Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 14
Carnegie verðlaunin hlutu
listamennirnir Troels Worsel
frá Danmörku, Lena
Cronqvist frá Svíþjóð, Tal R
frá Damörku og David
Svensson frá Svíþjóð.
Myndir: Geir Ólafsson
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
afhenti verðlaunin.
Carnegie 2002
essa dagana stenduryfir sýningin Carnegie Art Award
2002 sem er haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsi. Þetta er í fyrsta skipti sem myndlistarverðlaun
sýningarinnar eru afhent á Islandi og var það gert af Davíð
Oddssyni forsætisráðherra. Verðlaunin hlutu listamennirnir
Troels Worsel frá Danmörku, Lena Cronqvist frá Svíþjóð, Tal
R frá Danmörku og David Svensson frá Svíþjóð. H5
Haustfundur Islandsbanka var mjög vel sóttur.
Fjárfesling 2003
jármál einstaklinga voru til umræðu á haustfundi
Islandsbanka sem haldinn var á Grand hóteli 29. október
sl. Fundurinn var mjög vel sóttur og voru gestir um 350.
A fundinum var rætt um þær breytingar sem orðið hafa á ijár-
málamörkuðum að undanförnu og um þá möguleika sem hafa
skapast iýrir ijárfesta. Fyrirlesarar voru Sigurður B. Stefánsson,
framkvæmdastjóri Eignastýringar íslandsbanka, Jóhann
Omarsson, forstöðumaður Einkabankaþjónustu Islandsbanka,
og Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri ALVÍB. [ffl
Karlakórinn Fóstbræður söng í afmœlishófi Kjötbankans. Fremstur
er Guðgeir Einarsson, formaður kórsins og eigandi fyrirtœkisins.
Mynd: Geir Ólafsson
Kjötbankinn 30 ára
jötbankinn átti nýlega 20 ára afmæli og bauð í tilefni
þess viðskiptavinum, samstarfsaðilum og öðrum
góðum gestum í afmælishóf, borðað var ýmislegt góð-
gæti úr ffamleiðslu iýrirtækisins og hlýtt á söng Karlakórsins
Fóstbræðra, en Guðgeir Einarsson, formaður kórsins, er eig-
andi Kjötbankans. Þá var afhentur styrkur til krabbameins-
sjúkra barna. 33
Samstarf DHL og Danzas
Undirritun samningsins milli DHL og Danzas. Frá vinstri: Þórður
Kolbeinsson, framkvæmdastjóri DHL á Islandi, Roger Olsen, forstjóri
Danzas, David White, yfirmaður viðskiþtasviðs DHL, og Patrik Back-
man, yfirmaður viðskiþtasviðs hjá Danzas t Norður-Evróþu.
Mynd: Geir Ólafsson
□ HL Worldwide Express og Danzas AEI Inter-
continental hafa ákveðið að sameina hæfni sína í
hraðflutningum, flugfrakt og sjófrakt til að bjóða við-
skiptavinum á Islandi betri þjónustu. H3
Leiðrétting vegna 300 stærstu
yfafyrirtækið Omega Farma var því miður ekki inni á
listanum yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins sem kom
út í byijun síðasta mánaðar. Omega Farma sameinaðist
Delta í mars sl. Velta Omega Fara á síðasta ári var 1.089 millj-
ónir króna og hefði fyrirtækið raðast í 144. sæti listans. Hagn-
aður iyrir skatta var 321 milljón króna og eiginijárhlutfall 33%.
Arðsemi eiginflár var 76%. Beðist er velvirðingar á þessu. H3
Ritstj.
14