Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 9

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 9
Við höfum m.a. sérhæft okkur í sjóðum sem fylgja þróun hlutabréfavísitalna. Slíkir sjóðir hafa gefið góða langtímaávöxtun, enda standa þeir sig að jafnaði mun betur þegar harðnar á dalnum, auk þess sem kostnaður við stýringu þeirra er minni. Starfsemi Eignastýringar íslandsbanka má rekja allt aftur til ársins 1986 þegar VerSbréfamarkaður IðnaSarbankans hóf starfsemi. í ár- anna rás hafa Sigurður og samstarfsmenn hans þróað markvissar að- ferðir við eignastýringu. „Við höfum lagt áherslu á að bjóða upp á fjöl- breytta fjárfestingarkosti og ábyrga ráðgjöf. Við höfum m.a. sérhæft okkur í sjóðum sem fylgja þróun hlutabréfavísitalna. Slíkir sjóðir hafa gefið góða langtímaávöxtun, enda standa þeir sig að jafnaði mun betur þegar harðnar á dalnum, auk þess sem kostnaður við stýringu þeirra er minni. í safnastýringu fyrir lífeyrissjóði, fagfjárfesta og stærri söfn einstaklinga leggjum við höfuðáherslu á ábyrga og vandaða fjárfestinga- stefnu, og beitum skýrri aðferðafræði við rekstur safnanna sem tekur mið af fjárfestingarstefnu og markaðsaðstæðum," segir Sigurður. Vel hefur tekist til í rekstri sjóða hjá Eignastýringu íslandsbanka undanfarið ár miðað við markaðsaðstæður. Svo dæmi sé tekið hefur ávöxtun innlendra hlutabréfasjóða Eignastýringar frá 1. október 2001 til 1. október 2002 verið yfir 30%, í samanburði við 25% meðaltals- ávöxtun hlutabréfasjóða hér á landi á tímabilinu, skv. heimildum Láns- trausts hf. Jafnframt hefur skuldabréfasjóðum farnast vel að undan- förnu. Ávöxtun sjóða sem fjárfesta í erlendum hlutabréfum hefur verið lakari, þótt góður árangur hafi náðst miðað við markaðsaðstæður. Eignir í stýringu 150 99 00 01 02 okt 02 Sérsniðin Einkabankaþjónusta fyrir efnameiri uið- skiptavini íslandsbanki hefur sl. 3 ár byggt upp sérstaka fjármálaþjónustu fyrir eignamikla einstaklinga sem gengur undir nafninu Einkabankaþjónusta. Einstaklingar og fjölskyldur með umsvifamikil fjármál þurfa oft á yfir- gripsmikilli fjármálaþjónustu að halda, sem í mörgum tilfellum er sam- bærileg við fyrirtækjaþjónustu. „Viðskiptavinir okkar eru í nánum tengslum við sinn eigin sérfræð- ing innan bankans sem heldur utan um fjármál þeirra í heild í samstarfi við endurskoðendur og lögmenn. Viðskiptavinurinn er að sjálfsögðu við stjórnvölinn, en við leysum alla fjármálatengda þjónustu af hendi og veitum ráðgjöf. Því geta viðskiptavinir okkar einbeitt sér að því að taka stóru ákvarðanirnar. Ef svo ber undir köllum við svo inn rétta sérfræð- inga ítengslum við hvert verkefni, utan og innan bankans," segir Jóhann Úmarsson, forstöðumaður Einkabankaþjónustu. „Aðalsmerki okkar í Einkabankaþjónustu er einstaklingsbundin ráð- gjöf og mjög náið samstarf með okkar viðskiptavinum," heldur Jóhann áfram. „Við leggjum okkur fram við að skilja til fullnustu hve mikla áhættu sérhver viðskiptavinur er tilbúinn til að taka og að meta í því Ijósi hvaða ávöxtunarleiðir séu heppilegar fyrir hvern og einn." í samræmi við áhættumat er mótuð fjárfestingarstefna fyrir hvern viðskiptavin. „Flestir viðskiptavina okkar gera eðlilega kröfu um að fá sem besta ávöxtun og því nauðsynlegt að ávaxta fjármuni með öllum þeim leiðum sem stórt fjármálafyrirtæki eins og íslandsbanki býður upp á. Við skiljum okkar hlutverk vel og það er innbyggt í verklag okkar að aðalmarkmiðið sé að verja höfuðstólinn fyrst og fremst, en að nýta ávöxtunartækifærin þegar þau gefast," segir Jóhann að lokum. 35 ÍSLANDSBANKI EIGNASTÝRING Kirkjusandi ■ 155 Reykjavík Símanúmer 440 4900 ■ Fax: 440 4910 www.isb.is ■ isb@isb.is KYNNING

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.