Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 25

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 25
Sverrir Sigfíísson. Sigfús R. Sigfússon. Tryggvi Jónsson. HEKLUBRÆDUR SELJfl Við ljúkum þessu svo á umtöluðustu frétt viðskiptalífsins síðustu vikurnar, en það er sala bræðranna Sigfúsar R. Sig- fússonar og Sverris Sigfússonar á 66,7% eignarhlut sínum í Heklu til Tryggva Jónssonar, forstjóra Baugs. Tryggvi er hættur hjá Baugi og sestur í stól forstjóra Heklu. Bæði Sigfús og Sverrir munu starfa áfram um sinn hjá Heklu, enda báðir með áratuga reynslu í bílasölu og sterk persónuleg tengsl við forráðamenn Mitshubishi í Japan og Volkswagen í Þýska- landi. Sigfús verður t.d. starfandi stjórnarformaður hjá Heklu. Aðdragandi sölunnar var sá að Sverrir hafði áhuga á að selja og ræddi við viðskiptabanka Heklu, Búnaðarbank- ann, um að finna kaupanda. Bankinn vissi að Tryggvi Jóns- son væri að hætta sem forstjóri Baugs og hefði áhuga á að fara sjálfur út í viðskipti. Tryggvi var löggiltur endurskoðandi Heklu áður en hann réðst til Baugs og Heklubræður treystu honum fyllilega. Ur varð samningur. Sigfús orðaði það reyndar vel í skemmtilegu sjónvarpsviðtali: „Heklan hefði ekki verið seld hverjum sem er.“ S3 7 ir af sælkera og ostakörfu ðir osta búöin Sk miðað er við að kaupandi komi með áfengi Ostdbúðin Skólavörðustíg 8, Sími. 562 2772 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.