Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 30

Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 30
KflUPIN Á BÚNflÐflRBflNKflNUM VIS. Þess má geta að Landsbankinn selur ekki hlut sinn í líf- tryggingafélaginu Iifís. Fóru peningar Jóns Helga til greiðslu láns? En stöldrum aðeins við. Takið eftír því að Ker greiddi Landsbankanum tæpa 2,7 millj- arða fyrir 19% hlutaijárins í VIS í endaðan ágúst. Gera verður ráð fyrir því að Ker hafi tekið lán fyrir þessum kaupum hjá selj- andanum, þ.e. Landsþankanum. Þegar Jóni Helgi keypti 25% hlutinn í VÍS af Keri á 3,4 milljarða virðist þvi blasa við að stór hluti þeirrar íjái'hæðar hafi farið í að greiða af láninu vegna kaupanna í VIS af Landsbankanum. Spurningin sem þá vaknar er sú hvar Ker ætlar að fá 4 millj- arða tíl kaupanna í Búnaðarbankanum. Ekki síst þegar fyrir ligg- ur kaupskylda af Landsbankanum upp á 15% eignarhlut í VÍS í febrúar á næsta ári. Þess utan hefur Ker ijárfest verulega í SÍF á haustmánuðum og keypti þar bréf af Búnaðarbankanum og allir vita að til stendur að Ker og dótturfélag þess, Samskip, reisi stórt vöruhótel sem kosta mun líklegast um 2 milljarða króna. Allt eru þetta miklar Jjárfestíngar og peningar vaxa ekki á trjánum. Til eru nokkrar leiðir í ijárfestingum. Sú gamla góða er sú að eigi einhver ekki fyrir hlutnum þá verður hann að taka lán fyrir honum. Af þessu sést að annaðhvort þarf Ker að fara í umfangsmikið hlutaijárútboð á næstunni, eða að selja eignir til að afla flár, elia kemst það ekki hjá því að taka lán og skuldsetja sig. Að vísu hafa ýmis fyrirtæki farið þá leið í fasteignavið- skiptum að selja utanaðkomandi fyrirtæki húsnæði sitt og leigja það svo aftur af viðkomandi fyrirtæki til langs tíma. Kaupleiga byggist td. á þessu. En hvað um það, ætla verður að Ker sé með spil uppi í erminni og finni sína leið. Hvar fær VÍS sína milljarða til kaupanna? Auðvitað verður einnig að spyija sig að því hvar VÍS, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga nái í fé til að leggja fram samtals um 4 milljarða við kaupin á Búnaðarbankanum. Munurinn á þeim og Ker er auðvitað sá að Jjárhæð hvers þess- ara félaga er einhvers staðar á bilinu 1 tíl 2 milljarðar, en ekki 4 milljarðar, og það ætti að gera máfið auðveldara. VÍS hefur auð- vitað verið ein helsta peningamaskína gömlu samvinnufélag- anna á undanförnum árum og á sjálfsagt fremur auðvelt með að verða sér útí um 1 tíl 2 milljarða tíl að leggja í púkkið. Eignar- haldsfélag Samvinnutrygginga er sömuleiðis ijárhagslega sterkt félag og skuldlítið og hefur ekki skuldbundið sig til að kaupa nema um 1% í VIS af Landsbankanum í febrúar á næsta ári. Það á eflaust tiltölulega auðvelt með að verða sér úti um fé til kaupanna í Búnaðarbankanum. Sama verður efiaust upp á ten- ingnum hjá Samvinnulífeyrissjóðnum sem er þekkt pen- ingamaskína líkt og aðrir lifeyrissjóðir í landinu og sterkur þótt hann hafi engu að síður skuldbundið sig tíl að kaupa 4% í VÍS af Landsbankanum í febrúar á næsta ári. Að vísu má velta því alvar- lega fyrir sér hvort Samvinnulífeyrissjóðurinn sé ekki með of mikið fé bundið í fáum fyrirtækjum og ættí að dreifa áhættunni meira. Sjóðurinn á 13,3% hlut í Keri og verður kominn með um 14% hlut í VIS á næsta ári, auk hlutarins í Búnaðarbankanum. Franski bankinn Société Genérale er ekki þekktur banki á Islandi. Sáralítið hafði farið fyrir honum í umræðum hér- lendis áður en hann var nefndur til sögunnar vegna kaupa S- hópsins á Búnaðarbankanum. Ganga verður að því sem gefnu að hann eigi auðvelt með snara út 4 milljörðum til að leggja sinn skerf í púkkið. Finnur Ingólfsson Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri og stjórnarformaður VÍS, treysti Finni Ingólfssyni sem forstjóra VÍS, en Finnur er einn allra besti vinur Olafs Olafssonar, forstjóra Samskipa. Segja má að Finnur sé núna á milli tveggja elda, þeirra Ólafs og Þórólfs, og hlýtur það að þvælast svolítíð fyrir honum. Eftir því sem næst verður komist eru þeir Þórólfur og Finnur vinir og félagar frá fornu fari og sagt er að það hafi verið Þórólfur sem fékk Finn til að taka við forstjórastarfi VÍS þegar fyrir lá að Axel Gíslason hættí þar sem forstjóri. BI] http://www.lysing.is Best hannaði vefurinn Nýlega var vefur Lýsingar hf. valinn "Best hannaði vefurinn árið 2002" af fyrirtækjunum ímark og Vefsýn. Vefurinn var unninn af Lýsingu í samstarfi við vefdeild Búnaðarbanka íslands en Eskill ehf. sá um að hanna grafískt viðmót vefsins. Á vefnum getur þú á einfaidan hátt nálgast allar upplýsingar um fjármögnunarleiðir Lýsingar, reiknað út mánaðargreiðslur og sent inn umsókn um fjármögnun. Við hjá Lýsingu erum afar stolt af þessum verðlaunum en þau eru árangur góðs samstarfs Lýsingar og öflugra aðila á sviði vefvinnslu. Verið velkomin á www.lysing.is. Lýsing hf. Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Email: lysing@lysing.is Lyngás 13 210 Garðabæ Sími: 555 7100 Email: info@eskill.is 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.