Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 42

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 42
Stjórnun Samningaviðræður Báðir sigra! Að ná samkomulagi í samningaviðrœðum getur reynst þrautin þyngri. Samningaviðræður snúast ekki um það að annarsigri oghinn taþi heldurþurfa báðirað standa eftirsem sigurvegarar. Við lítum hér á myndbandið „Að reka smiðshöggið á samkomulagið. “ Samantekt Guðrún Helga Sigurðardóttir Samningaviðræður eru ákveðin list ef vel á að vera en til allrar hamingju er hægt að fylgja ákveðnum megin- reglum sem miða að því að báðir verði sáttir og standi eftir sem sigurvegarar. A myndbandinu ,Að reka smiðshöggið á samkomulagið“ frá Video og tölvulausn ehf. er viðsemjendum líkt við kærustupar sem hittist og ákveður að ganga inn kirkjugólfið. Fyrst verða þau að koma sér saman um ýmislegt, t.d. tilhögun peningamála, verkaskiptingu á heimilinu og framtíðarhús- næði, og gengur á ýmsu áður en þau ná niðurstöðu. Fyrst er sýnt frá því þegar þau gera mistök og gleyma t.d. að ræða sam- an og svo er sýnt hvernig rétta aðferðin er. Þá ná þau að sjálf- sögðu blússandi samkomulagi og allir sitja hamingjusamir eftir. Við höfum tekið saman nokkrar dæmisögur af mynd- bandinu og sýnum hvaða lærdóm má draga af þeim. Spurðll! Kate og Charley líst svo vel hvort á annað þegar þau hittast í fyrsta skipti að þau ákveða að hittast aftur og fá sér kvöldverð saman á huggulegum veitingastað. A fyrsta stefnu- mótinu kemur Charley á eftir Kate og þegar hann er sestur upp- götvar hann að hún hefur verið svo óskaplega hjálpleg að panta fyrir þau bæði mat og vín án þess að kynna sér fyrst hvað hann vill - og allt er þetta eitthvað sem henni sjálfri finnst gott. En Charley hvorki drekkur áfengi né borðar kjöt og verður strax svekktur. Þau þurfa því að byija aftur og nú þarf Kate að kanna afstöðu Charleys. Þar sem þau sitja á huggulega veitinga- staðnum spyr hún hvað hann langi í. „Hvað sem er, svo fremi sem það er ekki rússneskt eða kjöt,“ svarar hann. Með því að spyrja veit Kate hvaða afstöðu Charley hefur. Eftir rómantískan kvöldverð er komið að reikningnum. Kate vill endilega borga fyrir þau bæði og það vill Charley líka. Fyrst stefnir allt í hnút því að Kate vill ekki skipta reikningnum á milli þeirra og Charley vill ekki gefa eftir en svo stingur Charley upp á þvi að hún borgi núna og hann næst og þá tekst samkomulag. Lærdómur: Kynntu þér afstöðu viðsemjandans með því að spyrja. Vertu með það á hreinu strax í upphafi hvert lokaboð þitt verður. Skoðaðu ýmsar útfærslur til að eiga auðveldara með að ná viðunandi niðurstöðu fyrir báða aðila. Ætla að fleygja mér fram af... Kate og Charley verða par og vilja hittast. Þau sitja uppi í rúmi hvort á sínu heimili og reyna að koma sér saman um tímann í gegnum síma. Kate þarf að vera með börnin sín og getur ekki hitt Charley á þeim tíma sem hann vill. Hann verður súr og telur að hún vilji ekki hitta sig og allt stefnir í óefni. Charley grípur til ýmissa ráða, kveðst meira að segja standa uppi á hárri brú og ætla að fleygja sér fram af. Hún trúir honum og segir: „Bíddu þarna, ég er á leiðinni,“ og þá segir hann: „Fáðu þér frekar barnapíu.“ Þau reyna aftur og eru bæði sveigjanleg. Kate bendir Charley á að börnin megi ekki fá á tilfinninguna að hann taki hana frá þeim og hann tekur sönsum. Þau ákveða seinna að láta pússa sig saman en áður en af því getur orðið verða þau að ákveða hvernig þau ætla að hafa framhaldið, hvar þau ætla að búa og hvernig Jjármálum og barneignum verður hagað í framtíðinni. í stað þess að annað ákveði fyrir þau bæði þurfa þau að kynna sér óskir hvors annars og komast svo að niðurstöðu um lausnina. í þessu felst það ráð að í öllu tilfinningaróti þurfi að forðast harkaleg átök, úrslita- kosti og orð sem geta valdið tilfinningaumróti, t.d. með því að halda því fram að boð, sem er fullkomlega í samræmi við eigin skoðun eða afstöðu, - sé sanngjarnt, rausnarlegt, drengilegt eða skynsamlegt án tillits til mótaðilans. Lærdómun Vertu hlutiaus og haltu þig við staðreyndir. Ekki Iáta samningaviðræðurnar koma þér í uppnám. Haltu ró þinni. Hver á að elda? Fyrir hjónabandið þurfa Kate og Charley að ákveða hver eldar. Charley vill helst að Kate sjái ein um elda- mennskuna en hún er ekki til í það. Þau verða því að semja sig áfram og koma með ýmsar útfærslur, t.d. að Kate eldi virka daga og Charley um helgar eða 4-3 Charley í hag. Niðurstaðan verður hinsvegar jöfn skipting, að skiptast á vikum. Lærdómur: Settu strax fram eins háa kröfu og þú getur og ekki gefa eftír án þess að fá eitthvað í staðinn. Skiptu á jöfiiu. Þetta er kjarni allra samningaviðræðna. 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.