Frjáls verslun - 01.02.2002, Page 87
Sérblað um Þyskaland
„Hann var loftkældur svo ekki
fraus á honum vatnið og svo
var botninn flatur þannig að
þegar snjóaði flaut hann ein-
faldlega ofan á snjónum og fór
ýmsar leiðir sem aðrir bílar
ekki komust,“ segir Sigfús í
Heklu.
Vandlega ígrunduð ákvörðun Sigfús íeitaðí
gjarnan álits manna á því sem hann ætlaði að
fara að gera og tók tillit til þess sem þeir sögðu.
„Hann talaði meðal annars við mig sem var þó
varla búinn að taka prófið,“ segir Finnbogi. „Spurði mig
hvað mér þætti um þennan bíl og hvort ég sæi
eitthvert vit í honum. Margir, sérstaklega
þeir eldri, vildu aðeins hefðbundna bíla
þar sem vélarrúmið var að framan og
stallar bæði að aftan og framan. En um
leið og farið var að nota bjölluna komu
allir kostir bílsins í ljós.“
Fyrstu bílarnir komu hingað til lands árið
1952 og kom múgur og margmenni til að skoða og fylgjast
með. Það hafði þó ekki verið auglýst eða kynnt, heldur var
fólk bara forvitið og vildi sjá hvernig þessir bílar væru eigin-
lega. Fyrstu bílana keyptu þeir sr. Oskar Jón Þorláksson dóm-
kirkjuprestur og Guðmundur prófessor Thoroddsen. Oskar
var alla tíð hrifinn af Volkswagen og keypti marga bíla eftir
þennan fyrsta. Jónas frá Hriflu átti líka bjöllu en fór heldur illa
með bílinn og það þurfti að skipta árlega um kúplingu í bíl-
unum hans. Reyndar má segja að þeir séu færri en hinir,
Islendingarnir sem ekki hafa átt eða þekkt einhvern sem
hefur átt bjöllu og ófáar sælustundirnar hafa átt sér stað í
aftursætinu á rauðum, gulum og hvítum bjöllum.
Auðveldur í Viðhaldi „Þessi bíll hentaði alveg ljómandi við
íslenskar aðstæður," segir Sigfús. „Hann fór alltaf í gang,
hvernig sem viðraði. Hann var loftkældur svo ekki fraus á
honum vatnið og svo var botninn flatur þannig að þegar
snjóaði flaut hann einfaldlega ofan á snjónum og fór ýmsar
leiðir sem aðrir bílar ekki komust. Og þó að bíllinn hafi þótt
ljótur í upphafi var hann bæði ódýr og góður í viðhaldi því það
var til hans vandað. Enda enginn annar en Porsche sjálfur
sem hannaði hann, þó illar tungur segðu að hann hefði stolið
teikningunni eða að minnsta kosti hugmyndinni frá Tékkum.
En það var gott að þjóna þessum bíl og alltaf til nóg af vara-
hlutum í hann. Pabbi sá til þess og reyndar var eitt af hans
„mottóum“ að gæta þess að eiga nóg af varahlutum og
við vorum þekktir fyrir það.
Enda sagði hann alltaf: „Hver
bifreiðategund er nákvæmlega jafn
góð og þjónustan sem á bak við hana
er,“ en þetta eru einkunnarorð
Volkswagenverksmiðj anna. “
Það er nú stíll yfir honum þessum. Bjallan átti hug og hjörtu þjóðarinnar um margra
ára skeið. Reyndar átti hún hug og hjörtu alls hins vestræna heims efþvt er að skipta.
StéttlállS bíll Þó að aðrir bílar
kúventust og brejdtust í útliti og
innræti, var Volkswagen alltaf
eins. Um hver áramót, þegar
nýjar árgerðir komu á markað,
ríkti mikil spenna innan Heklu.
„Það voru örfáir sem fengu að
vita hverjar breytingar yrðu gerðar
á bílnum," segir Sigfús. „Þetta var vandlega geymt
niðri í skúffu og þegar loks hulunni var lyft, höfðu get-
gátur manna náð hámarki. En breytingarnar voru alltaf smá-
vægilegar. Það var helst að stefnuljósin stækkuðu ögn eða
rúðuþurrkurnar breyttust smávegis, meira var það ekki.
Bíllinn var einfaldlega góður eins og hann var og þeir sem
stjórnuðu framleiðslunni voru nógu framsýnir til að leyfa
honum að vera þannig."
I heildina flutti Hekla inn 14.000 Volkswagenbíla og hefur
engin önnur bílategund komist nálægt þeirri tölu. „Verðið var
alltaf gott og það gátu allir átt Volkswagen,“ segir Finnbogi.
„Til að mynda var það þannig að í Þýskalandi gátu menn átt
Mercedes-Benz og Volkswagen, en ekki Benz og einhvern
ódýran Ford til dæmis. Það gekk ekki. Bíllinn hentaði einfald-
lega öllum, hvort sem þeir voru ríkir eða fátækir."
Skömmtunartímar Þegar farið var að flytja inn Volkswagen
var allt skammtað og bílar voru afgreiddir eftir leyfum. Þegar
hins vegar allt slíkt var gefið frjálst 1960-1961 fór skriðan af
stað og í mörg ár var ekki hægt að anna eftirspurn eftir bíl-
unum. „Pabbi fór reyndar aðrar leiðir en keppinautar okkar.
Hann tók upp á því að auglýsa bíla til sölu en það hafði verið
algerlega óþekkt fram að því,“ segir Sigfús. „Keppinautarnir
héldu að pabbi væri genginn af göflunum að vera að eyða
peningum í þetta en þetta snarvirkaði. Hann ætlaði aldrei að
skammta hlutina heldur selja þá og var í við-
skiptum af fullri alvöru.
Ef ég ætti að segja einhver lokaorð
um Volkswagenbjöllu og þennan
tíma, myndi ég hiklaust segja
það að þessi bíll hafi gert jafn-
mikið fyrir ísland og Ford T
fyrir Bandaríkin.“ 33
87