Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.09.2002, Blaðsíða 76
Italía og Island Hann er sterkur strengurinn á milli Itala og Islendinga og viöskipti þjóðanna fara vaxandi. / / Italir eru vel með á nótunum um Island og / Islendinga sem jú flytja inn mat, vín, fatnað, jjármagn, byggingarefni, húsgögn, vélar og tæki, / bifreiðar og vefnaðarvörur frá Italíu. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Það hafa lengi verið sterk viðskiptatengsl á milli Italíu og íslands og þótti kominn tími til að stofna slíkt ráðsegir Guðjón Rúnarsson, formaður Ítalsk-íslenska verslunar- ráðsins. „Sendiherra Ítalíu fyrir ísland, Andrea G. Mochi Onory di Saluzzo, á hinsvegar heiðurinn af því að skrefið var stigið til fulls, með hvatningu sinni og aðstoð. Þá hefur frú Sigríður Snævarr, sendiherra Islands á Italíu, einnig verið okkur mjög innan handar í eflingu ráðsins. Stofnfundurinn í Mílanó var ein- staklega vel sóttur og raunar voru ítalirnir alveg gáttaðir á því hversu margir mættu, þeir höfðu hreint ekki átt von á því.“ Italía í 9. sæti Innflutningur á ítölskum vörum til íslands er talsverður og nam á síðasta ári (2001) 6,8 milljörðum króna. Italía var þar í 9. sæti okkar innflutningslanda, en aftur á móti var útflutningur þangað heldur minni, 2.517 milljónir króna, eða um eða um þriðjungur af innflutningi. Við flytjum einkum fisk til Ítalíu, en einnig kísiljárn og ýmsan tæknibúnað ásamt skinnum. Innflutningurinn er flöl- breyttari, þ.e. matur, vín, byggingarefni, húsgögn, vélar og tæki, bifreiðar og vefnaðarvörur. Hlutur matvara hefur aukist mjög síðustu ár í kjölfar pastamenningar og Italíubylgju. Viðskipti íslendinga við Italíu hófust þegar í upphafi síðustu aldar. Utflutningur árið 1909 og innflutn ingur árið 1914. Árið 1909 var út- flutningur okkar til Italíu um 10.000 krónur, en innflutningur- inn árið 1914 var 125.000 krónur. Ostur, silki otj leður „Eftír stofnfundinn þurftí að huga að því að gera eitthvað hér á Islandi og við ákváðum að vera með ítalskan við- skiptadag í lok febrúar á þessu ári. Þar sögðu full- trúar íslensks og ítalsks viðskiptalífs frá reynslu sinni af viðskiptum milli landanna. Fulltrúi 76 Verslunarráðs Ítalíu, Uninoncamere di Roma, hélt erindi um við- skiptalöggjöf landsins og það hvernig einstök svæði hafa náð miklum árangri með fjölda lítílla og stórra fyrirtækja sem hafa sérhæft sig í framleiðslu tiltekinnar vöru. Ágætt dæmi eru parmigiano reggiano osturinn og hráskinkan frá Parma og nágrenni, leðurvörur frá nágrannaborgunum Flórens, Prato og Pistoia, silki frá Como svæðinu og framleiðsla gleraugnaum- gjarða fyrir helstu tískuhús heimsins í Belluno norðan við Fen- eyjar. I tilefni af viðskiptadeginum var fenginn þekktur kokkur frá Toscana á Italíu til að koma tíl landsins og sjá um galakvöldverð fyrir félagsmenn á Hótel Holti um kvöldið. Til að skapa réttu stemmninguna lokkuðum við jafnframt ítalsk-íslenska tríóið Delizie Italiane til að leika hugljúfa Napólítónlist fyrir matargesti. Fyrir kvöldverðinn sáu nokkur fyrirtæki, sem eru meðal félags- manna okkar, um kynningu á ítölskum vínum. Var þetta með ein- dæmum vel heppnað og heyrði ég m.a. frá forráðamönnum á Holtinu að þessi kokkur hefði verið einn sá albesti sem þar hefur komið í eldhúsið." Davíð heiðursgeslur „í sumar fengum við svo hingað til lands þekktan ítalskan vínframleiðanda, Piero Antinori, til að vera með okkur á opnum fundi um þróun á alþjóðlegum vín- markaði. Þá var komið að Italíu aftur og í sept- ember síðastliðnum bauð ráðið til hádegis- fundar á Hotel delle Minerve í hjarta Rómar, þar sem Davíð Oddsson og frú voru heið- ursgestir." Davíð fjallaði í erindi sínu um tengsl landanna og stöðu íslands í breyttri Evrópu. Við þetta tækifæri var jafnframt undirritaður tvísköttunarsamningur milli landanna tveggja. „Það var auðvitað mikils virði fyrir okkur að forsætisráðherra skyldi þekkjast boð um að vera með okkur þarna, enda fylltum við salinn af fulltrúum ítalsks viðskipta- lífs.“ Sjálfsagt hefur það ekki farið fram hjá neinum að ítölsk áhrif í matar- gerð fara sívaxandi um allan heim. Islendingar hafa fylgt þessari þróun eftir, sem sést best á stórauknum innflutn- ingi á ítölskum matvörum, auk þess sem ítölsk hönnun hefur verið vinsæl hvort heldur er í húsgögnum, heimilistækjum eða fatnaði. Islenskir innanhússarki- Guðjón Rúnarsson, formaður Italsk-íslenska verslunarráðs- ins. „Islensk fjármálafyrirtœki hafa á síðustu árum í auknum mœli verið að fjármagna rekst- urinn með lánum í ítölskum bönkum. Mynd: Geir Olafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.