Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Síða 6

Frjáls verslun - 01.10.2002, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN Kynjakvótar á stjórnir fyrirtækja I blaðaviðtali var nýlega haft eftir varaforsæt- isráðherra Svía, sem heitir Margareta Win- berg, að sænska ríkisstjórnin hygðist setja kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja verði ekki ijórði hver stjórnarmaður kona fyrir árið 2004. Winberg hafði á orði að fyrirtæki yrðu að standa við orð sín um að setja konur í leiðtoga- hlutverk. Sex prósent þeirra sem eiga sæti í stjórnum fyrirtækja, sem skráð eru í sænsku kauphöllinni, eru konur. A sama tíma og Win- berg lét þessi orð falla um kynjakvótann og reiði sænskra kvenna yfir því hve fáar þeirra væru í stjórnum fyrirtækja urðu fjörugar umræður í íslenskum ijölmiðlum um rýran hlut kvenna í efstu sætum prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og var rætt um að prófkjör flokksins hefði verið skref aftur á bak í jafnrétt- ismálum. Um 35% þingmanna á Alþingi íslendinga eru konur og þrír ráðherrar af tólf eru konur - eða íjórðungur ráðherra. Ef horft er á íslenskt viðskiptalíf kemur í ljós að aðeins ein kona er forstjóri í einu af hundrað stærstu fyrirtækjum lands- ins og er það fækkun frá því sem var fyrir nokkrum árum. Þá sitja sárafáar konur í stjórnum stórra íslenskra fyrirtækja. Hins vegar sýnist sem konum sé að íjölga á meðal millistjórn- enda, sérstaklega eru þær að verða áberandi sem starfs- manna-, markaðs- og fræðslustjórar í fyrirtækjum. Þá hefur verið upplýst að konur séu í meirihluta þeirra sem stunda nám í viðskiptafræðum á Islandi. Varla þarf að minnast á ára- tuga langa umræðu um launamun kynjanna; þ.e. að konur hafi lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu. Kvennapúlitík Ú Villigötum En hvernig stendur á því að færri konur eru í leiðtogahlutverki í stærstu fyrirtækjum landsins en áður? Hefur ekkert áunnist frá kvennafrídeginum haustið 1975 sem vakti athygli um allan heim og varð síðar rótin að því að stofnaður var sérstakur stjórnmálaflokkur - Kvennalistinn - utan um jafnréttisbaráttuna? Einhvern veginn finnst manni margt hafa áunnist en dugir nokkuð að halda því fram - tala ekki tölurnar sínu máli? Ekki verður hjá því komist að spyija sig að því hvort kvennapólitík og umræða um jafnréttismál sé á villigötum bæði hér á landi og erlendis - en orð frú Winbergs, varaforsætisráðherra Svía, um sérstakan kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja benda einmitt til þess. Eignarrétturinn er grund- vallaratriði í kapítalísku þjóðfélagi og undir- staða frelsi einstaklinga til athafna. Hlut- hafar í almenningshlutafélögum hafa völd í samræmi við eign sína. Það er brýnt að rétturinn - sem fylgir eign - sé ekki af mönnum tekinn! I samræmi við eignarrétt- inn er óeðlilegt ef völd og réttur verða meiri í hlutafélagi en ræðst af eign viðkomandi í félaginu. Það lítur afar einkenni- lega út ef eiganda fyrirtækis er skipað samkvæmt lögum að setja einhvern í stjórn fyrirtækisins sem hann vill ekki hafa, hvort sem það er karl eða kona. Hluthafar, en þeir eru bæði konur og karlar, kjósa sér stjórnir fyrirtækja á hluthafa- fundum. Stjórnmálaflokkar, en í þeim eru bæði konur og karlar, stilla upp listum, m.a. með prófkjörum þar sem leik- reglur eru ákveðnar fyrirfram. Burt með gamlar tuggur Afar mikilvægt er í jafnréttisbarátt- unni að henda út klisjum og tuggum um „karlaheim“ og „kvennaheim“ og einbeita sér þess í stað að því að horfa á fólk sem manneskjur; einstaklinga. Það er munur á körlum og körlum til ákveðinna starfa, konum og konum, manneskjum og manneskjum. Langlíklegast til árangurs í baráttu beggja kynja - einstaklinga - fyrir hærri launum og auknum tækifærum til stjórnunarstarfa er aukin menntun, ræktun hæfileika, öflun sérþekkingar, setning markmiða, aukinn sjálfsagi, aukinn eldmóður og krafa við makann um aukið rými heimafyrir tíl að takast á við kreijandi verkefni í starfi og leik. Allra síst er rétta leiðin að setja lög á Alþingi um einhveija lögbundna kynjaskipt- ingu á störf fólks. Vilji og metnaður hvers og eins er meira virði en orð og lög reiðra stjórnmálamanna. Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrtmur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir LJÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrimur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. V heimur RtTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: ív@heimur.is ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700,-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Gutenberghf. LTTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.