Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 98

Frjáls verslun - 01.09.2002, Side 98
Hildur Hörn Daðadóttir, viðskiptastjóri hjá Karli K. Karlssyni: „Sambýlismaður minn hefurverið ötull við að fá mig með sér í stangveiði víðs vegar um landið og er það fullkomin ajslöþþun eftir langar göngur sumarsins. “ «W~ - — FÓLK klukkustunda fjarlægð. Einnig er mikið af nátt- úruperlum í nágrenni Las Vegas eins og Red Rock og Valley of Fire. Hinsvegar var ekki hægt að stunda langar göngur á þessu svæði vegna gífurlegs hita og hættu á villtum dýrum eins og úlfum, íjallaljónum, snákum og hættulegum skordýrum. Oðru máli gegnir hér á landi þar sem maður berst stöðugt við veðurguðina en nýtur fulls öryggis í óbyggðum, hvort heldur eru Lónsöræfi eða Hornstrandir þar sem villtir refir narta í matar- birgðir manns í versta falli. Sambýlismaður minn hefur verið ötull við að fá mig með sér í stangveiði víðs vegar um Hildur hjá Karli K. Karlssyni Efdr Vigdísi Stefánsdóttur JT Eg hóf störf hjá Karli K. Karlssyni hf. í október 1996 og hef því starfað hjá fýrirtækinu í 6 ár,“ segir Hildur Hörn Daðadóttir, við- skiptastjóri hjá Karli K Karls- syni. „Starfið er að mörgu leyti svipað enn, en um- hverfið og iyrirtækið sjálft hafa tekið talsverðum stakka- skiptum á þessum árum. Eg er viðskiptastjóri yfir áfengi og sé um léttvínsdeild fyrirtækisins. Eg hef komið að flestum áfengisvörumerkj- um fýrirtækisins en með árunum hef ég einbeitt mér að léttum vínum. Starf mitt sem viðskiptastjóri felur í sér mótun stefnu markaðsmála auk yfirumsjónar með vöru- merkjum og vöruúrvali. Eg hef mikil samskipti við erlenda birgja og jafnframt þarf ég að fylgjast grannt með neyslumynstri léttra vína á erlendum mörkuðum. Breytingar á neyslu er ævin- týralega örar og því nauðsyn- legt að fylgjast vel með þeim stefnum sem ráðandi eru hverju sinni. Sama má segja um matargerðarlist, hver breyting á þeim markaði kallar á viðbrögð frá vínmark- aðinum, því að samspil víns og matar verður ætíð að vera í jafnvægi. Island er stöðugt að færast nær og nær því fjöl- þjóðasamfélagi sem við áður kynntumst aðeins í erlendum stórborgum, neytendur gera kröfur um aukið vöruúrval, hvort heldur sem um er að ræða matvöru eða vín. Áhugi almennings á léttu víni er stöðugt að aukast og fólk opnara fýrir nýjungum." Karl K Karlsson hf. flutti vorið 1998 í sérhannað hús- næði að Skútuvogi 5. Ári síðar var ÁTVR gert skylt að fá verðtilboð í vörur sínar miðað við afhendingu í vöruhús þeirra og þar með hætta eigin innflutningi. Á þeim tíma hafði Karl K. Karlsson stækkað verulega - en við þessa breyt- ingu hjá ÁTVR var ákveðið að stækka húsnæðið enn frekar svo hægt væri að mæta þörfum ÁTVR. Samfara þeim breytingum jókst starfs- mannafjöldinn úr 18 í 50 og umsvif fýrirtækisins jukust í samræmi við það. „Nýja húsnæðið og breytt lagaumhverfi opnaði fýrir okkur nýja möguleika og sóknarfæri, - við höfðum nú möguleika á að bjóða við- skiptavinum okkar heildar- lausn í mat og víni.“ Auk starfa sinna hjá Karli K. Karlssyni situr Hildur í stjórn áfengishóps Félags íslenskra stórkaupmanna þar sem málefni með verslun áfengis eru rædd eins og sam- skipti við ÁTVR, reglugerðir, einstök frumvörp og lög. „Eftir útskrift af náttúru- fræðibraut Kvennaskólans í Reykjavík hélt ég til Kaup- mannahafnar og starfaði þar í eitt ár en hóf síðan nám í hót- elstjórnun við University of Nevada, Las Vegas, og lauk þar BS-gráðu í þeim fræð- um,“ segir Hildur. „Dvölin í Las Vegas var frábær á marg- an hátt, þar naut ég áhuga- mála minna í ríkum mæli enda svæðið stórt og fjöl- breytt. Það var einungis klukkustunda akstur til Mount Charleston sem bauð uppá ágætt skíðasvæði auk þess sem frábær skíðasvæði í Utah voru einungis í nokkra landið og er það fullkomin afslöppun eftir langar göngur sumarsins. í dag stunda ég MBA-nám í Global e-management við Háskólann í Reykjavík og útskrifast þaðan næsta vor. Námið er í samvinnu við eina fremstu háskóla Evrópu og Bandaríkjanna og njótum við góðs af þvi þar sem kennarar námsins koma alls staðar að og eru sérfræðingar í sínum fögum. Þá er líka nauðsynlegt að hafa alþjóðleg sjónarmið og viðmið í því viðskiptaumhverfi sem skapast hefur í dag. Eg er í alþjóðlegri hópavinnu og hefur það verið ævintýri líkast, það að aðlaga sig mismunandi vinnuaðferðum og menningu, sem og að leysa úr örðug- leikum sem upp kunna að koma þar sem hópmeðlimir eru dreifðir um allar jarðir, - viðsljarri hver öðrum.“ Sambýlismaður Hildar Harnar er Þorvar Hafsteins- son margmiðlunarhönnuður en hann rekur fýrirtækið Birt- ingaholt, sem sérhæfir sig í hönnun og uppsetningu á prentmiðlum, vefsíðum og margmiðlun. [ffl 98

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.