Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 79

Frjáls verslun - 01.09.2002, Síða 79
'zvöldgönguvidnopu^y-................ dkorku, Salóme og Valdis. I garðinum hjá Piu og Agostini. Frá vinstri: Salóme, Valdís, Agostini, Diddú, Melkorka og Guiseppe. „Það fer auðvitað talsvert eftir persónuleika fólks líka hvert það leitar eftir kennslu og sumum hentar einfaldlega betur að fara til Ítalíu en Þýskalands, þó hvort tveggja sé auðvitað gott. Menning- arheimarnir eru bara svo ólíkir.“ Það var árið 1987 sem Diddú lagði upp í framhaldsnám, þá með tvíburadætur sínar litlar. Hún hafði fengið kennara sem bjó í Milanó en taldi borgina ekki henta mjög vel fólki með lítil börn. „ítalir eru mjög elskir að börnum og landið allt má teljast fremur barnvænt en mér þótti samt betra að búa annars staðar ef það væri mögulegt,“ segir Diddú. „Eg var svo heppin að finna leigu- miðlun í Verona fyrir milligöngu Péturs Björnssonar konsúls og sú miðlun útvegaði okkur íbúð í Verona sem er hreint út sagt yndisleg borg. íbúðin var björt og stór og það fór ákaflega vel um okkur í henni. Það var ekki verra að rétt handan við hornið var stærsti spítali borgarinnar. Mér þótti ákveðið öryggi í því þar sem stelpurnar voru svo litlar. Það reyndist lika vel þegar þær t.d. duttu á ofna og þurftu að fara í barnaskoðun og annað sem þarf að huga að svona krílum." Það var þó greinilega einhver munur á umönnun fullorðinna og barna þvi Diddú segir að í eina skiptið sem Þorkell maðurinn hennar þurfti að leita til spítalans varð þeim ekki um sel. „Hann hafði líklega rifbeinsbrotnað og fann auðvitað tíl og leitaði til læknis,“ segir Diddú með stríðnislegu brosi. „Það var svo ekki annað en það að hann eiginlega strauk af skoðunarbekknum því þeir hugðust skera hann upp og laga þetta smábrot Að minnsta kostí taldi hann það af því hvernig þeir báru sig að og honum leist hreint ekki á blikuna og rauk í burtu eins hratt og hann gat.“ Mátulega stór borg Verona átti sérlega vel við Diddú og fjöl- skyldu hennar. Loftslagið er milt, borgin andar af sögu og fóUdð er sérstaklega vinsamlegt. „Það er merkilegt að skapferfi fóDcs í Verona virðist vera betra en í borgunum í kring. Maður finnur það svo glöggt hvað aUir eru stressaðir og pirraðir bæði í Florens og Feneyjum þegar ferðamannatíminn er í hámarki og aUt fuUt af ferðalöngum. í Verona ber ekkert á þessu og fólk almennt virðist vera í mjög góðu jafnvægi og hafa gott skap. Enda er ég óþreyt- andi í því að benda fólki á þessa fallegu borg og skemmtilegu og hvet fólk endalaust tíl að heimsækja hana. Verona er reyndar sú borgin sem kemur næst Róm hvað sögu og minjar varðar og því full ástæða tíl að skoða hana og svo er hún svo mátulega stór. Það er hægt að ganga allt sem maður þarf að fara,“ segir Diddú. „Það var þó ekki fyrr en í fyrra sem Islendingar tóku Verona Italska heimilismynstrið er frekar formfast. ítalskir karlar vilja hafa eiginkonuna heima við og þetta er ótrúlega ríkt í þeim ennþá. ábendingar mínar alvarlega og nú er farið að bjóða ferðir þangað og ég er auðvitað mjög glöð yfir því.“ Heimavinnandi eiginhonur Þegar Htil börn eru í fjölskyldu þarf að finna leið tíl að gæta þeirra á meðan foreldrarnir eru í vinnu eða skóla. „Yfirleitt er húsmóðirin heimavinnandi á Italíu en þar sem ég var í námi vorum við með „au pair“ stúlku með okkur tíl að líta eftír stelpunum því Þorkell var í námi Uka og leyfi frá störfum. Hún var mikið með þær úti við og fór oft í garðana með þær þar sem mæður með ung börn koma gjarnan að spjalla. Stelpurnar gripu því ítölskuna á lofti, en þær voru einmitt að byija að tala á þessum tíma og þær áttu því auðvelt með að læra annað tungumál. ítalska heimiUsmynstrið er frekar formfast. Italskir karlar vilja hafa eiginkonuna heima við og þetta er ótrúlega ríkt í þeim enn- þá. Ungar ítalskar konur eru þó að sUta sig frá þessu smám sam- an en afleiðingin af því er einfaldlega sú að þær giftast ekki. Þær leggja meira upp úr eigin starfsframa. Það þýðir þó ekki að þær eigi sér ekki elskhuga, því hlutí af ítalskri menningu er sá að kvæntir karlar eiga sér ástkonur. Smátt og smátt breytast gildin og það dregur úr þessu gamaldags en hlýja ijölskyldumynstri." Verðmunurinn eilífi Eitt af þvi sem Diddú er ofarlega í huga er hversu sterk vináttutengsl myndast á ItaUu. Hún segir að þau eigi mjög trausta vini frá þeima tfrna sem þau bjuggu í Verona, vini sem þau halda tryggð við. „Þessi vinátta er svo hlý og notaleg og það skiptír engu máli þó við heyrumst ekki í nokkra mánuði. Þeg- ar við hittumst eða tölum saman aftur er eins og það „gerst haf’ í gær“. Það er ómetanlegt." Verðlagið kemur auðvitað tíl umræðu þar sem tvær konur ræða saman og Diddú verður heitt í hamsi. „Það er ótrúlegur verðmunur á ítaUu og íslandi," segir hún. „Við vorum þarna fimm manna tjölskylda og okkur tókst alveg ágætlega að lifa af námslánum og smá styrk og lifa góðu lífi en hér heima myndi það aldrei ganga." Þar með látum við gott heita og förum hvor í sína áttína með hugann fuUan af hugsunum um sól, vináttu og ódýrt grænmeti. SH 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.