Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 51

Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 51
reisn Balkanpharma, en að það væri ekki þarna til að mjólka hvern blóðdropa úr fyrirtækinu og hlaupa svo í burtu. Koma forseta íslands og viðræður hans við forseta Búlgaríu vakti auk þess mikla athygli í Búlgaríu og var skari búlgarskra frétta- manna í kringum heimsóknina og opnun verksmiðjunnar og skilaði það sér í ríkulegri umijöllun í búlgörskum ijölmiðlum þrjá daga í röð. Vélin merkt i bak 09 fyrir Forseti íslands var langt í frá einn í för til Búlgaríu. Um 180 Islendingar voru með honum í för á vegum Pharmaco og var flogið út í Boeing 747 þotu frá Atlanta - svonefndri júmbóþotu - og var eigandi Atlanta, Arngrímur Jóhannsson, í ilugstjórasætinu. Það vakti athygli allra að merki Pharmaco, Delta og Balkanpharma höfðu verið máluð á vélina. I hópnum voru m.a. hluthafar í Pharmaco, stjórn félagsins, margir lykilstarfsmenn, fréttamenn og síðast en ekki síst flöl- margir starfsmenn flármálafyrirtækja og lifeyrissjóða. Til þeirra kasta mun eflaust koma fari Pharmaco í hlutaijárútboð á næstu árum vegna frekari fjárfestinga eða kaupa á öðrum lyfjafyrir- tækjum, en það er boðuð stefria félagsins að halda áfram að vaxa hratt. Á sama hátt og skilaboðin til búlgörsku þjóðarinnar með komu forseta Islands við opnun verksmiðjunnar voru skýr, þá voru skilaboðin ekki síðri með svo Jjölmennum hópi Islendinga: Hér erum við, þetta erum við að gera, okkur er alvara! S9 RISI í KAUPHÖLL ÍSLANDS Pharmaco var stofnað árið 1956 og byrjaði sem samstarf sjö apótekara um innflutning á lyfjum. Þetta var í raun samstarf litlu apótekanna á þeim tíma þegar allt var njörvað niður í höftum og innflutningsheimildum. Núna, 46 árum síðar, er Pharmaco allt annað fyrírtæki. Það er alþjóðleg samsteypa með höfuðstöðvar á íslandi. Það er annað verðmætasta fyrir- tækið í Kauphöll Islands, markaðsvirði þess er núna um 42 milljarðar. Samanlögð velta Pharmaco og Delta verður um 300 milljónir dollara á þessu ári, eða um 25 milljarðar króna. Stefnt er að því að skrá Pharmaco í kauphöll erlendis. Ej PHARMACO ÆTLAR AÐ VAXA HRATT Pharmaco ætlar sér að vaxa hratt, eða um 15 til 20% á ári á næstu árum. Það verður gert með tvennum hætti; innri vexti núverandi starfsemi og kaupum og yfirtökum á erlend- um fyrirtækjum. Róbert Wessmann, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Delta og nú annar tveggja forstjóra Pharmaco, mun annast daglegan rekstur og er ætlað að sjá um að innri vöxtur aukist um 15 til 20% á ári á meðan Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri Pharmaco sl. 21 ár, verður á „útkikkinu" gagnvart ljárfestingum í erlendum fyrirtækjum. Sindri hefur dvalið í Búlgaríu meira og minna frá haustinu 1999 og verið forstjóri Balkanpharma frá því í október árið 2000. 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.