Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 23

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 23
FORSÍÐUVIÐTAL ÁGÚST OG SVEINN VALFELLS ur verið alls konar spilling og því miður eimir enn eftir af henni. Þegar völd stjórnmálamanna yfir atvinnulífinu minnka hefur spillingin síður möguleika á að þrífast," segir Sveinn. Valfells-íjölskyldan hefur verið óhrædd að taka þátt í ýms- um ævintýrum, þar á meðal má nefna gullleit með kanadísku fyrirtæki á norður- og norðvesturlandi fyrir einum áratug eða svo. Ýmsum kann að finnast fjarstæðukennt að ætla að finna og vinna gull á íslandi en Ágúst útskýrir að þegar heitt vatn vellur upp úr iðrum jarðar beri það með sér undir þrýstingi við hátt hitastig ýmis sölt af þungmálmum, t.d. gulli, silfri og blýi. Þegar vatnið kólnar falla söltin út og þungmálmasölt myndast sums staðar í berginu. Landið gliðnar sífellt meira í sundur og gamla bergið færist utar. í þessu bergi er hærra hlutfall af þungmálmum, þ. á m. gulli. Til að hagkvæmt sé að vinna það segir Ágúst að gullinnihald þurfi að vera einn hlut- ur af milljón og nokkrir slíkir staðir hafi fundist í leit kanadíska fyrirtækisins en ekki í því magni að hagkvæmt sé að vinna það. „Þetta kanadíska fyrirtæki kom hingað af því að ísland var algjör eyða á jarðfræðikorti heimsins með tilliti til málma og þeim fannst áhugavert að reyna að fýlla upp í þessa eyðu,“ segir Ágúst. Erum að breyta til Fasteignafélag Valfells-bræðra á í dag Skeifuna 15 sf. þar sem Hagkaupsverslunin hefur verið til húsa í áratugi, Vesturgarð hf. sem á og rekur fasteignina Kjörgarð við Laugaveg, Faxafen 8 þar sem ýmis íýrirtæki eru til húsa, og svo eiga Valfells-bræður rúm 12 prósent í Smáralindinni. „Við höfum verið að fækka eignum,“ segja þeir. Agúst bætir við: „Framtíðin felst í næstu kynslóð. Við viljum gefa henni sem flesta valkosti. Við ætlumst ekki til þess að börnin okkar geri það sama í lífinu og við gerðum sjálfir, ekki frekar en til þess var ætlast af okkur eða föður okkar. Ekki ætlaðist afi okkar til þess að faðir okkar yrði bóndi þó að hann væri það sjálfur.“ Samhliða umsjóninni um fasteignirnar hefur Ágúst starfað áfram á sínu sérsviði sem ráðgefandi verkfræðingur. Hann hef- ur nýlega fengið einkaleyfi í Bandaríkjunum á nýrri aðferð til förgunar kjarnorkuúrgangs. Valfells-fjölskyldurnar hafa stundað verðbréfaviðskipti tölu- vert á síðustu árum og komið að ýmsum iýrirtækjum. „Nú eru breyttir tímar. Nú geta menn verið þátttakendur í félögum og tekið þátt í viðskiptum á hlutabréfamarkaði án þess að vera virkir í rekstri fyrirtækjanna. Við höfum verið að færa okkur yfir í þetta,“ segja þeir og hafna því að vera að draga sig alfarið út úr viðskiptum. „Við erum bara að breyta til. Við erum að eldast og erum að draga okkur út úr dag- legum rekstri að verulegu leyti. Við sjáum að árin líða hratt og það eru líka ýmsir valkostir fyrir hendi til ijárfestingar." Atvinnuhúsnæði endist lengst Ágúst bendir á að tímarnir breytist og mennirnir með, í fjárfestingum borgi sig ekki að halda sig of lengi við sama hlut- inn. „Maður þarf alltaf að leggja í eitthvað nýtt. Við höfum gert það með því að ijárfesta meira í at- vinnuhúsnæði. Það er það sem endist lengst. Stað- setningin úreldist frekar en húsnæðið sjálft." segir hann. Þeir telja að einingarnar í íslensku viðskipta- lífi verði stærri og færri. Fjölskyldufyrirtækjum fari ört fækkandi og stærri iýrirtæki fari í auknum mæli á skrá á hlutabréfamarkaði. Ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. - Hvaða meginreglum hafið þið fylgt í viðskiptum ykkar í gegnum tíðina? „Meginreglan er að vera heiðarlegir og sanngjarnir. Heiðar- leiki borgar sig,“ svarar Sveinn og Ágúst bætir við: „Heiðarleiki skapar traust í viðskiptum. En það skiptir líka miklu máli að skipuleggja og vinna eins góðar áætlanir og hægt er, skuldsetja sig aldrei meira en maður þolir, taka aldrei stærri áhættu en maður þolir að tapa. Þetta gefur hægan vöxt en jafnan. Það hef- ur reynst okkur vel.“ Þeir telja ekkert óeðlilegt við það að skulda svo fremi sem skuldirnar séu viðráðanlegar og lánið sé tekið til að ijárfesta í einhverju sem gefur nægan arð. Skilningsleysi meðal Stjórnvalda Þegar rætt er um það hvað eftirminnilegast sé úr viðskiptalífi síðustu áratuga eru bræð- urnir sammála um að það sé sú breyting sem hafi orðið á íslensku þjóðfélagi. Áður iýrr geisaði óðaverðbólga, sem fór upp í 130 prósent á ársgrundvelli þegar mest var, og vextir voru neikvæðir, að taka lán borgaði sig ef hægt var að fá það. Innflutningshöft voru á mörgum vörum og innflutningstollar sömuleiðis, bæði á hráefni, vélum og tækjum tii framleiðslu. Skilningsleysi segja þeir að hafi ríkt meðal stjórnvalda á efna- hagsmálum. Þetta telja bræðurnir að hafi breyst til batnaðar, ekki síst með EES-samningnum, auk þess sem menntun íslendinga og þekkingu hafi fleygt fram. Af einstökum verk- efnum er Sveini minnisstæð bygging Smáralindar. Þegar versl- unarmiðstöðin var tekin í notkun jókst heildarverslunarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu um 10 prósent. Umhverfis- og orkumálin eru Ágústi ofarlega í huga. „íslendingar eru loksins farnir að gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem felast í því að nýta vatnsorkuna. Lengi vel mættu slíkar hugmyndir andstöðu og nú er aftur að myndast andstaða en það virðist helst vera hjá því fólki sem gleymir hvaðan gott kemur. Fólk gleymir því að það er atvinnulífið sem skapar möguleikana á því að standa undir velferðarþjóð- félaginu. Samt er kapp best með forsjá og gæta verður jafn- vægis mili framkvæmda og umhverfis," segir Agúst. Sveinn bætir við að við lifum í síbreytilegum heimi þar sem tæknivæðingin leiðir til æ meiri hnattvæðingar. „Við þurfum að taka þátt í henni og erum reyndar þegar byrjuð með útrás íslenskra íyrirtækja á alheimsmarkað.“ Œl ^Jeikomin HOTEL KEFLAVJK ...irUi stndttrinn t'id thirn'dllinn Vatnsnesvegur 12-14 • 230 Keflavík • Sími 420-7000 Netfang: stay@kef.is • Heimasíða: www.kef.is 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.