Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 44
Vaki er eitt þeirra fyrirtækja sem byrjaði sem rannsóknauerkefni en hefur síðan þróast og þroskast. Núna heitir fyrirtækið Vaki-
DNG og forstjóri þess er Hermann Kristjánsson sem hér sást á mynd með Vilhjálmi Lúðuíkssyni, framkuæmdastjóra RANNÍS.
Mynd: Geir Ólafsson
Oft er spurt um hlutverk Rannsóknarráðs íslands - RANNÍS. í
lögum segir: „Að treysta stoðir íslenskrar menningar og
atvinnulífs með því að stuðla að markuissu vísindastarfi, tækni-
þróun og nýsköpun." í raun snýst þetta einfaldlega um samkeppnis-
hæfni íslands á alþjóðavettvangi, - menningarlega og efnahagslega.
„Þekkingarþjóðfélagið" er hugtakið sem menn nota nú gjarnan til að
einkenna þjóðfélög Vesturlanda. Það vísar ekki eingöngu til tölvu- og
upplýsingatækni og hátækniiðnaðar heldur til þess að djúp þekking á
öllum sviðum og uiðeigandi tækni er forsenda allrar framleiðslu, þjón-
ustu og huers kyns ákuarðanatöku hjá einkaaðilum og hinu opinbera.
Afkoma, farsæld og hagsæld þjóða er háð þuí að þekking sé byggð upp
og notuð til heilla fyrir atvinnulíf og menningu.
Viðfangsefni Rannsóknarráðs er að sjá til þess að (slendingar
44
stundi öflugar og alþjóðlega samkeppnishæfar vísindarannsóknír, nýti
takmarkað fé vel í því skyni og sameini kraftana um mikilvæg verkefni
sem treysti þjóðarhag. f þessu skyni er samkeppni um styrki, þar
sem hinir hæfustu fá, sem og stuðningur við þátttöku okkar góðu
vísindamanna í alþjóðlegu samstarfi á sviði vísinda og tækni, afar
mikilvægt tæki.
„Okkar hlutverk er afar fjölþætt þar sem við sjáum ekki aðeins um
að úthluta styrkjum heldur erum við einnig stjórnvöldum til ráðuneytis
um stefnumörkun á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar," segir
Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri RANNÍS. Aflað er upplýs-
inga um mannafla, starfsfé, viðfangsefni og árangur rannsóknarstarf-
semi í landinu jafnframt því að kynna árangur vísindastarfsins.
Alþjóðasamvinna er einnig viðamikill þáttur í starfinu.