Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 22

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 22
FORSÍÐUVIÐTAL AGÚST OG SVEINN VflLFELLS verða iðnaðarhverfi en vöxturinn í Reykjavík var svo hraður og breytingarnar svo miklar að borgin óx utan um hverfið áður en iðnaðurinn náði að hasla sér völl og verslanir lögðu húsin undir sig. Samkvæmt útreikningum Agústar hafa þau fyrirtæki, sem Sveinn eldri hafði frumkvæði að eða átti dijúg- an þátt í að stofna, veitt 7.000 mannár af atvinnu meðan hann lifði. Eitt mannár er einn starfsmaður í fullu starfi í eitt ár þannig að þessi fyrirtæki hafa veitt Islendingum atvinnu svo að þúsundum skiptir. Bræðurnir Sveinn og Ágúst komu smám saman inn í rekst- ur föður síns. Sveinn, sem er byggingaverkfræðingur, var ráð- inn framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar árið 1967, fór til MBA-náms í Bandaríkjunum í tvö ár, og tók svo aftur við Steypustöðinni og hefur verið þar síðan. Þegar Sveinn faðir þeirra lést árið 1980 var Ágúst, sem hafði verið prófessor í kjarnorkuverkfræði í Bandaríkjunum, í rannsóknarleyfi á Is- landi og ákvað hann að flytjast alkominn til landsins. Sveinn starfaði áfram við Steypustöðina en Ágúst tók við fasteigna- rekstri þeirra systkina. Systirin Sigríður, sem einnig hafði ver- ið prófessor í Bandaríkjunum, hafði lent skömmu áður í bílslysi og lamast. Hún lést fyrir fjórum árum. Ógæfa þessa lands Landslagið er mjög breytt frá því sem áður var og Valfells-fjölskyldan hefur t.d. alveg dregið sig út úr sjávarútgerð. Sveinn eldri var mikill áhugamaður um út- gerð og átti hlut í bæði frystihúsi á Hellissandi og Hraðfrysti- húsi Tálknaljarðar. Það síðarnefnda átti ísfisktogara sem veiddi 4.000 tonn af þorskígildum á ári. Þegar kvótakerfið var tekið upp minnkaði kvótinn smám saman þar til hann var kominn niður í 1.400 tonn. Þá var frumvarp til laga á þingi um það að frystihús mættu eiga kvótann. Ákvæðinu var hins- vegar kippt út úr frumvarpinu á síðustu stundu og þá ákváðu þeir að hætta þátttöku í útgerð. „Það voru ekki pólitískar að- stæður til að stunda þennan atvinnurekstur lengur. Það hefur verið ógæfa þessa lands í gegnum árin að stjórnmálamenn hafa haft of mikil afskipti af atvinnulífinu. í kringum það hef- Bræðurnir eru báðir áhugamenn um raunvísindi og stjörnuskoðun, stjórnmál og þjóðmál almennt auk þess sem þeir hafa báðir gaman af að fást við kveðskap en móðir þeirra, Helga, var vel hagmælt og áhugasöm um skáldskap. Hér birtast Ijóð eftir hræðurna. Urður Verðandi Skuld Stritar bóndi stirður löngum, steyþist fossinn bænum hjá. Kaldur er í kotsins göngum, kúldrast hita jarðar á. Erfitt er með afla á sœnum. Ægi þreyta sjómenn við. Fiskjar þarfnast fólk á bœnum, fara sífellt lengra á mið. Vélafl kemur vöðva í staðinn, vœnkast hagur manna þá. Oft sést bátur afla hlaðinn, auðsœld Ránar margir fá. Afli vatns og orku jarðar, almenn fylgir hagsæld nú. Galli ei finnst á gjöfum Njarðar, gullið nýtir þjóðarbú. Gleyma niðjargott að meta, gleyma eigin sögu þeir. Anægju nú engrar geta, eðalmálminn telja leir. Ýmsir lofa ávallt meiru, ei þó viti hvernig má. Lofa gnótt og langtum fleiru, lýðsins hylli til að ná. Skaþar ein nú Skuld oss framtíð? Sköþum vérþar einnig með? Arnast vel þá öllum landslýð? Eftir því sem best fœst séð? Ágúst Valfells Ofangreint kvæði á að tjá íslenska efnahagssögu í hnotskurn. Það er úr skýrslu er Ágúst gerði fyrir Landsvirkjun árið 1978 og hét „ísland 2000: Fólks- tjöldi, fraraleiðsla og lífskjör". Skýrslan fjallar í stórum dráttum um hlutfallslegt verðmæti aðal auð- lindanna þriggja, gróðursins, hafsins og orkulind- anna og hvernig þær hafa verið nýttar og framtiðar- horfur miðað við nýtingu þeirra. Þegar litið er um öxl árið 2002 má sjá hvað hefur ræst og hvað ekki. Aðrir vilja ei orku virkja, allri tœkni kasta á glœ. Mun það hagvöxt mætan kyrkja. Mun þá harðna fljótt á bœ. Nöfnin Urður, Verðandi og Skuld vísa til örlaganorn- anna þriggja sem sagt er frá í Gylfaginningu. Urður ræður fortíð, Verðandi nútíð og Skuld framtíð. Á Þingvöllum, annan í nýju ári árið 2000 Snœr á foldu fallið hefur, fegurð landsins engum dulin. Niðri undir sœtt nú sefur sólar orka gróðri bundin. Mjúkum höndum voðfeld vefur veðurgyðjan, hulin grundin. Sveinn Valfells Mynd: Páll Stefánsson 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.