Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 37

Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 37
Tólf sjávarútvegsfyrirtæki hafa yfir að ráða helmingi kvótans í landinu; Eimskip, Samherji, Þorbjörn-Fiskanes, Grandi, Þormóður rammi-Sæ- berg, Hraðfrystihúsið-Gunnvör, Vísir, Fiskiðjan Skagfirðingur, Vinnslustöðin, Síldarvinnslan, ísfélag Vestmannaeyja og Skinney- Þinganes. Sjávarútvegskóngarnir ráða stórum hluta þessa kvóta. 'SVJAR prósent, ísfélags Vestmannaeyja, Burðaráss, Olís, Sjóvár-Al- mennra, Skeljungs, sem líklega eiga um sjö prósent hvert, og Landsbankans, sem á um 20 prósent. Leiðir Róberts og Þorsteins hafa sem sagt skilið í sjávar- útvegi hvað svo sem síðar kann að verða og er ekki gott að segja hvaða stefnu Afl mun taka í framhaldinu eftir átökin sem áttu sér stað milli þeirra um Þormóð ramma-Sæberg og Þorbjörn-Fiskanes. Fjárfestingasjóðurinn Afl hefur það markmið að bera sem hæsta ávöxtun fyrir eigendur sína á sem skemmstum tíma og kemur því inn í fyrirtæki og fer út aftur eftir því sem hentar. Þorsteinn hefur hægt um sig meðan hann skoðar tækifærin á markaðnum, bæði innan sjávarútvegs og utan, og margir hafa haft samband við hann án þess að það sé neitt lengra komið. Afl hefur haldið óbreyttum eignarhlut sínum í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, og stoltí ísfirð- inga, Hraðfrystíhúsinu-Gunnvöru, HG, sem aftur á stóran hlut í Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði. Mikil óvissa er ríkjandi um það hvaða skref Þorsteinn mun taka í framhaldinu en þó mun Þorsteinn hafa lýst því einhvern tímann yfir að hann hafi hug á að stækka HG svo að þar er kannski lykillinn. Upprisa samvinnumanna S-hópurinn er flókin stærð sem verður sífellt meira í kastljósinu. Þarna er á ferðinni upprisa samvinnumanna, sem verður stöðugt öflugri með fyrirtækjum á borð við Samvinnutryggingar, Samvinnulífeyrissjóðinn, VIS, Vinnslustöðina, Samskip, Ker og fleiri undir sínum hattí. Þess má þó geta að um það leyti sem Fijáls verslun fór í prentun bárust þær fréttir að Olafur Olafsson, forstjóri Samskipa, væri 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.