Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 85

Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 85
V, Á skíðum á Ítalíu Það er ævintýri líkast að fara á skíði til ítaliu segja þeir sem reynt hafa og stemmingin engu lík. Jólaferðirnar hafa yfir sér ákveðinn blæ sem ekki næst í öðrum ferðum en víst er að bæði fjöl- skyldufólk og aðrir skemmta sér vel. Örn Kjærnested er fararstjóri hjá Úrval Útsýn hefur farið margar ferðir með skiðafólk til Ítalíu. „Þessar ferðir henta fólki á öllum aldri og þó svo viðkomandi hafi enga reynslu af skíða- mensku skiptir það ekki máli,“ segir hann. „Það eru góðir skíðaskólar fyrir þá sem vilja og þurfa og eftir að hafa verið viku á skíðum eru allir orðnir nokkuð góðir og alveg örugglega komnir með skíðabakteríuna í Það er oft glatt á hjalla eftir að maður er búinn að renna sér allan daginn en þó er fólk auðvitað þreytt. „Menn skemmta sér vel og stemmingin er oft frábær, með söngi, dans og skemmtilegum uppá- komum en fólk fer eigi að síður snemma í háttinn ef það ætlar sér að halda áfram daginn eftír. Annað er einfaldlega ekki hægt þvi þetta er talsvert likamlegt álag um leið og að vera frábær skemmtun.“ Örn segist eiga sér uppáhaldsskíðastað á ítaliu. „Það er Madonna," segir hann. „Þar er líka uppáhaldsmatsölustaðurinn minn. Sá heitir Hermetas og er „biohotel", þ.e. þar eru engin kemisk efiii notuð og allt mjög vistvænt Ég borða nú samt oftast á LeRoy sem er pizzastaður og uppáhalds- pizzan er gorgonzola með ruccolakáli. Annars úir og grúir af matsölustöðum og kaffihúsum, hvort heldur sem er í ijöllunum eða bæjunum og enginn skortur á mat. í Madonnu er svo uppáhaldsbrekkan mín, Tombabrekkan en hún er frekar stutt brekka en brött. Ef menn ná ekki að stoppa á réttum stað enda þeir á húsi sem er neðst í henni og það ekki gott.“ f r Ferbaskrifstofa Islands, Urval Útsýn, býður frábærar skíðaferð- / ir til Italíu þar sem stemmning- in er engu lík. Einn kunnasti staðurinn er Madonna. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur. Alpastemmingin er allsráðandi í litlu þorpunum og fyrir þá sem koma í fyrsta sinn er þetta mikil upplifun. „Við bjojum fyrsta daginn á því að skiða yfir svæðið og sýna fólki hvar gott er að renna sér,“ segir Örn. “ Þannig kynnist fólk aðstæðum og svolítið hveiju öðru um leið. Hóparnir eru misstórir og ég man eftír einum 60 manna hópi sem var mjög skemmtilegur. I honum var meðal annars organistí, Reynir að nafni. Það kom auðvitað fyrir að fólk þurftí að bíða nokkuð þar sem hópurinn var stór og Reynir hélt þá uppi stemm- ingu með þvi að stjórna íjöldasöng sem mæltist vel fyrir bæði hjá þeim sem í hópnum voru og öðrum í brekkunni.“ Þó tjölskyldan sé ekki saman allan daginn, geta börnin og foreldrarnir verið í skíðakennslu á sama tima en í sitt hvorum hópnum. Ferðir eru yfirleitt skipulagðar þannig að börn eldri en 8 ára geta auðveldlega farið með. I ferð- unum er farið út að borða og umhverfið skoðað. Við förum í skipulagðar ferðir til nágrannaþorpa í þessum ferðum myndast oft mjög góð stemmning og þær eru sniðnar fyrir alla þvi hægt er að velja um mismunandi brekkur bláar, rauðar eða svarta allt eftír getu hvers og eins þær enda svo allar á sama stað. I þessum ferðum reynum við að leiðbeina þeim sem eru ekki komnir með fullt vald á skíðamennskunni eða þjást af lofthræðslu. Ekki má gleyma Islandsvininum á hótel Montana, Finnanum Kari og konuninni hans Söndru, sem er ítölsk, en hjá þeim hittumst við alltaf í lok fyrsta dagsins í Lappatjaldi við varðeld og fáum okkur heitt rauðvin eða kók, þá er oft tekinn upp gítarinn og þegar menn eins og Eyvi og félagar eru með í för þá upplifir maður gömlu Kerlingartjallastemning- una. Einnig er hægt að fara á hundasleða. Q3 Örn Kjœrnested erfararstjóri hjá Ferbaskrifstofu ferðir meb skíðafólk til Italíu. 85

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.