Frjáls verslun - 01.09.2001, Blaðsíða 57
„Það skiþtir fjölmarga aðila miklu máli að brátt fari að rofa til í rekstri Flugleiða, en það er ekki auðvelt verk að stýra fyrirtœkinu um þessar
mundir. “
Gengi hlutabréfa í Flugleiðum er þegar þetta er ritað 1,70 og samkvæmt því er
markaðsvirði 66% af eigin fé 30. júní. Ekki er ástandið skárra hjá SAS því bréf í
félaginu eru verðlögð á 64% af bókfærðu eigin fé og hafa aldrei verið lægri.
er í heiminum? Bandaríkjamenn og Evrópubúar munu forðast
að fara mikið út fyrir Evrópu og Bandaríkin á skemmtiferðalög.
Ætti Island ekki að vera með öruggari stöðum í heiminum að
ferðast til? Svarið er já. Er ekki liklegt að þessir sömu aðilar
kjósi frekar að ferðast milli Evrópu og Bandaríkjanna með litlu,
tiltölulega óþekktu flugfélagi? Svarið er líka já. En það getur
verið erfitt að fullyrða slíkt og markaðssetja þessar fullyrðingar.
Hér verður sennilega að fara veg óhefðbundinnar og óbeinnar
markaðssetningar. Flugleiðir þurfa að hugsa upp á nýtt sína
markaðsstefnu.
Sterk sjóðstaða Flugleiðir hafa undanfarin ár haft mjög sterka
sjóðstöðu og það kemur félaginu vel núna. Sennilega á félagið í
sjóðum um 2,5 milljarða þannig að það getur haldið nokkuð lengi
út þrátt fyrir tapið og erfitt rekstrarumhverfi. En það verður með
öllum ráðum að stöðva útstreymi peninga frá félaginu og þar með
frá hluthöfum þess. Fyrir nokkrum árum var rekstur Flugfélags
Islands aðskilinn frá Flugleiðum með það að markmiði að móður-
félagið hætti að greiða með þessum rekstri. Síðan þá hafa vel yfir
500 millj. kr. runnið frá móðurfélaginu til Flugfélags íslands, það
væri gott að eiga þær 500 millj. kr. í kassanum núna. Flugleiðir
eru eitt af lykilfélögum á hinum litla íslenska hlutabréfamarkaði
og margir eiga hlutabréf í félaginu. Það skiptir því miklu fyrir
markaðinn að Flugleiðir rétti úr kútnum.
Undanfarnar vikur hefur það borið á góma að hið opinbera
eigi að koma Flugleiðum til aðstoðar. Mín skoðun er sú að stjórn-
völd eigi að ganga fram fyrir skjöldu og leggja eins og 400 millj.
kr. í aukna markaðssetningu á íslandi árlega. Fiugleiðir hafa um
langt árabil borið hitann og þungann og um leið mesta kostnað-
inn af markaðssetningu Islands sem ferðamannalands og ijöl-
margir aðilar hafa notið þess ríkulega.
Uppsagnir og Stjórnun Það vakti athygli mína þegar hópi flug-
manna og flugfreyja var sagt upp störfum að þá var þeim sagt upp
sem lægstan höfðu starfsaldurinn. Eg hélt einmitt að þetta fólk
væri verðmætast fyrir félagið því búið er að tjárfesta í þjálfun þess
fyrir hundruð milljónir króna og þau nýtast félaginu lengst Af
fréttum að dæma virðist ekki hafa verið reynt að semja við fag-
félög flugmanna og flugfreyja um að þeir, sem eiga 2-3 ár í það að
komst á eftirlaunaaldur, hætti störfum. Sennilega hefði það verið
nokkuð ódýrara að greiða þessum aðilum mismuninn á
umsömdum launum og eftirlaunum þar til eftirlaunaaldri er náð.
I uppsögnunum var sáralitil fækkun á aðalskrifstofu Flug-
leiða. Þegar samdráttur verður í rekstri á yfirstjórn að ganga á
undan með góðu fordæmi og fækka hjá sér. Það skiptir fjöl-
marga aðila miklu máli að brátt fari að rofa til í rekstri Flug-
leiða, en það er ekki auðvelt verk að stýra fyrirtækinu um
þessar mundir. S!1
En felast ekki sóknartækifæri fyrir Island og þar með Flugleiðir eins ástandið er í heimin-
um? Ætti Island ekki að vera með öruggari stöðum í heiminum að ferðast til? Svarið er já.
57