Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 34
Yfirtaka Bjarna Pálssonar, 29 ára viðskiptafrœðings
og bóndasonar afKjalarnesi, á Keflavíkurverktökum
virðist bæði úthugsuð og snjöll. Hann sá tækifæri sem
aðrir sáu ekki. Andstæðingar hans óttast að hann
greiði ser 900 milljónir til 1 milljarð út úrfyrirtæk-
inu á næstunni í formi arðgreiðslna. Segja má að
hann sé„að kaupa sparibauk“svo fjárhagslega sterkt
erfyrirtœkið. Eftir yfirtökutilboðið eiga hann og
Kauppingyfir 86% hlut ífyrirtækinu. 30 hluthafar
vildu ekki selja - töldu verðið ekki nægilega hátt.
Fréttaskýring eftír Jón G. Hauksson Myndir: Geir Olafsson
Honum er lýst sem mjög feimnum manni, jafnvel að hann sé
til baka, og að hann láti illa ná í sig í erli dagsins. Hann er
29 ára, fæddur 1972, viðskiptafræðingur frá Háskóla ís-
lands, bóndasonur ofan af Kjalarnesi, vann um tíma hjá Sam-
vinnusjóðnum, keypti Fóðurblönduna fyrir einu og hálfu ári og
seldi hana aftur sl. vor. Bjarni Pálsson hefur ekki verið áberandi
nafn í viðskiptalffinu. En eftír að þessi bóndasonur af Kjalarnesi,
sonur Páls Olafssonar, bónda í Brautarholti, hóf í samvinnu við
Kaupþing að kaupa hlutabréf í Keflavíkurverktökum af miklum
kraftí sl. sumar hefur nafn hans borið talsvert á góma á meðal
Jjárfesta í atvinnulífinu.
Núna er hann búinn að yfirtaka félagið. Eftir yfirtökutilboð
hans, sem gilti til 1. nóvember, á félag hans, Eisch Holding SA
í Lúxemborg, 84,9% í Keflavíkurverktökum. Kaupþing á 1,6%
þannig að saman eiga Bjarni og Kaupþing 86,5% hlut í félaginu.
Þegar Keflavíkurverktakar fóru á markað í maí sl. voru 187 hlut-
hafar í félaginu. Núna hafa 157 þeirra selt bréf sín þannig að 30
34