Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.10.2002, Qupperneq 28
KflUPIN Á BÚNAÐflRBflNKANUIVl Því hefur verið haldið fram að í bankaráðið setjist þeir Þórólfur Gíslason, fyrir hönd VÍS, Hannes Þór Smárason, fyrir hönd Kers, og einhver erlendur fulltrúi franska bankans. Jón Helgi Guðmundsson situr þegar í banka- ráði Búnaðar- bankans. Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri Sam- vinnulífeyrissjóðsins og stjórnarmaður í Keri, á hluthafafundi Kers. Finnur Ingóljsson, forstjóri VÍS, var fulltrúi VÍS á hluthafafundi Kers. Stantla utan viðEglu að vekur vissulega athygli og sýnir þau þáttaskil sem hafa orðið innan S-hópsins að Þórólfur, sem er stjórnarformaður VIS, kýs að fara ekki spyrtur við Olaf og Ker inn í Búnaðarbank- ann heldur lætur hann VÍS standa utan við Eglu ehf. Sömuleiðis kýs Samvinnulífeyrissjóðurinn að standa utan við Eglu ehf. við þessi kaup. Þetta gera félögin sjálfsagt til að eiga beinan hlut í Búnaðarbankanum sem er jú skráður í Kauphöll íslands. Þessir hlutir verða íyrir vikið seljanlegri og áhættan minni en ef þeir væru með óbeina eignaraðild að bankanum í gegnum Eglu. Komi til þess að Búnaðarbanki og VIS renni saman í eitt félag, eins og stundum hefur verið rætt um, kemur hin beina eignar- aðild sér sömuleiðis vel. Markaðsverð Búnaðarbankans er núna um 24 milljarðar og VIS um 14 milljarðar og þetta yrðu þá líklegast skiptihlutföllin yrði þessum tveimur íýrirtækjum rennt saman. Þó verður að ætla að eftir uppgjör Þórólfs og Olafs innan S-hópsins og sú ákvörðun þeirra að verða ekki samferðarmenn innan Kers séu líkurnar minni en meiri á að VIS og Búnaðar- banki sameinist. Raunar bendir ýmislegt til að VIS undir stjórn Stvsti hluthafafundur á íslandi Hinn margumtalaði hluthafafundur í Keri, sem Eignarhalds- félagið Hesteyri óskaði upphaflega eftir, var haldinn á Grand Hóteli Reykjavík miðvikudaginn 27. nóvember sl. Þetta er líklegast stysti hluthafafundur í almenningshluta- félagi sem haldinn hefur verið. Hann tók rétt rúmar 3 mín- útur. I stuttu máli gerðist þetta: Fundurinn var settur, stjórn félagsins sagði af sér og ný stjórn var kjörin. Hannes Þór Smárason, aðstoðarforstjóri Islenskrar erfðagreiningar og tengdasonur Jóns Helga Guðmundssonar, var kosinn í stjórn- ina í staðinn íyrir Þórólf Gíslason. (Sem raunar settist í stjórn- ina í haust sem varamaður Þórðar Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Straums, þegar Straumur seldi bréfin til Hest- eyrar.) Hannes Þór Smárason er að sjálfsögðu fulltrúi Norvikur, móðurfélags Byko. Aðrir í stjórn Kers eru Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, formaður, Olafur Olafsson, forstjóri Samskipa, varaformaður, Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri Sam- vinnulífeyrissjóðsins, og Gísli Jónatansson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Eðlilega kom ekki til átaka á þessum fundi þar sem Hest- eyri var áður búin að selja Norvik 22,53% hlut félagsins í Keri í skiptum fyrir 25% hlut Norvikur í VÍS. Þar með söðluðu þeir Hesteyrarmenn um hest, kvöddu Ker og fóru yfir í VÍS. Um leið ákváðu þeir að afsala sér undirtökunum sem þeir voru búnir að ná í Keri og sýnist sem þeir hafi haft um 700 milljóna króna hagnað af þessum viðskiptum. Um leið afsöluðu þeir sér einnig völdum og frumkvæði vegna kaupanna á Búnaðar- bankanum, en VIS verður þó á meðal kaupenda. Þess má geta að Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, og Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri íslenskrar erfðagrein- ingar, voru fjarverandi og mættu ekki á hluthafafundinn. Full- trúi VÍS á fundinum var Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS. Full- trúi Samvinnulífeyrissjóðsins var Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins. Fulltrúi Norvikur var Jón Helgi Guð- mundsson, forstjóri Byko. Fulltrúi Kjalars og Vogunar var Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. Fulltrúi J&K eignarhalds- félags var Jón Þór Hjaltason, eigandi þess. Fulltrúi Eignar- haldsfélags Samvinnutrygginga var Axel Gíslason, fram- kvæmdastjóri þess félags. Fulltrúi Sunds var framkvæmda- stjóri þess, Jón Kristjánsson. SH 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.