Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 21
A námsárum Ágústar Valfells var verið að sviþta hulunni afkjarnorku-
rannsóknum og ákvað hann að fara inn á þá braut. Hann starfaði
síðan m.a. sem prófessor og stundaði rannsóknir í Bandaríkjunum á
sjöunda og áttunda áratugnum.
„Það hefur verið ógœfa þessa lands í gegnum árin að stjórnmálamenn
hafa haft ofmikil afskipti af atvinnulífinu. I kringum það hefur verið
alls konarsþilling ogþví miður eimir enn eftir afhenni, “segir Sveinn.
„Mér fannst vera kominn tími til að breyta til svo að ég ákvað að hætta og
auglýsti eftir nýjum forstjóra. Við réðum ágætan mann sem heitir Sigurður
Sigurðarson. Þegar það spurðist út þá fóru menn að spyrjast fyrir um það hvort
við vildum selja. Þar sem við sáum fram á það að ekkert okkar barna myndi
taka við fyrirtækinu tókum við þessa ákvörðun,“ segir Sveinn.
hafnalífi. Sveinn Valfells eldri byggði upp og tók þátt í að
stofna ijöldamörg iðnfyrirtæki, ekki síst á kreppuárunum
þegar töluverður iðnaður fór að skapast og innflutningshöft,
gjaldeyrisskortur og fleira varð til þess að Islendingar fóru að
framleiða sjálfir ýmsar vörur. Hann stofnaði Vinnufatagerð Is-
lands árið 1932 og hóf framleiðslu á vinnu- og skjólfatnaði að
bandarískri fyrirmynd. Slík framleiðsla var ekki algeng í Evr-
ópu á þessum tíma. „Hugmyndin um sérstaka vinnufatagerð
kom frá Ameríku. Levi Strauss var sá fyrsti sem sá að það var
gull í fleiru en gullgreftri í gullæðinu í Kaliforníu á 19. öld.
Hann fór að framleiða sérstakan fatnað fyrir gullgrafara og
því komust vinnuföt og vinnubuxur, sem í dag eru kallaðar
gallabuxur, í almenna notkun i Ameríku löngu áður en þessi
föt komust í notkun í Evrópu," segir Agúst.
Vinnufatagerðin framleiddi líka fyrsta verksmiðjufram-
leidda skjólfatnað íslendinga, vinnuúlpuna, sem var í sama
stíl og hermannaúlpurnar, með hettu og loðfóðruð að innan
með íslenskri gæru. Þessa úlpu kunnu landsmenn vel að
meta. „Það kom fyrir að það barst bréf um að úlpan hefði
bjargað lífi fólks,“ rifja bræðurnir upp. Ulpan komst svo aftur
í tísku á hippaárunum og hún lifir enn í gervi rónanna Örvars
og Boga, sem Randver og Örn leika svo skemmtilega í
Spaugstofunni. Islensk vinnufatagerð átti þó ekki eintóma
sældardaga. Með árunum breyttist fataiðnaðurinn og gervi-
efni komu á markað. Með inngöngunni í EFTA breyttust líka
aðstæðurnar. íslenskur iðnaður hafði dafnað í skjóli innflutn-
ingstakmarkana og tolla og þegar tollaverndin féll niður lögð-
ust af ýmis fýrirtæki. Valfells-fjölskyldan seldi Vinnufatagerð-
ina, sem sameinaðist Max og hún sameinaðist síðan Sjó-
klæðagerðinni. Fatasaumur lagðist að mestu af á Islandi um
og upp úr 1980.
Iðnaðarhverfið varð verslunarhverfi Sveinn eldri kom víða
við í atvinnu- og athafnalífi. Hann átti þátt í stofnun Orku,
óbeinan þátt í starfsemi Loftleiða og beina aðild að samein-
ingu Flugfélags íslands og Loftleiða í Flugleiðir. Hann var
einn af stofnendum Iðnaðarbankans og sat í bankaráði en
Sveinn sonur hans átti síðan þátt í því að sameina Iðnaðar-
bankann öðrum bönkum í Islandsbanka. Sveinn eldri var
einn af þeim sem áttu frumkvæði að stofnun Iðngarða í Skeif-
unni, þar sem ýmis þekkt fyrirtæki höfðu fest sér húsnæði,
t.d. Vinnufatagerðin, Völundur og Dúkur. Iðngarðar áttu að
21