Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 72

Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 72
Við ákváðum að það væri gaman að rifja upp fortíðina í máli og myndum. Eitthvað svipað hafði raunar verið gert í Eystrasaltsríkjunum fyrir ekki löngu en þó ekki eins. Upphaflega var hugmyndin sú að taka öll árin 60 og tengja þannig í gegnum hátíðir og uppákomur sem orðið hafa, en fljótlega sáum við að það væri miklu skemmtilegra að sýna daglegt líf fólks í gegnum eigin augu þess og með það lögðum við upp. Þegar fyrirtækið varð 50 ára slógum við upp rokktónleikum sem lengi voru í minnum hafðir en nú langaði okkur til að gera eitthvað annað - öðruvísi," segir Guðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Vífilfells, um söguna á bak við auglýsingaher- ferð fyrirtækisins á 60 ára afmæli Coca-Cola hérlendis. Guðjón segir að hugmyndin hafi mótast smám saman og í Auglýsing Vífilfells á 60 ára afinæli Coca-Cola hér á landi er uppfull af gömlum 8 mm filmum úr daglegu lífi fólks. Þetta er skemmtileg hugmynd. En hvernig fóru peir að pví að grafa upp allar pessar gömlu kvikmyndir hjá fólki? Eftir Vigdisi Stefánsdóttur Mvndir: Geir Ólafsson samvinnu við auglýsingastofuna Gott fólk var ákveðið að reyna að finna gamlar kvikmyndir fólks þar sem sæjust skemmtileg tilefni, eins og barnaafmæli, fólk að eiga nota- legar stundir og þess háttar. Gekk ótrúlega vel að finna myndir „Það gekk ótrúlega vel að finna gömul myndbrot og fengum við filmur víðs vegar að. Það kom td. í ljós að starfsfólk hjá Vífilfelli, aug- lýsingastofunni og Saga film, sem framleiddi auglýsinguna, átti talsvert af gömlum 8 mm filmum. Áður en yfir lauk vorum við komnir með margra klukkustunda langt myndefni og feikinóg efni til að gera það sem okkur langaði til,“ segir Guðjón. „Við höfum svo hug á því að taka þessar filmur allar og vinna úr þeim heimildarmynd því það er heilmikil saga í þeim og gaman fyrir seinni tíma kynslóðir að eiga og sjá þessar 72

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.