Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 101
VÍMUMFJÖLLUN SIGMARS .
Það má eiga góða kvöldstund í skemmtilegum Fátt er ánægjulegra en að hitta góða vini og gleðjast
félagsskap án þess að það þurfi að kosta mikið. með þeim.
yndislega saman. Með þessum ostaréttum má mæla með eftir-
töldum vínum: Chateau Lafaurie-Peyraguey sem er frá
Sauternes og kostar 2.440 krónur, 1/2 flaska. Þetta er kraft-
mikið, öflugt vín, vel sætt með hunangs- og ananasbragði og
ljúfum kryddkeim. Pfaffenheim Tokay Pinot Gris á 1.660
krónur er einkar þægilegt Alsace vín með hæfilegri sýru,
góðri fyllingu og ljúfu ávaxtabragði. Ástralska Chardonnay
vínið Penfolds Koonunga Hill Chardonnay á 1.290 krónur
veldur ekki vonbrigðum. Af víninu er þægilegt eikarbragð og
bragð af suðrænum ávöxtum.
Perur og ostur passa vel saman, hins vegar mæli ég ekki
með vínberjum ef léttvín eru höfð um hönd. Geiri af vel
þroskuðum perum og Dala Yija og aðrir rjómamygluostar
eru kóngafæða. Með þessu góðgæti má hafa öflugt vín eins
og ástralska gæðavínið Wolf Blass President’s Selection
Shiraz á 1.990 krónur. Þetta er vín með mikilli fyllingu, berja-
bragði og skemmtilegu kryddbragði í átt að vanillu, svörtum
pipar og negul. Þá má mæla með Kaliforníu víninu Glen Ellen
Cabernet Sauvignon Proprietors Reserve á 1.360 krónur.
Þetta er nokkuð flókið vín, mjúkt og ávaxtaríkt. Með sumum
ostum þarf ekki neitt meðlæti annað en gott kex. Það á við
um konung ostanna, Camembert. Með þessum frábæra osti
má hafa gott Beaujolais vín, t.d. Georges Duboeuf Morgon á
1.290 krónur. Þetta er ilmríkt vín og ávaxtaríkt sem fellur
flestum vel í geð.
Hráskinka Mikið úrval er af alls konar pylsum og skinku í
Suður- og Mið-Evrópu. Því miður er úrvalið lítið af þessum
góðu matvælum hér á landi. Þó eru til nokkrar tegundir af
ágætri hráskinku í Ostabúðinni við Skólavörðustíg. Þá er
hægt að fá skinku og hráskinku í Nýkaupum í Kringlunni og
í Ostabúðinni við Bitruháls. Með góðri hráskinku sem er
reykt og þurrkað kjöt og þá yfirleitt svínakjöt, en stundum
einnig lambakjöt, þarf ekkert annað en gott brauð og smjör.
Gott vín með hráskinku er Rioja vinið Marques de Riscal Res-
erva ár 1.590 krónur. Þá má mæla með öðru spænsku vini
sem að þessu sinni er hvítvínið Torres Penedes Vina Esmer-
alda á 1.070 krónur. Þetta er hálfþurrt vín en þó með frískum,
krydduðum ávaxtakeim.
vín og súkkulaði Já, það er ekkert að því að fá sér rauðvín
með góðu súkkulaði. Það þarf þó að vera nokkuð öflugt vín
eins og franska gæðavínið M. Chapoutier Chateauneuf du
Pape la Bernadine á 2.290 krónur. Þetta er stórt vín, kryddað
með berjabragði en frískt. Með kökum og tertum sem í er
ijómi er þó betra að bjóða gott freyðivín, hálfsætt eða sætt.
Martini Asti er létt freyðivín en sætt með góðum ávaxtakeim
og ráðandi múskatbragði á 790 krónur. Spænska freyðivínið
Codorniu Semi Seco á 990 krónur er hálfsætt, frískandi með
ljúfum ávaxtakeim.
3-4 glÖS Með mat er hóflegt að áætla 3-4 glös af víni á
mann, einkum þar sem smáréttir eru á borðum. Hæfilegt er
að bjóða ekki fleiri en 2 tegundir af víni. Vínið er valið út frá
tegund matarins sem á borðum verður. S3
Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum:
Hvítvín
Chateau Lafaurie-Peyraguey 2.440 krónur
Pfaffenheim Tokay Pinot Gris 1.660 krónur
Penfolds Koonunga Hill Chardonnay 1.290 krónur
Rauðvín
Wolf Blass President's Selection Shiraz 1.810 krónur
Georges Duboeuf Morgon 1.290 krónur
Marques de Riscal Reserva 1.590 krónur
M. Chapoutier Chateauneuf du Pape la Bernardine 2.290 krónur
Freyðivín
Martini Asti 790 krónur
Codorniu Semi Seco 990 krónur
101