Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 78
Koilsa og pollíðan
Streita stjórnenda
Vorið 2000 var haldinn fundur for-
ráðamanna heilsulinda og var
streita það sem höfuðáherslan
var lögð á. Sigmar B. Hauksson sótti
þennan fund fyrir hönd Reykjavíkur-
borgar en hann er verkefnisstjóri
heilsuborgarinnar.
„Fólk hefur nýtt sér heilsulindir frá
örófi alda,“ segir Sigmar. „Tyrkir,
Grikkir og Rómveijar nýttu sér heita
vatnið til böðunar og slökunar og alls
staðar sem heilsulindir eru en þær
eru um 1.600 í Evrópu í dag. I kring-
um 1999 breyttist starfsvettvangur
heilsulinda nokkuð í flestum löndum
Evrópu, en þá hætti almannatryggingakerfið
greiða fyrir dvöl fólks á slíkum stöðum. Fram til
þess hafði það verið algengt að fólk færi til
dvalar um nokkurra vikna skeið sér til
heilsubótar."
/
Okláruð verkefni og léleg
tímastjórnun eru þekktir streituvald-
ar á meðal stjórnenda, segir Sigmar
B. Hauksson, verkefnisstjóri heilsu-
borgarinnar Reykjavík. Hann segir
að sífellt meira fé fari til heilbrigðis-
mála ogþví sé œ mikilvægara að
koma í veg fyrir að fólk veikist.
Efdr Vigdísi Stefánsdóttur
að
Gííurlegt heilsuvandamál Sigmar
segir helsta vandamálið vera það
að ekki sé hægt að mæla streitu
líkt og háþrýsting og blóðfitu og
því erfitt að gera sér grein fyr-
ir umfanginu. „Það er ekki
hægt að segja að þessi eða
hinn sé með 60% streitu
eða 80% streitu og segja
fólki hvað á að gera í
samræmi við það. Þó er
farið að vinna talsvert
með streitu og sífellt
að sjást betur hvaða
aðferðir duga til að
A Islandi þar
sem hamingjusamasta
þjóð í heimi býr, neyta um
6.000 manns róandi lyfja
daglega, yfir 14.000 þúsund
manns svefnlyfja á hverri nóttu og
um 16.000 geðdeyfðarlyfja daglega!
vinna bug á henni. Lengi fram eftir
öldinni voru menn að koma til lækna
með alls konar einkenni, höfuðverki,
bakverki og fleira og fengu þá verkja-
lyf við einkennum en ekki var ráðist
að rótunum sem var einfaldlega
streita. Þegar svo farið var að skoða
málið nánar kom í ljós að streita var
mun algengari en menn töldu og
margir hafa bent á það hversu gífur-
legt heilsuvandamál streita er orðin. I
könnunum hefur komið í ljós að um
60% af þátttakendum vinnumarkaðar-
ins þjást af streitu. I Bretlandi er einn
af hveijum 13 veikur vegna streitu og
tekur ýmis lyf til að halda henni niðri. Það hefur
einnig komið í ljós að þeir sem eru stressaðir
eru að öllu jöfiiu Ijórðungi lengur að ná sér
eftir veikindi en þeir sem eru í góðu jafn-
vægi.“
Minni streita í sveitum „Einkenni
sem orsakast af streitu geta öll
verið af ýmsum öðrum orsök-
um,“ segir Sigmar. „En í
bland við streituna og í fram-
haldi af henni eru sjúkdóm-
ar eins og síþreyta, þrálát-
ir höfuðverkir, ónæmis-
sjúkdómar af ýmsu tagi
og fleira. I sveitum ber
minna á streitu en í
borgum og kemur
það víst fáum á
óvart. Areitið er
mun minna í sveit-
SigmarB. Hauksson
er verkefnisstjóri
heilsuborgarinnar
Reykjavíkur: „Góð
máltíð sem neytt
er í góðra vina
hópi, glas afrauð-
víni og kertaljós
hefurgóð áhrifá
fólk til streitu-
lækkunar."
78