Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 43

Frjáls verslun - 01.10.2002, Page 43
STJQRNUN SAMNINGflVIÐRÆÐUR Þegar þú undirbýrð samningaviðræðurnar þarftu að ákveða hvert lokaboð þitt verður. Þú skalt því velta fyrir þér mismunandi útfærslum þannig að þú getir komið með tillögur ef þörf krefur. Pittsburgh - Raufarhöfn Kate og Charley þurfa að skipuleggja brúðkaupsferðina. Þau fara á ferðaskrifstofu án þess að hafa kynnt sér óskir hvors annars áður. Þar sem þau sitja hjá sölu- manninum ákveður Charley að panta ferð til Sierra Leone en þá kemur í ljós að Kate vill heldur fara til Grikklands. „Eg hélt að þú vildir fara burt frá öllu saman,“ segir Charley en Kate óttast að henni leiðist á Sierra Leone þvi að þar sé landslagið tilbreytinga- laust. Hún vill skoða rústir og bregða sér í næturklúbba. Þau þurfa því að semja upp á nýtt og byija á því að telja upp óskir sínar fyrir sölumanninum. Þau vilja fara á einhvern framandi stað langt í burtu en samt með rústir innan seilingar ef þeim skyldi leiðast, á stað þar sem ekki eru neinir hitabeltissjúkdómar og hótelin eru ódýr. Sölumaðurinn hamrar á lyklaborðið og kemur svo með niðurstöðuna: Raufarhöfn - Pittsburgh. Lærdómur: Settu markið hátt, ekki gefa eftír án þess að fá eitthvað í staðinn, ekki samþykkja einstök atriði. Báðir vinna Brúðarkjólinn þarf að máta og þá er tilvalið að nota tímann til að ræða málin. Hvernig ætla þau að sjá fyrir sér? Hver á að sjá fyrir heimilinu ef Kate fer í háskólanám? Hversu lengi á Kate að vera heima eftir barneign? Fyrst setur Kate skil- málana: Þú sérð um framfærsluna ef ég fer i listnámið, ég verð heimavinnandi í fimm ár þegar við höfum eignast barn o.s.frv. Og Chariey bregður við. Hvernig á hann að geta séð einn fyrir fjölskyldunni og borgað skólagjöld ef Kate fer í nám? Þegar þau fara að ræða málin betur kemur Charley með tillögu: Við byijum strax að leggja fyrir ákveðinn hluta af launum okkar beggja og notum svo þennan varasjóð ef þú ferð í nám eða við eignumst barn. Þetta er samþykkt. Þá kemur brúðkaups- veislan til umræðu þar sem Kate og Charley sitja á diskóteki. Charley hafði sagt Kate að skipuleggja veisluna eftir sínu höfði og þá kemur í ljós að hún hefur pantað stóran og dýran veislu- sal og gerir ráð fyrir yfir 120 gestum. Hann vill hafa veisluna fámenna og látlausa en hún stóra og ijölmenna. Hvað er til ráða? Hann hótar: Við blásum giftinguna af! Kate rýkur í burtu. Þau gera svo nýja tilraun og þá kemur í ljós að þau geta náð lendingu, hann fær sína mannfáu veislu. „Eg vann!“ hrópar hann og stekkur upp en fer svo að hugsa málið. Þetta snýst ekki um það að annar vinni og hinn tapi, í samningaviðræðum þurfa báðir að vinna. Lærdómur: Forðastu hótanir og það að setja fram úrslitakosti! Komdu með tillögur og hugmyndir sem gætu leyst málið og biddu viðsemjandann um að gera það sama þegar þú ert þurrausin. Notaðu „Hvað ef...“-setningar til að þreifa þig áfram og ná niðurstöðu. Ekki samþykkja einstök atriði fyrr en heildarsamningurinn liggur fyrir. Heimild: Video og tölvulausn ehf., dreifingaraðili Video Arts á íslandi. m A fyrsta stefnumótinu uþþgötvar Charley að Kate hefur þantað fyrir þau bæði - eitthvað sem henni sjálfri finnstgott - án þess að kynna sér fyrst hvað hann vill. Hann verður strax svekktur. Kate og Charley ætla að hittast en Kate er bundin af börnunum. Charley verður súr og allt stefnir í óefni. Charley gríþur til ýmissa ráða, kveðst meira að segja standa uþþi á hárri brú og ætla að fleygja sér fram af. Brúðarkjólinn þarfað máta og þá ertilvalið að nota tímann til samn- ingaviðrœðna, FyrstseturKate skilmálana: „Þú sérð um framfærsluna efégfer í listnámið, ég verð heimavinnandi í fimm árþegar við höfum eignast barn, “ en Charley bregður við að fá þetta yfir sig og hafa ekkert um það að segja. Myndir: Video Arts 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.