Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 42
Sjávarútvegsdrottningarnar Rakel Olsen, stjórnarformaður Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi, og Guðrún Helga Lárusdóttir,
annar eigandi Stálskipa í Hafnarfirði. Hvorug þykir líkleg til að taka vel í sameiningarviðræður við stóru blokkirnar.
Þinganes er sterkt fyrirtæki með mikla breidd. Tvær ijöl-
skyldur eru einkum ráðandi í iyrirtækinu en eignaraðildin er
dreifð á marga hluta í gegnum erfðir svo að þar gæti verið
áhugi á sameiningu. Skinney-Þinganes er of lítið fyrirtæki til
að vera skráð á markað þannig að það er ekki um margt að
ræða.
íhaldssemin í Eyjum Sjávarútvegur í Vestmannaeyjum hefur
óvenjulega stöðu sem verstöð á Islandi í dag því að þar eru
margar útgerðir starfandi, þrjár stórar, Isfélag Vestmannaeyja,
Vinnslustöðin og Bergur-Huginn, og ijöldi minni útgerða og
einstaklinga, sem hafa haldið sjálfstæði sínu. Utgerðirnar eru
með ágætum blóma og reksturinn gengur ágætlega en litlu út-
gerðunum hefur fækkað jafnt og þétt með árunum og þær
horfið inn í hin fyrirtækin á staðnum. Fyrirsjáanlegt er að sú
þróun haldi áfram því að kynslóðaskipti eru óhjákvæmileg og
ekki alltaf sem börnin vilja taka við. Hvað frekari sameiningu
varðar þá eru Eyjamenn ekkert endilega á þeim buxunum að
sameina stóru fyrirtækin innbyrðis eða við stór fyrirtæki í
landi, frekar að þeir vilji bíða og sjá til án þess að hafna tilboð-
um sem koma upp á borðið. Það er þó ljóst að sumir telja sam-
einingu Isfélagsins við Þormóð ramma-Sæberg, Þorbjörn
Fiskanes eða hugsanlega bæði fyrirtækin koma til greina.
Eyjamenn hafa samtals rúm 10 prósent af aflaheimildum í
landinu, þar af hafa stóru útgerðirnar tvær, Vinnslustöðin og
ísfélagið, tæplega 60 prósent af aflaheimildum í Vestmannaeyj-
um. Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri ísfélagsins, telur fremur
ólíklegt að til sameiningar þessara fyrirtækja geti komið enda
hafi verið tvisvar sinnum farið í sameiningarviðræður, 1999 og
2000, og í bæði skiptin hafi eigendur Vinnslustöðvarinnar
bakkað út þó að fyrirtækin passi ágætlega saman, að hans
mati, og gætu náð hagræðingu og góðum árangri út frá rekstr-
arlegu sjónarmiði. „Mitt persónulega mat er að það væri góður
kostur að sameina þessi fyrirtæki út frá rekstrarlegu sjónar-
miði,“ segir hann. Bæði fyrirtækin eru með útgerð og vinnslu
í uppsjávarfiski og bolfiski og reka fiskimjölsverksmiðjur í
Vestmannaeyjum.
Hala rett úr kútnum Á ýmsu hefur gengið hjá stóru útgerðar-
fyrirtækjunum í Vestmannaeyjum, eins og víðar um landið.
Vinnslustöðin átti við verulega erfiðleika að stríða fyrir
nokkrum árum en hefur rétt úr kútnum og þykir vel rekið fyrir-
tæki í dag. Stórir hluthafar eru Ker, VIS og Samvinnulífeyrissjóð-
urinn. ísfélagið og tengdir aðilar eiga um 15 prósent í Vinnslu-
stöðinni, m.a. í gegnum eignarhaldsfélagið Kap sem félagið á
með Bergi-Hugin. Vinnslustöðin hefur verið að styrkja sig og
hefur keypt 100 prósenta hlut í Jóni Erlingssyni í Sandgerði og
Úndínu, sem hefur rekið togbátinn Björgu í Vestmannaeyjum.
Þessi félög verða nú sameinuð inn í Vinnslustöðina.
ísfélagið hefur einnig verið að styrkja sig og vaxa eftir
brunann sem fyrirtækið lenti í fyrir tveimur árum. Fyrirtækið
er einkum í eigu einnar flölskyldu, erfingja Sigurðar heitins
Einarssonar, auk þess sem Grandi á um 11,5 prósent og er
spurning hvort ísfélagið getur hugsað sér einhverja samein-
ingu. Rekstur félagsins er áhættusamur, byggir mikið á mjöl-
og lýsisframleiðslu með verðsveiflum sem því fylgir en
ákveðin sveiflujöfnun hefur átt sér stað, t.d. með því að tvö-
falda bolfiskkvótann á einu ári og taka inn frystiskipið Snorra
Sturluson.
Þegar Jjallað er um sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja hlýt-
ur sameining sölusamtakanna SH og SIF að koma upp í hug-
ann en það hefur verið Róberti Guðfinnssyni mikið áhugamál.
Telur hann að núverandi fyrirkomulag veiki sölu- og markaðs-
hagsmuni íslendinga erlendis. Ljóst er að sameining fyrirtækj-
42