar og samfélagsins. Ahugi á viðskipta- og hag-
fræðimenntun hefur aukist stórlega. Astæðan er sú að fólk er
meðvitað um það að í hinu nýja hagkerfi sem byggir á þekk-
ingu eru margvísleg tækifæri fyrir fólk á sviði viðskipta.
Bjartar horfur framundan Deildin telur viðskiptavini sína
vera nemendur, íslenskt atvinnulíf og hið alþjóðlega vísinda-
samfélag. Við kennum að fólk og fyrirtæki eigi að mæta kröf-
um viðskiptavinanna og það ætlum við svo sannarlega að
gera. Deildin ætlar sér að vera í fremstu röð sambærilegra
skóla erlendis og vera í forystu í kennslu, rannsóknum,
fræðslu og þjónustu í viðskiptafræði og hagfræði á íslandi.
Deildin hefur markvisst verið að færa sig yfir í hið engilsax-
neska form, það er að grunnnámi ljúki eftir þrjú ár með BA-
eða BS-gráðu og gefa síðan kost á framhaldsnámi til meist-
aranáms.
Nemendur okkar standa sig undantekningalítið mjög vel í
framhaldsnámi í allra bestu háskólum erlendis. Það er sam-
A árshátíð. FinnurIngólfsson, seðlabankastjóri ogfyrrverandi iðnaðar-
og viðskiþtaráðherra, tekinn óblíðum tökum á árshátíð viðskiþta- og
hagfræðinema.
hljóma mat kennara og háskóla erlendis að þeir hafi hlotíð góð-
an undirbúning hér. Fyrirtækjaumhverfið er orðið miklu ijöl-
breytilegra heldur en það var áður. Nú gerast hlutírnir miklu
hraðar en áður eins og allt sem viðvíkur tölvutækninni og
alþjóðavæðingunni. Það er orðin miklu meiri þekking á ijár-
málum og þeim hagrænu straumum sem leika um samfélagið.
Fartölvan gegnir mikilvægu hlutverki fyrir nútíma háskólanema
rétt eins og pennaveskin í gamla daga.
72