Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 25

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 25
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko, hefur náð völdum í Keri með þeim Kristjáni Loftssyni og Ólafi Olafssyni. Flestir eru á því að hann verði næsti formaður bankaráðs Búnaðarbankans. um 700 milljónir! Hvers vegna seldi Hesteyri? Nokkrar ástæður eru fyrir því að Þórólfur og samstarfsmenn hans í Hesteyri, Aðalsteinn Ing- ólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirð- ings á Sauðárkróki, ákváðu að kúvenda og fara með hlut Hest- eyrar út úr Keri. Semja um lyktir skákarinnar í stað þess að ná bæði Keri og VÍS undir sig. Fyrir það fyrsta er S-hópurinn að kaupa Búnaðarbankann og milljarðarnir frá Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Nor- vikur og Byko, reyndust bráðnauðsynlegir til að af þeim kaupum gæti orðið. Það mun þó ekki hafa ráðið úrslitum um að Hesteyri seldi. Það er talið vega miklu þyngra að þeir þre- menningar Þórólfur, Aðalsteinn og Jón Eðvald, hafi metið stöðuna svo eftir allt strögglið og uppistandið, sem varð í kjölfar beiðni Hesteyrar um hluthafafund í Keri, að þeir ættu enga samleið með Ólafi Ólafssyni og Kristjáni Loftssyni innan Kers. Sérstaklega mun hafa verið þungt hljóðið í Hornfirð- ingnum Aðalsteini Ingólfssyni vegna þess máls. Ennfremur er sagt að þeir Hesteyrarmenn hafi einnig talið fjárfestingu sína betur tryggða innan VÍS og meti það sem sterkara fyrir- tæki en Ker. Síðast en ekki síst; þeir höfðu jú um 700 milljónir upp úr krafsinu. Það var það yfirverð sem Norvik varð að greiða til að fá hlut og völd Hesteyrar í Keri. Peningar tala, ekki satt? Að vísu er ekki búið að telja upp úr kössunum í þessum við- skiptum Hesteyrar og engan veginn víst hvernig gengi hluta- bréfa í Keri og VÍS þróast á næstu misserum. Ef gengi bréfa í Keri fer upp og bréf í VÍS fara niður þá saxast auðvitað á þennan hagnað Hesteyrar af viðskiptunum. I sjálfu sér er þetta þó ekki flókin stærðfræði; Hesteyri keypti 22,5% hlut sinn í Keri í endaðan ágúst á 2,7 milljarða króna. Norvik keypti 25% hlut í VÍS af Keri á 3,4 milljarða. Skipt var á þessum tveimur hlutum á sléttu. Þarna er um 700 milljóna króna munur. Má meta það svo að Hesteyri hafi selt bréf sín í Keri á geng- inu 15,3 sem það keypti í endaðan ágúst á genginu 12,1. Gengi bréfa í Keri hafa verið á bilinu 11 til 12 á undanförnum vikum og mánuðum. Vissulega er VÍS ekki búið að festa sig í sessi á almennum hlutabréfamarkaði og óvíst hvernig gengi bréfa í félaginu þróast og hversu vel gangi að gera það að virku almenningshlutafélagi með dreifða eignaraðild, eins og stefnt er að. En þetta var verðið í þessum viðskiptum. Svona var ísland þann daginn. Markaðsverð VÍS í Kauphöll Islands hefur undanfarna mánuði verið um 14,0 milljarðar á meðan markaðs- verð Kers hefur verið um 11,8 milljarðar. 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.