Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 41

Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 41
seinna en í janúar eða febrúar,“ svarar Óskar og vill lítið tala um það á hvaða sviði sam- keppnin verði hörðust, segir að markaðsað- gerðir fyrirtækisins komi í ljós jafnt og þétt enda sé hluti af markaðsstarfinu „hið óvænta sem í því kann að felast, að minnsta kosti gagnvart keppinautunum.“ Hagkvæmt eða óhagkvæmt? Brynjóifur hefur verið að taka sér tíma í að kynnast starfseminni, fara í gegnum verkþáttagrein- ingu og þannig meta stöðuna og þær breyt- ingar sem hann telur þurfa að gera til að búa Símann undir samkeppnina. Landssiminn hefur eytt mun hærri krónutölu í markaðs- og auglýsingastarf en fyrirtækin innan Íslandssíma enda er það í samræmi við veltu. Brynjólfur segir að hlutfallið sé 2-2,5 prósent og það sé minna en hjá sambærileg- um fyrirtækjum í Bandarikjunum og Evr- ópu. Nú sé verið að endurskoða þessi mál. Einn liður í því sé það hvernig eigi að beita markaðskostnaði. Landssíminn hefur yfirgnæfandi mark- aðsstöðu gagnvart Íslandssíma í heildina litið og telur Óskar að þar gildi hlutföllin 75 á móti ríflega 20 prósentum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Landssímanum er skylt að þjóna öllu landinu meðan Islands- sími getur einbeitt sér að þéttbýlisstöð- unum. Samkvæmt rekstrarleyfi Landssím- ans er fyrirtækinu skylt að þjóna ákveðnu hlutverki, bjóða t.d. upp á heildstæða þjón- ustu á sama verði alls staðar og leggja og við- halda símalínum út um allt land, hvort sem sú þjónusta er hagkvæm eða ekki. Brynjólfur bendir á að réttast sé að horfa á einstaka hluta markaðarins enda sé það í samræmi við þróunina innan Evrópusambandsins og í nágrannalöndum íslendinga. Frjáls verslun hefur heimildir fyrir því að Landssíminn hafi 65% markaðshlutdeild í farsíma- notkun, ADSL-tengingum og útlandaumferð á Netinu á móti 35% Íslandssíma, 85% í talsímaþjónustu á móti 15% Islandssíma og 70% í fyrirtækjatengingum gegn 30% Islandssíma. Af þessum tölum sést að Landssíminn hefur gríðarlega sterka stöðu, sérstaklega þó í talsímaþjónustunni. „Við erum taldir hafa það sterka markaðsstöðu að menn hafa gætur á Landssíma íslands og fylgjast með þvi hvernig fyrirtækið keppir við önnur fyrirtæki á markaði. Sem dæmi er okkur ekki heimilt að bjóða lægra verð en keppinautur okkar á mjög mörgum sviðum. Þarna tel ég að viðhorfin muni breyt- ast og að Landssíminn fái aukið svigrúm til að fara í samkeppni við Íslandssíma og önnur fyrirtæki á markaðnum. Til lengri tíma litið þýðir þetta að verð ætti að koma neytendum til góða,“ segir Brynjólfur og minnir á að Síminn þurfi að hlíta nokkuð skýrum reglum í starfsemi sinni og leita til Samkeppnisstofn- unar eða Póst- og ijarskiptastofnunar út af mörgum atriðum. Við endurskilgreiningu á markaðnum segir hann að sótt verði um aukið athafnafrelsi. Ef það fáist þá muni Síminn að sjálf- sögðu sækja á hið nýsameinaða fyrirtæki Islandssíma. Brynjóljur Bjarnason, forstjóri Landssíma Islands. „ Við erum taldir hafa það sterka markaðs- stöðu að menn hafa gætur á Landssíma íslands ogjýlgjast með því hvernig fyrirtækið keþþir við önnurfyrirtœki á markaði. Sem dæmi er okkur ekki heimilt að bjóða lægra verð en keþþi- nautur okkar á mjög mörgum sviðum. Þarna tel ég að viðhorfin muni breytast. “ Meta Stöðuna upp á nýtt „Við, ég og stjórn þessa fyrirtæk- is, höfum leyft okkur að segja að við búum okkur undir það að markaðshlutdeild okkar muni minnka. Það er eitt af hlut- verkum okkar að reka fyrirtækið með þeim hætti að geta lag- að það að minni markaðshlutdeild með því að beita meiri hag- ræðingu og straumlínulaga kostnað þannig að arðsemin gagnvart eigendum haldist," segir hann og hafnar því að nota orðalagið „skipulagt undanhald“ í samkeppninni, kveðst frek- ar vilja tala um að draga víglínuna. „Maður er að draga nýjar víglínur, sífellt að meta stöðuna upp á nýtt og laga fyrirtækið eftir því. Óskar situr hinum megin við víglínuna og er líka stöðugt að draga nýja víglínu, sækja fram og hörfa eins og gengur," segir hann. Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar má búast við að samkeppnin verði helst á fyrirtækjamarkaði, þar sem Islands- sími hefur einmitt verið að fá mjög stór viðskipti upp á síðkastið, t.d. Eimskipssamstæðuna og Orkuveitu Reykjavikur. Búast má við að fjarskiptaþjónusta til ríkisins verði boðin út á næsta ári, þar sem ríkið hefur lýst því yfir að það hyggist spara 600 milljónir króna, og þá opnist stofnanamarkaðurinn. ADSL- þjónusta hefur einnig verið mjög vinsæl og má búast við að samkeppni harðni eitthvað á því sviði. Œj 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.