Frjáls verslun - 01.10.2002, Qupperneq 24
Skiptingin á S-hópnum
Þórólfur Gíslason Aðalsteinn Ingólfsson ión Eðvald Frlðriksson
Þeir seldu í Keri...
Uið kaupin á 45, 8% hlut í Búnaðarbanka
á 11,9 milljarða
vís,
Samvinnulífeyrissjóðurinn
og
Eignarhaldsfélag
Samvinnutrygginga
verða með þriðjung
= 4 milljarðar.
Ker verður með þriðjung
= 4 milljarðar.
Franski bankinn
Société Genérale
(þýska útibú hans)
verður með þriðjung
= 4 milljarðar.
.afsöluðu sér þar völdum...
...og Hesteyri hagnaðist
um 700 milljónir.
Hesteyrí hagnaðlsl
Sagan um hófadyn Hesteyrar og kaup S-hópsins í Búnaöarbankanum heldur áfram. Hesteyri
fékk um 700 milljóna króna hagnað afsölu bréfa sinna í Keri til Norvikur. Það varpað yfirverð
sem Norvik varð að greiða til að fá hlut og völd Hesteyrar í Keri og taka við forystuhlutverkinu.
Eftír Jón G. Hauksson
að kom flestum mjög á óvart að Eignarhaldsfélagið
Hesteyri með Þórólf Gíslason, kaupfélagsstjóra á Sauð-
árkróki, í fararbroddi skyldi losa um tök sín á Keri (01-
íufélaginu) eftir að hafa náð þar undirtökum innan hluthafa-
hópsins og óskað eftir hluthafafundi til að kjósa nýja stjórn
Kers. Þórólfur hefði hæglega getað orðið næsti stjórnarfor-
maður Kers og velt þeim Kristján Loftssyni, forstjóra Hvals
og stjórnarformanni Kers, og Olafi Olafssyni, forstjóra Sam-
skipa og varaformanni Kers, úr valdastólum. Þórólfur er jafn-
framt stjórnarformaður VÍS.
Hesteyri losaði um tök sín á Keri með því að skipta á 22,5%
hlut sínum í Keri, sem það keypti af Fjárfestingarfélaginu
Straumi í endaðan ágúst, og 25% hlut Norvikur, móðurfélags
Myndir: Geir Ólafsson
Byko, í VIS sem Norvik keypti 15. nóvember sl. af Keri fyrir
milligöngu Verðbréfastofunnar. Eignarhaldsfélagið Hesteyri,
sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyjar-Þinga-
ness, en félögin eiga þar jafnan hlut, sýnist í fljótu bragði hafa
haft um 700 milljónir króna í hagnað af þessum viðskiptum.
Þórólfur Gíslason stjórnaði þessari atburðarás. Það var Hest-
eyri í sjálfsvald sett að gefa eftir af völdum sínum. Vissulega má
halda því fram að hefði Hesteyri beitt tökum sínum á Ker í sam-
vinnu við VIS, Samvinnulífeyrissjóðinn og Eignarhaldsfélag
Samvinnutrygginga hefði félagið verið komið með völd langt
umfram eignarhlut sinn í Keri. En það er önnur saga. Alkunna
er að úrslitavald í mörgum félögum ræðst oft af tiltölulega
litlum eignarhlutum, ekki síst ef öfl takast á.
24