Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 44
Ólafur Már Hreinsson framkvæmdastjóri á Sjónvarpsmiðstödina með
fóður sínum, Hreini Erlendssyni. Ólafur segir að alltaf séu ný fyrir-
tæki að koma fram á raftækjasviðið.
Hinrik Hjörleifsson, verslunarstjóri Elko. „ Við héldum að við fengjum
aukna verðsamkeþþni en svo virðist ekki vera,“ segir hann.
má ekki gleyma því að þeir eru i dýrara húsnæði en við og það
getur líka haft sín áhrif,“ segir Hinrik Hjörleifsson, verslunar-
stjóri Elko.
Olafur Már Hreinsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsmið-
stöðvarinnar, segir að alltaf séu ný og ný fyrirtæki að koma inn
á þessum markaði. Þróunin undanfarin ár hefur verið í þá átt
að söluaðilum hefur fækkað og þeir hafa stækkað. Gamalgróin
fyrirtæki hafa dottið út. Hann telur að samkeppnin verði fyrst
og fremst milli raftækjaverslananna í Smáralind og nágrenni,
nú hafi til að mynda 300 fermetra raftækjaverslun Hagkaupa í
Smáralind bæst í hópinn og sú verslun muni fyrst og fremst
keppa við Euronics og Elko.
- Innflutningur á niftækjum nam um fimm milljörðum króna
árið 1999. Er endalaust hægt að selja raftaeki á Islandi?
„Nei, það er ekki endalaust hægt,“ svarar Olafur Már og bend-
ir á 10 prósenta samdrátt í innflutningstölum rnilli ára meðan 9
prósenta innflutningsaukning var í fyrra en tekur fram að veru-
leg aukning sé hjá Sjónvarpsmiðstöðinni á þessu ári. „Salan fer
mikið eftir árstímum og nú er t.d. mest sala í stafrænum tækj-
um,“ segir hann.
Guðmundur Magnason segir að raftækjamarkaðurinn hafi
verið nokkur stöðugur í gegnum árin þó að mikil sprenging
hafi orðið árið 1998 þegar Elkó kom inn. „Það er auðvitað
stöðug endurnýjun í þessum tækjum, líftími minnkar í árum
talið, t.d. í sjónvörpum og afþreyingartækjum því að þau eru
meira notuð. Það eru auðvitað alltaf einhveijar sveiflur á mark-
aðinum en ég sé ekki að neitt valdi hruni á markaðinum nema
þá efnahagsástandið almennt.“
Ný BT í Kópavogi? Viðmælendur Frjálsrar verslunar eru
sammála um að markaðurinn verði ljörugur á næstunni og bú-
ast megi við átökum því að á markaðinum eru sterkir aðilar
sem gefa sig ekki án mótspyrnu. Ekki ganga menn þó svo
langt að spá verðstríði. Fyrirtækin sérhæfa sig að einhverju
leyti á mismunandi sviðum og hafa því nokkurt olnbogarými,
þannig gerir BT t.d. meira út á afþreyingartæki í leikjum og
kvikmyndum en Elko út á mikið vöruúrval, enda stærsta versl-
unin í fermetrum talið, og reynir að bjóða lægsta verðið. Sjón-
varpsmiðstöðin býður vandaðar vörur á góðu verði og sama
gildir um Euronics, sem ætlar að höfða til ungs fólks í auglýs-
ingum sínum en stefnir ekkert endilega að því að undirbjóða
verðið á markaðinum.
I lok samtalsins við Guðmund kom fram að BT stefni að
því að reka færri en stærri verslanir. Þannig hafi BT verslan-
ir á Akureyri og í Kringlunni verið stækkaðar. Einnig standi
til að loka verslunum í Grafarvogi og í Keflavík. „Við höfum
verið að velta fyrir okkur möguleikum á 600-700 fermetra
verslun í Kópavogi en munum lesa stöðuna betur snemma á
næsta ári,“ sagði hann. 33
Þróunin hefur undanfarin ár verið í þá átt að söluaðilum hefur
fækkað og þeir hafa stækkað. Gamalgróin fyrirtæki hafa dottið út.
Ný fyrirtæki eru þó alltaf að reyna fyrir sér á þessum markaði.
44