Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 57

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 57
Þróunarfélag Islands hf. Hagsmunir hins almenna fjárfestis Athygli vekur að lítil viðskipti eru með bréf sumra félaga í Kauphöllinni sem þýðir að seljanleikinn er lítill. Þórður segir að stjórnendur Kauphallarinnar hafi velt fyrir sér hvort bregðast ætti við því með einhveijum hætti en megin- sjónarmiðið sé það að gæta hagsmuna hins almenna ijárfestis. Þó seljanleikinn sé lítill sé ekki þar með sagt að það séu hagsmunir hins almenna ijárfestis að afskrá félagið. „Okkar markmið er að það sé eðlileg og traust verðmyndun og þá þurfa að vera viðskipti með bréfin. Þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af og teljum að þurfi að skoða,“ segir hann. Afskráningar árið 2002 Þróunarfélag íslands Þróunarfélag Islands hf. hefur sameinast Eignar- haldsfélaginu Alþýðubankanum, EFA, undir nafni Þróunarfélagsins en kenni- tölu EFA þar sem það félag hafði ijár- festingabankaleyfí. Gamla Þróunar- félagið hefur því verið skráð af markaði en sameinað fýrirtæki heldur áfram. Lítil viðskipti hafa verið með bréf í íyrir- tækinu. Delta Lyijaíyrirtækin Delta hf. í Hafii- arfirði og Pharmaco hf. í Garðabæ hafa sameinast og hefur allri starfsemi undir nafni Delta verið hætt og félagið tekið af skrá hjá Kauphöll Islands. Pharmaco hf. er hinsvegar skráð í Kauphöllinni. Húsasmiðjan Kauphöllin afskráði hlutabréf i Húsasmiðjunni hf. um miðjan september eftir kaup Múla ehf., Vogabakka ehf. og Baugs á 70 pró- sentum hlutabréfa í Húsasmiðjunni hf. í kjölfar yfirtökutilboðs eignaðist Eignar- haldsfélag Húsasmiðjunnar ehf. 94,01% hlut í félaginu. Skagstrendingur Eftir kaup á bréfum í Skagstrendingi hf. á Eimskipafélags íslands hf. 92,7 prósenta hlut og því hafa bréfin verið afskráð. Eimskipafélagið er skráð á markaði. Talenta-Hátækni íslenski hug- búnaðarsjóðurinn hf., Talenta-Hátækni og Talenta-Internet hafa sameinast undir nafni Islenska hugbúnaðar- sjóðsins. Islenski hugbúnaðarsjóður- inn hefur haldið skráningu sinni en Talenta-Hátækni hefur verið afskráð af vaxtarlista. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Hluta- bréf Utgerðarfélags Akureyringa hf. voru afskráð af aðallista eftir að yfir- tökutilboði Eimskipafélags Islands upp á 97,5 prósenta hlut hafði verið tekið. Loðnuvinnslan hf. Loðnuvinnslan og Hraðfrystihús Fáskrúðsljarðar ehf. sameinuðust í sumar undir nafni Loðnu- vinnslunnar en kennitölu Hraðfrysti- hússins. Hraðfrystihúsið var ekki á markaði en það var Loðnuvinnslan hins- vegar og þvi kom til afskráningar þess. Sameinað félag er ekki á markaði. Keflavíkurverktakar hf. Hlutabréf Kefla- víkurverktaka hf. voru afskráð af tilboðs- markaði snemma á árinu þar sem eignar- hlutur eins aðila, Eisch Holding SA sem er í eigu Bjarna Pálssonar stjórnarfor- manns, var kominn yfir 97 prósent. 33 VEBÐBRÉrAIVlflRKflÐUR AFSKRAN- Afskráningar 2001 Kaupfélag Eyfirðinga Samuinnuferðir-Landsýn Uaxtarsjóðurinn Héðinn Skinnaiðnaður Almenni hlutabréfasjóðurinn Frjálsi fjárfestingarbankinn Afskráningar 2000 Hans Petersen Básafell Fóðurblandan Sjáuarótuegssjóður íslands Samuinnusjóður íslands Hlutabréfasjóður Norðurlands Hlutabréfasjóðurinn íshaf Fjárfestingarbanki atuinnulífsins íslandsbanki Krossanes íslenskar sjáuarafurðir Jökull Félög með lítil uiðskipti Austurbakki Fiskiðjusamlag Húsauíkur Fiskmarkaður íslands Guðmundur Runólfsson Hraðfrystistöð Þórshafnar Plastprent Sláturfélag Suðurlands íslenska járnblendifélagið Stáltak Uaki-DNG Þróunarfélagið Frumherji Ath. Þessi listi er byggður á upplýsingum um fjölda viðskipta og veltu hjá Kauphöllinni. Þessi listi er ekki tæmandi. Hugsanlegt er að fleiri félög eigi heima á þessum lista. 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.