Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 42
Sjávarútvegsdrottningarnar Rakel Olsen, stjórnarformaður Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi, og Guðrún Helga Lárusdóttir, annar eigandi Stálskipa í Hafnarfirði. Hvorug þykir líkleg til að taka vel í sameiningarviðræður við stóru blokkirnar. Þinganes er sterkt fyrirtæki með mikla breidd. Tvær ijöl- skyldur eru einkum ráðandi í iyrirtækinu en eignaraðildin er dreifð á marga hluta í gegnum erfðir svo að þar gæti verið áhugi á sameiningu. Skinney-Þinganes er of lítið fyrirtæki til að vera skráð á markað þannig að það er ekki um margt að ræða. íhaldssemin í Eyjum Sjávarútvegur í Vestmannaeyjum hefur óvenjulega stöðu sem verstöð á Islandi í dag því að þar eru margar útgerðir starfandi, þrjár stórar, Isfélag Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og Bergur-Huginn, og ijöldi minni útgerða og einstaklinga, sem hafa haldið sjálfstæði sínu. Utgerðirnar eru með ágætum blóma og reksturinn gengur ágætlega en litlu út- gerðunum hefur fækkað jafnt og þétt með árunum og þær horfið inn í hin fyrirtækin á staðnum. Fyrirsjáanlegt er að sú þróun haldi áfram því að kynslóðaskipti eru óhjákvæmileg og ekki alltaf sem börnin vilja taka við. Hvað frekari sameiningu varðar þá eru Eyjamenn ekkert endilega á þeim buxunum að sameina stóru fyrirtækin innbyrðis eða við stór fyrirtæki í landi, frekar að þeir vilji bíða og sjá til án þess að hafna tilboð- um sem koma upp á borðið. Það er þó ljóst að sumir telja sam- einingu Isfélagsins við Þormóð ramma-Sæberg, Þorbjörn Fiskanes eða hugsanlega bæði fyrirtækin koma til greina. Eyjamenn hafa samtals rúm 10 prósent af aflaheimildum í landinu, þar af hafa stóru útgerðirnar tvær, Vinnslustöðin og ísfélagið, tæplega 60 prósent af aflaheimildum í Vestmannaeyj- um. Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri ísfélagsins, telur fremur ólíklegt að til sameiningar þessara fyrirtækja geti komið enda hafi verið tvisvar sinnum farið í sameiningarviðræður, 1999 og 2000, og í bæði skiptin hafi eigendur Vinnslustöðvarinnar bakkað út þó að fyrirtækin passi ágætlega saman, að hans mati, og gætu náð hagræðingu og góðum árangri út frá rekstr- arlegu sjónarmiði. „Mitt persónulega mat er að það væri góður kostur að sameina þessi fyrirtæki út frá rekstrarlegu sjónar- miði,“ segir hann. Bæði fyrirtækin eru með útgerð og vinnslu í uppsjávarfiski og bolfiski og reka fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum. Hala rett úr kútnum Á ýmsu hefur gengið hjá stóru útgerðar- fyrirtækjunum í Vestmannaeyjum, eins og víðar um landið. Vinnslustöðin átti við verulega erfiðleika að stríða fyrir nokkrum árum en hefur rétt úr kútnum og þykir vel rekið fyrir- tæki í dag. Stórir hluthafar eru Ker, VIS og Samvinnulífeyrissjóð- urinn. ísfélagið og tengdir aðilar eiga um 15 prósent í Vinnslu- stöðinni, m.a. í gegnum eignarhaldsfélagið Kap sem félagið á með Bergi-Hugin. Vinnslustöðin hefur verið að styrkja sig og hefur keypt 100 prósenta hlut í Jóni Erlingssyni í Sandgerði og Úndínu, sem hefur rekið togbátinn Björgu í Vestmannaeyjum. Þessi félög verða nú sameinuð inn í Vinnslustöðina. ísfélagið hefur einnig verið að styrkja sig og vaxa eftir brunann sem fyrirtækið lenti í fyrir tveimur árum. Fyrirtækið er einkum í eigu einnar flölskyldu, erfingja Sigurðar heitins Einarssonar, auk þess sem Grandi á um 11,5 prósent og er spurning hvort ísfélagið getur hugsað sér einhverja samein- ingu. Rekstur félagsins er áhættusamur, byggir mikið á mjöl- og lýsisframleiðslu með verðsveiflum sem því fylgir en ákveðin sveiflujöfnun hefur átt sér stað, t.d. með því að tvö- falda bolfiskkvótann á einu ári og taka inn frystiskipið Snorra Sturluson. Þegar Jjallað er um sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja hlýt- ur sameining sölusamtakanna SH og SIF að koma upp í hug- ann en það hefur verið Róberti Guðfinnssyni mikið áhugamál. Telur hann að núverandi fyrirkomulag veiki sölu- og markaðs- hagsmuni íslendinga erlendis. Ljóst er að sameining fyrirtækj- 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.