Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 40

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 40
Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Isfélagsins í Vestmannaeyjum, telur fremur ólíklegt að til sameiningar Isfélagsins og Vinnslustöðvar- innargeti komið. Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar- Þinganess í Hornafirði. Þar er talið hugsan- legt að til sameiningargeti komið. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin hefur verið að styrkja sig og keypt Jón Erlingsson í Sandgerði og Undínu í Vestmannaeyjum. Þessi félög verða nú sameinuð inn í Vinnslu- stöðina. segja hvort af því verður. Akveðin íhaldssemi er í gangi í Eyjum. Þróunin hefur verið sú að halda kvótanum innan sam- félagsins, auk þess sem Arni hefur lýst því yfir að hann stefni að því að fara í sameiningu á sínu kvótasvæði, þ.e. á suðvestur- horninu, t.d. frá Akranesi og suður með sjó, og má velta fyrir sér hvort Þorbjörn-Fiskanes í Grindavík komi til greina. Sam- kvæmt þessari kenningu kemur til dæmis alls ekki til greina sameining við fyrirtæki á Norður- og Austurlandi. Elfar Sfyrkir Sig Sú kenning hefur verið vinsæl að til greina komi að sameina Hraðfrystihús EskiJjarðar, HRESK, og Granda en gott samstarf hefur verið milli þessara fyrirtækja. Þá gæti Elfar Aðalsteinsson, forstjóri HRESK, orðið forstjóri hins sameinaða fyrirtækis en það vantar einmitt forstjóra í Granda. Ljóst er að HRESK á framtíðina fyrir sér, ekki síst sem hluti af stærra fyrirtæki. Ymislegt mælir þó á móti þessari kenningu. Eftir að Elfar flutti austur hefur hann vakið athygli fyrir dugnað við að rétta af rekstur fyrirtækisins og þykir reka fyrirtækið vel. Til marks um það er sú ákvörðun að loka rækju- verksmiðju félagsins ífá næstu áramótum. Hann hefur sýnt metnað og stækkað fyrirtækið og styrkt sem einingu, t.d. með kaupunum á Tanga á Vopnafirði og kvóta og skipi í gegnum kaup á Hópi ehf. og Strýthóli ehf. í Grindavík en þessi félög munu falla inn í rekstur Hraðfrystihúss Eskiflarðar frá og með næsta kvótaári. Því stærra sem HRESK er sem eining þeim mun verðmætari verður félagið og eftirsóttari til sameiningar. Það þykir þó ljóst að fjölskylda Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, sem hefur mjög sterkt eignarhald í Hraðfrystihúsinu, er mót- fallin því að fyrirtækið verði brotið upp eða fari úr fjölskyld- unni, að minnsta kosti miðað við óbreytt ástand, og er því lík- legt að gripið hafi verið til einhverra ráðstafana til að hafa áhrif á þróunina. Það er því ekkert ósennilegt að sú þróun að styrkja HRESK haldi áfram enn um sinn. Sú hugmynd hefur einnig komið upp að sameina Síldar- vinnsluna í Neskaupstað og Hraðfrystihús Eskiijarðar en held- ur ólíklegt er að af því geti orðið. Austfirðingar eru þeirrar skoðunar að það efli svæðið í heild sinni að hafa þar starfandi tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki auk þess sem eignarhlutur Sam- herja í Síldarvinnslunni kemur í veg fyrir frekari áhuga Esk- firðinganna. Breytingar hjá Samherja Næststærsta útgerðarfyrirtækið á Norðurlandi, Samherji, má auðvitað ekki gleymast í umijöll- un af þessu tagi. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stýrt upp- byggingunni í Samherja nú í Jjölda ára svo að nú telst Sam- herji ein af stærstu blokkunum þremur. Samherji hefur tæp 14 prósenta kvóta innan sinna vébanda ef kvóti Samheija, Hjalteyrar, Síldarvinnslunnar, Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og SR Mjöls er lagður saman. SR Mjöls á reyndar hlut í Bergi- Hugin í Vestmannaeyjum en sá hlutur er ekki tekinn með í þessum útreikningum. Samherji telst í dag einungis vera með 9 prósenta kvóta að meðtöldum kvóta Hjalteyrar. Hraðfrysti- stöð Þórshafnar er með 0,44%, Síldarvinnslan með 2,8% og SR Mjöl 1,5%. Samherji hefur því enn möguleika til stækkunar og hafa margir trú á því að vilji Þorsteins Más liggi í áttina til frekari vaxtar. Það fer þó eftir því hvernig úr spilast með tilliti til stærðarhagkvæmni og sérhæfingar. Hugsanlegt er að Samherji haldist sjálfstæður og hin fyrirtækin verði sameinuð í eina heild en þó þykir jafnvel líklegra að Samheiji og Hrað- frystistöðin verði sameinuð og svo Síldarvinnslan og SR Mjöl. Það er þó útilokað að öll fyrirtækin verði sameinuð því að þá er Samheiji kominn upp fyrir 12 prósenta kvótaþakið nema stjórnmálamenn breyti lögunum, færi þakið ofar eða setji reglur um eignarhald í sjávarútvegsfyrirtækjum þannig að ekki sé hægt að fara í kringum lögin. Möguleikar til sameininga og blokkamyndunar eru ijölda- margir og ekki gott að segja hvað helst kemur til greina í þró- uninni á næstu vikum og mánuðum. Af 20 stærstu kvótaeig- endum stendur um þriðjungur utan blokka. Það er helst við kynslóðaskipti eða erfiðleika sem sameining kemur til greina hjá þessum fyrirtækjum auk þess sem eitthvað verður að vinnast við sameininguna, stærðarhagkvæmni að nást eða áhættudreifing og í sumum tilvikum vilja menn ná hvoru tveggja. Utgerðirnar hafa margar hverjar áhuga á að styrkja sig enn frekar. I Stykkishólmi hefur t.d. Sigurður Ágústsson verið að styrkja sig með því að kaupa danskt fyrirtæki, Mar- an Seafood, á Jótlandi auk þess sem áður hafa átt sér stað sameiningarviðræður við útgerðarfyrirtækið Þórsnes, sem vinnur skelfisk, en án árangurs. Innan fyrirtækisins er lítill áhugi á sameiningu við annað stærra utan svæðisins, menn vilja halda veiðiheimildum innan bæjarins, og ekkert knýr á 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.