Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 50

Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 50
Forseti Búlgaríu, Georgy Parvanov, og forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, notuðu tækifærið og ræddu aukin samskipti þjóðanna. Koma forseta Islands til Búlgaríu vakti mikla athygli og fékk ríkulega umfjöllun í búlgörskum fjölmiðlum þrjá daga í röð. bd i—þ' * * 1 Ám- j tii h* v";;i B V ' §~± f * 1 Verðir standa heiðursvörð í forsetahöllinni í höfuðborg Búlgaríu, Sofiu. Sama hversu fín verksmiðjan er... Þessir staðlar eru ekki bara um húsnæði og tæki heldur ekkert síður um mannlega þáttinn; að hafa öguð vinnubrögð. I flestum tilvikum eru fyrirtæki miklu sneggri að reisa nýja verksmiðju og kaupa tæki; að sjá um harða pakkann (hardware), en að hnýta slaufuna utan um mjúka pakk- ann (software), koma öguðum og stöðluðum vinnubrögðum á við innkaup, framleiðslu, pökkun og sölu. Með öðrum orðum; það er sama hversu fín verksmiðjan er, séu starfsmenn ekki aldir upp við öguð vinnubrögð og vinni þeir ekki eftir gæða- stöðlum þá fæst engin vottun. Gangi allt eftir hjá Balkanpharma þá fæst GMP-vottunin í apríl á næsta ári. Það eru tímamörkin sem Pharmaco-menn hafa sett sér. flð vera eða vera ekki... Pharmaco-menn lita svo á að án GMP- vottunar í verksmiðjunum í Búlgaríu sitji þeir eftir í sam- keppninni og nái ekki metnaðarfullum markmiðum sínum um stóraukna sölu á lytjum frá Búlgaríu á markaði í Austur-Evrópu, Rússlandi og Vestur-Evrópu. GMP-vottunin sé því fyrir Pharmaco spurning um að vera eða vera ekki. Þótt nýja verk- smiðjan hafi kostað 1,4 milljarða króna þá er Pharmaco þegar búið að kosta talsverðu meira til í Búlgaríu til að GMP-vottunina í apríl nk. fáist. Um áramótin verður upphæðin, sem varið hefur verið til þessara mála, komin í 3,6 mifljarða króna (40 milljónir dollara) og endar örugglega ekki undir 5,4 milljörðum króna (60 mifljónum dollara) þegar aflt verður tínt til vegna nýrra og agaðri vinnubragða og nýs húsnæðis. Þetta er mikið fé og mikil Ijárfest- ing í gæðum. Vígslan á nýju verksmiðjunni í Búlgaríu var þvr ekki bara einhver vígsla á húsnæði, hún var miklu frekar táknrænt skref um aukin gæði og framfarir í lytjaiðnaðinum í Búlgaríu. Það var því engin furða þótt biskup legði sig allan fram í blessun sinni og Kktist um tíma æstum verðbréfasala í Kauphöflinni í Wafl Street, svo oft nefndi hann Pharmaco á nafn og baðaði út hönd- um. Þegar Tafla 3 verður tekin í notkun eftír áramótin verður strax hafist handa við að endurgera Töflu 2, aðra þeirra tveggja töfluverksmiðja sem fyrir eru í Dupnitza. Hún þarf að ganga í endurnýjun lífdaga og verður væntanlega tilbúin fyrir blessun biskups seint á næsta ári. Biskup hefur gefið tóninn.SH KOMA FORSETANS; SKÝR SKIIABOÐ að var býsna sterkt hjá Pharmaco-mönnum að fá Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Islands, til að fara út til Búlgaríu og opna nýju verksmiðjuna í Dupnitza ásamt Georgy Parvanov, forseta Búlgaríu. Eftir að hafa flutt ræður klipptu þeir báðir á borðann og brutu brauð að hætti rétttrúnaðar- kirkjunnar. Koma forsetans og fylgdarliðs undirstrikaði vel fyrir Búlgörum hve Pharmaco-mönnum er mikil alvara í að byggja upp lyfjaiðnað sinn í landinu. Skilaboðin voru í raun þau að Pharmaco væri komið til að vera í Búlgaríu og að fyrir- tækið væri að setja milljarða króna í uppbyggingu og endur- 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.