Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.09.2002, Qupperneq 69
SÉRFRÆÐINGAR SPÁ í SPILIN Spumingin til Emu Hauksdóttm, fmmkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, er þessi: Islendingar hafa fengið aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu oggera menn sér vonir um að veiðar í visindaskyni geti hafist þegar á næsta ári. Er eitthvað sem segir að hvalveiðar þurfi endilega að leggja aðra atvinnugrein, hvalaskoðun ferðamanna, í rúst? Hualuei iar og hvalaskoðun fara alls ekki saman Sú staðhæfing að íslendingar hafi fullan rétt til þess að nýta auðlindir sínar, s.s. auðlindir sjávar, með skynsamlegum og sjálfbærum hætti er sjálfsögð og eðlileg en þá komum við að þeim spurningum hvernig hag- kvæmast sé fyrir þjóðina að nýta auðlindina og hvort þess sé gætt að meiri hagsmunum sé ekki fórnað fyrir minni. En hvernig er staða þessara mála í dag? Frá því að reglubundnar hvalaskoðunarferðir hófust hér við land árið 1995, hefur vöxturinn verið gríðarlegur og tjöldi ferðamanna frá árinu 1995 vaxið úr 2.200 ferðamönnum i 63.000. Hvalaskoðun er því nú einn af mikilvægustu þáttum í afþreyingu hér á landi og Island nú þegar orðið þekkt meðal þeirra milljóna ferðamanna sem sækja í hvala- skoðunarferðir. Fjölmörg fyrirtæki og ein- staklingar byggja nú afkomu sína á hvala- skoðun. Algengasta röksemd fyrir því að heija hvalveiðar hér við land hefur verið að það verði að veiða hvalina áður en þeir hafa of nei- kvæð áhrif á fiskistofnana. Þessi röksemd fellur í góðan jarðveg hjá þeim sem ekki hafa skoðað málið ofan í kjölinn. Vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar staðhæfa að hvalir í mið-norður-Atlantshafi éti yfir 2 milljónir tonna af fiskmeti á ári og þar af töluvert af þorski. Tillögur þeirra gera ráð fyrir veiðum á 250 hrefnum og 100 langreyðum árlega. Sam- kvæmt upplýsingum „Hafró“ er hrefnu- stofhinn 58 til 70 þúsund dýr og þá getur hver maður sagt sér að þessar veiðar hafa hverf- andi áhrif á fiskistofnana. Þetla fer alls ekki saman Fullyrðingar um að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman eru settar fram án nokkurra gagna sem styðja þá fullyrðingu. Dæmi frá Noregi sýna svart á hvitu að það gangi ekki upp. í Noregi byggist hvalaskoðun á því að sýna búrhvali og háhyrn- inga en þeir eru ekki veiddir þar við land, til- raunir til að nýta hrefnur með sama hætti hafa ekki gengið upp vegna þess hve styggar þær eru vegna veiðanna. Við teljum að það sama yrði upp á teningnum hér við land ef hrefnu- veiðar yrðu heimilaðar. Þær myndu skaða hvalaskoðun með beinum hætti þar sem búast má við því að gæfustu hrefnurnar yrðu þær fyrstu til að verða skotnar og hinar sem slyppu kæmu varla til baka að ári ef þær væru skotn- ar á leið sinni á hvalaskoðunarsvæðin. Við höfum nú þegar dæmi úr Eyjafirðinum, en þar voru sjómenn síðastliðið haust að skjóta höfr- unga. Við það kom mikil styggð að þeim og þeir hurfu að lokum af hvalaskoðunarslóðinni. Þar að auki ríkir almenn andstaða við hval- veiðar á helstu markaðssvæðum Islendinga og viðurkenna þarlend stjórnvöld ekki rétt Islendinga til að hefja hvalveiðar án þess að fyrir liggi samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins þar um. Allt þetta segir okkur að hvalveiðar geta haft bein og skaðleg áhrif á hvalaskoðun auk þess sem hvalveiðar geta haft alvarleg áhrif á bæði ferðaþjónustuna í heild og útflutn- ing Islendinga ef þær verða ekki gerðar í þokkalegri sátt við hið alþjóðlega umhverfi. Samtök ferðaþjónustunnar hafa því beint þvi til stjórnvalda að hvalveiðar verði ekki hafnar, hvorki í atvinnu- eða svokölluðu vís- indaskyni, án samráðs við atvinnugreinina og var einróma tekið í sama streng á Ferðamála- ráðstefiiunni 2002. SH Fullyrðingar um að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman eru settar fram án nokkurra gagna sem styðja þá fullyrðingu. Dæmi frá Noregi sýna svart á hvítu að það gangi ekki upp. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að hvalaskoðun sé einn af mikilvægustu þáttum í afþreyingu hérlendis. „ísland er núna orðið þekkt fyrir hvalaskoð- unarferðir meðal þeirra milljóna ferðamanna sem sækja í þessar ferðir 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.