Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 88

Frjáls verslun - 01.09.2002, Page 88
Viva Italía Piero Antinori markgreifi kom til Islands í sumar og frœddi okkur um þróun og stöðu ítalskrar vínframleiðslu. ;>M|M Skemmtilegasta vínland heimsins í dag er / / Italía. Mörg áhugaverðustu vínin frá Italíu eru héraðsvínin sem eru sérstaklega merkt I.G.T. en pessi flokkur er í raun svipaður flokkur og Vin de Pays í Frakklandi. Effir Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Skemmtilegasta vínland heimsins í dag er Italía. A Italiu sam- einast margir þættir sem gera landið að spennandi áfanga- stað sælkera og unnenda góðra vína, merkilegrar sögu og menningar. Nokkur af áhugaverðustu vínum seinustu ára koma frá Italíu, einkum frá héruðunum Toscana og Pedmont Ítalía hefur verið eitt ríki frá árinu 1870. Aður var Italía samansafn lítilla ríkja sem hvert um sig hafði sín séreinkenni. 88 Þessara séreinkenna gætir enn í dag og þá ekki síst hvað varðar mat og vín. Mörg áhugaverðustu vínin frá Italíu eru héraðsvínin sem eru sérstaklega merkt I.G.T. eða Indiacazione Geografica Tipica, en þessi flokkur er í raun svipaður flokkur og Vin de Pays í Frakklandi. Helstu vínfram- leiðsluhéruð Italíu í dag eru Pietmont, áhugaverðustu vínin þaðan koma frá framleiðandanum Angelio Gaja. Þá má nefna héruðin Veneto, Toscana og þar er það Antinori ijölskyldan sem ber höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur. Forstjóri fyrirtækisins er Piero Antinori markgreifi. Þá koma spenn- andi vín frá Puglia, Fiuli og Sikiley. 400 ára liefð Italir eru með mestu vínframleiðendum heimsins en framleiðendurnir eru um 1 milljón. Eins og gefur að skilja eru gæðin misjöfn enda flestir framleið- endurnir lítil íjölskyldufyrirtæki. Vín er hins vegar nauðsynja- vara á Italíu. Vín eru framleidd alls staðar í landinu og tegund-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.